Elektron - 01.03.1921, Blaðsíða 15

Elektron - 01.03.1921, Blaðsíða 15
E L E K T R 0 N 11 Menn hringja með því að snúa sveif hringirsins; myndast þá í vind- ingum hans breytistraumur, sem fer þessa leið; frá 1, gegnum K - A - F - Li - Li til 1 aftur. Sé stutt á knapp- inn N, fer straumurinn ekki yfir K, svo sem skýrt er hér að ofan. þegar hringt er utan að til áhaldsins fer straumurinn þannig: Kemur t. d. inn við L\, þaðan F - A - K - Is - Li. Is er úlbúnaður til þess að mynda skammhlaup á hringirinn, svo að að- komni hringingarstraumurinn þurfi ekki að fara gegnum vindingar hans, því ella mundi hann veikjast um of. Pegar tala skal er heyrnartólið eðli- iega tekið af göflunum, sem það venjulega hvílir á og lyftast þá vog- arstengurnar upp að innan verðu, þannig að þær mynda samband við 1 og 2, en rjúfa sambandið við F. Straumurinn frá rafvirkinu fer nú yfir P og M og til virkisins aftur, þegar talað er. Eins og fyr er skýrt frá orsakar hann íleiðslustraum í S og fer hann þessa leið: T - Li - Li - 1 - A - S Sömu leið fer aðkominn talslraumur, nema ef stutt er á N, þá fer hann fram hjá S. Eldingavarinn E verkar þannig. Eldingin er rafgneisti sem er sam- settur úr örtíðum sveiflunum og veita því allar vindingar og vefjur í tæk- inu henni mikið viðnám. Þegar eld- ingu slær niður í símalínu kýs hún þvi heldur að rjúfa loftið sem er milli grunnplötunnar J og línustykkjanna, og komast þannig niður i jörðina, en að fara gegnum áhaldið. Skrúfurnar sem merktar eru AK eru til þess að tengja aukabjöllu við, ef menn óska að hringingin heyrist víðar en þar sem sjálft tækið er. Skal þá taka burt sambandið sem er á milli skrúfanna og er táknað með depluðum línum. AH er til þess að setja inn aukaheyrnartól, Skal, er það er gert, taka burt sambandið milli skrúfanna. Skammstafanir. Eg hefi áður ritað í »EIektron« um notkun skammstafana og bent á að heppiiegast væri að landssímastjórinn gæfi út skrá yfir þær skammslafanir, sem nota mætti við afgreiðsluna og gerði eg það aðallega til þess að hægt væri að afnema ýmsar útlendar skammstafanir, sem mikið hafa verið notaðar við landssímann, en sem bet- ur fer eru nú að miklu leyti horfnar. Eins og öllum símriturum er kunn- ugt, flýtir góð notkun skammstafana mikið fyrir afgreiðslunni, en þær hafa hingað til verið mest notaðar við þjónuslusamtöl. Mér hefur komið til hugar, að nota mætti skammstafanir mikið meira við almenna afgreiðslu, en gert hefur verið, án þess að af- greiðslan þyrfti að verða ótryggari, því auðvitað yrði öllum símriturum gert að skyldu að kunna hinar fyrir- skipuðu skammstafanir. Þar sem nú eru komin wheatstons-áhöld á allar stærstu ritsímastöðvarnar, þ. e. á Akureyri, ísafirði, Seyðisfirði og í Reykjavík, ætti að vera enn hand- hægara að nota skammstafanir en áður (við morse-afgreiðslu) þar sem skeytin eru nú fyrst límd upp og síðan afskrifuð. Skammstafanir hafa hingað til ver- ið notaðar hér, þegar mest hefur verið að gera, t. d. á jólum og nýj- ári og hafa þá símritararnir á binum ýmsu stöðvum komið sér saman um orðastyltingar. T. d. hefur »Gleðileg jól, gott og farsælt nýjár«, verið skammstafað: »gl j g og f ná« og aldrei valdið neinum misskilningi. Retta hefur flýtt afarmikið fyrir af-

x

Elektron

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Elektron
https://timarit.is/publication/874

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.