Elektron - 01.12.1921, Blaðsíða 11

Elektron - 01.12.1921, Blaðsíða 11
ELEKTRON. 57 Loftskeytastöð á Jan Mayen. í siðastliðnum ágústmánuði barst loftskeytastöðinni í Reykjavík sim- skeyti frá veðurfræðisstofunni í Berg- en þess efnis, að á Jan Mayen væru norðmenn að byggja loftskeytastöð, sem væntanlega tæki til starfa þann fyrsta september, og var stöðin beð- in að hlusta daglega frá þeim tíma, eftir Jan Mayen-stöðinni. Þann 11. september heyrðist fyrst frá Jan Mayen. Hafði henni þá tekist að ná sambandi við Lagarfoss, sem þá var við Langanes, og kl. 9 um morgun- inn náðist samband milli Jan Mayen og Reykjavíkur. Byggingu stöðvar- innar var þó ekki lokið. Hafði verið reist annað mastrið og sett upp bráðabirgða loftnel. Samt var ágætt sambandið milli stöðvanna og nokkru síðar tókst Jan Mayen að ná sam- bandi við norsku stöðvarnar Fauske, Ingö og Spitzbergen. Þegar búið var að reisa bæði möstrin, sem eru 50 metra há, var byrjað að starfrækja stöðina og var ákveðið að hún skyldi vinna við stöðvarnar í Fauske og Ingö. Liðu nú nokkrir dagar og alt gekk vel, en svo »hvarf« Jan Mayen. Var reynt bæði héðan og frá norsku stöðvun- um að ná sambandi, en allar tilraun- ir reyndust árangurslausar. Rúmum hálfum mánuði seinna »kom« Jan Mayen aftur. Hafði rokstormur geys- að yfir eyjuna og brotið 10 metra af hvoru mastri. Eftir mikla erfiðleika tókst þó að koma upp loftnetinu og síðan hefir stöðin staðið í óslitnu sambandi, bæði við Noreg og ísland. Kl. 6 á hverjum morgni tekur loft- skeytastöðin hér veðurskeyti frá Jan Mayen. Veðurfræðisstofan norska hefir að mestu kostað byggingu stöðvarinnar. Vélarnar eru frá Norsk Radiokom- pagni (Telefunken Tk 1.5). Uxn bygg- ingu stöðvarinnar sá norðmaðurinn Ekerold og hafði liann sér til aðstoð- ar þýskan rafselja, frá Telefunken- félaginu. Grænlandsför konungs Og loftskeytasambandið. Gufuskipið »ísland«, sem flutti kon- ung og fylgdarlið hans til Grænlands í sumar sem leið, var sérstaklega vel útbúið með loftskeytatæki. í skipinu voru þrjár sendistöðvar, þar af tvær neistastöðvar og ein lampastöð. Mót- tökutækin voru þau sömu og loft- skeytastöðin hér notar, en gat tekið talsvert lengri bylgjur, alt að 23000 metrum. Mest reyndi á lampasendara »íslands« í Grænlandsferð þess. Þegar sá tími er undanskilinn, sem ekki var hægt að vinna vegna lofttruflana, má segja að samband hafi verið við skipið alla leið norður að Upernevík sem er á 73. breiddarstígi. Þegar tekin er til greina vegalengdin (um 2000 kíló- metrar) hið háa land sem lá á milli stöðvanna og hábjört sumarnóttin, er árangurinn miklu betri en búist hafði verið við. Af öðrum stöðvum sem ætlað var að hafa samband við kon- ungsskipið, má nefna Lyngby á Sjá- landi, Aberdeen á Skotlandi, Cape Race á Newfoundland og Barrington Kassage á Nova Scotia. Fegar komið var að Cap Farvel, á suðurodda Græn- lands hætti, »ísland« að heyra stöðina í Lyngby og í hinar stöðvarnar náð- ist aldrei. Reykjavík var eina stöðin sem gat haldið uppi sambandi við

x

Elektron

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Elektron
https://timarit.is/publication/874

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.