Elektron - 01.12.1921, Blaðsíða 3

Elektron - 01.12.1921, Blaðsíða 3
ELEKTRON ...- Málgagn F. X. S. - VI. árg. Reykjavík, desember 1921. 4. tbl. Elektron kemur út ársfjórðungslega. — Áskriftargjald 4 kr. á ári. Ritstjóri og ábyrgðarm.: Gunnar Schram, Stýrimannastíg 8, simi 474. Utanáskrift blaðsins: Elekiron, Box 575, Reykjavík. Mentun símamanna. Hvað er hægt að gera til þess að glæða áhuga símamanna á simafræð- um, og gera þá lærðari í þeim efn- um en nú á sér stað? Þessari spurningu hefi eg oft verið að velta fyrir mér og reynt að finna sem best svar við henni. Vér vitum að kunnátta manna hér, í símafræðum er af skornum skamti, og landssíminn hefur lítið eða ekkerl gert til að vekja áhuga símamanna í þeim efnum, þótt undariegt megi virðast, þar sem vöxtur og framfarir innau símans fara að miklu leyti eflir því, hve menn hans eru slarfi sínu vaxnir. Landssíminn ætti því að selja það efst á stefnuskrá sína, að menta sem best starfsmennina í starfi þeirra, og mun árangurinn þá brátt sjást i betri afgreiðslu og haganlegra vinnu- fyrirkomulagi. Landssíminn stendur nú langt að baki slíkum fyrirtækjum annarstaðar, og mun það mestu því að kenna, að ekki hefur verið fylgst nógu vel með framförum þeim, sem orðið liafa í símafræðum í öðrum löndum, en slíkt er nauðsynlegt, ef landssíminn á að standa jafnfætis erlendum símakerf- um. Eað virðist því vera ástæða til að ræða þetta mál og reyna að bæla úr því, sem helst er ábótavant hjá okkur. Sú eina fræðsla sem landssiminn hefur veitt starfsmönnum sínum, er sú takmarkaða tilsögn, sem hinir yngri símritarar hafa notið á símrit- unarskólanum í þau tvö ár sem hann starfaði, en síðan munu þeir lítið hafa lært, fiestir þeirra. Hinir eldri símritarar hafa allir lært á sjálfum ritsimastöðvunum; þ. e. a. s., þeir hafa lært símritun og það nauðsyn- legasta sem að afgreiðslu lýtur, en ekki fengið neina tilsögn í leknik, Það væri því mjög æskilegt, að úr þessu yrði bætt og það sem fyrst; og er þá beinasti vegurinn til þess, að landssíminn setji á stofn skóla eða námsskeið fyrir starfsmenn sína, nokkra vetrarmánuðina, bæði fyrir símritara og símastúlkur. Á námsskeiðinu þyrfti að kenna símastúlkunum helstu atriði talsima- fræðinnar og að þekkja þau áhöld og skiftiborð sem mest eru notuð. Ennfremur alt það sem að afgreiðslu lýtur. Efast eg ekki um, að með góðri kenslu yrðu stúlkurnar á eftir miklu færari í starfinu og fengju um leið meiri áhuga á því. í deildinni fyrir simritarana ætti að kenna mun meira í rafinagnsfræði, ritsíma- og talsímafræði, en gert var á símrilunarskólanum. Einnig þyrfti að kenna þar nokkuð i loftske^'ta-

x

Elektron

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Elektron
https://timarit.is/publication/874

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.