Elektron - 01.12.1921, Blaðsíða 5

Elektron - 01.12.1921, Blaðsíða 5
ELEKTRON. 51 Eg íór frá Reykjavík seint í febrúar- mánuði, áleiðis lil Danmerkur, og kom viku seinna lil Kaupmannahafnar, og dvaldi þar rúma tvo mánuði. Símakerli Danmerkur er tiltölulega stórt og fullnægir kröfum tímans, því danir hafa fylgst vel með framförum þeim og nýungum sem orðið hafa á sviði símans síðustu árin, og endur- bætt mjög kerfi silt. Má því sjá þar margt og læra, sérstaklega fyrir þann, sem ekki hefir séð meira í þeim efn- um, en hægt er hér heima á íslandi. Eg hafði meðmælabréf frá lands- símastjóranum, til ríkissímastjórans danska, og fór strax eflir komu mína til Hafnar að hilta hann, og óskaði leyfis hans og hjálpar til að kynnasl danska símakerfinu. Hann tók mér og erindi mínu hið besta og vísaði mér til yfirsímastjórans í Kaupmanna- höfn, hr. O. Henrichsen, sem eg fór til daginn eftir. — Yfirsímastjórinn er einhver sá þægilegasti og hjálp- fúsasti maður, sem eg hefi fyrir hilt, og meðan eg dvaldi í Höfn, gerði hann mér allan þann greiða sem hann gat, og á eg honum mest að þakka gagn það sem eg hafði af veru minni þar. Hann fylgdi mér út á aðalsímastöðina og kynti mig fyrir yfirmönnunum þar og bað þá að sjá um, að mér yrði sýnt alt það, sem mig langaði til að sjá, og láta mér í té þær upplýsingar, sem eg óskaði viðvíkjandi afgreiðsl- unni. Var eg síðan næstum daglegur gestur á stöðinni, og kynti mér af- greiðslufyrirkomulagið, eftir því sem eg best gat. Aðalstöðin í Höfn er í Kaupmang- aragötunni, í sama húsi og pósthúsið nokkru neðar i götunni en stúdenta- bústaðurinn Garður. Þar er bæði Iand- sima og ritsímastöðin, en húsið var orðið of lítið fyrir stöðvarnar, svo skrifstofur allar eru á öðrum stað. Á stríðsárunum hafði orðið að fjölga mjög slarfsmönnum og var nú orðið álíka þröngt eins og á stöðinni í Reykjavík, en þar var verið að byggja við húsið og þegar því er lokið, mun stöðin fá nægilegt rúm. Skeytaafgreiðslan er í stofubygðinni. Er það rúmgóður salur og bjartur, og næsta ólíkur ljónagryfjunni i Reykja- vík. Þaðan eru skeytin send á nokkuð einkennilegan hátt upp á ritsímann, sem er á næsta lofti. Liggur þar á milli látúnsrör, úlfliðsgilt. Skeytin eru látin í leðurhylki, sem síðan er sett inn í rörið og er því næst hleypt á það þéttu lofti, sem kemur frá þar til gerðri vél. Skýst þá hylkið eftir rörinu og kemur út um hinn endann, eins og kúla úr byssu. þegar komið er inn í biðstofuna, virðist ekki vera mikið að gera, því þar er sjaldan margt um mann- inn, en ástæðan er sú, að flest öll stærri firmu og bankar síma skeyti sín til stöðvarinnar. Enn fremur eru símastöðvar víðsvegar um borgina, sem taka á móti skeytum og senda þau síðan til aðalstöðvarinnar. Uppi yfir skeytaafgreiðslunni er morse-salurinn. Er það stór salur og vinna þar yfir 50 manns, mest ungir kvensímritarar. Þóvoru nokkrar þeirra orðnar gráhærðar, en hvort það var Elli eða Morse að kenna, er ekki gott að segja. Kannast maður vel við öll áhöld í salnum, því þar eru notaðar samskonar morsevélar og sounder- kassar og heima. Er gaman að koma inn í morsesalinn um miðjan daginn, þegar mest er að gera, og sjá svona rnargt fólk vinna. Er þá eins og líf sé í hverri tusku, því pappírsræm- urnar renna og morsevélarnar og »sounderarnir« skella án afláts. Raf- magnsvagnar renna fram og aftur yfir höfðum símritaranna og skeytum rignir yfir þá, en allir keppast við að afgreiða þau sem fyrst og fljúga þau

x

Elektron

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Elektron
https://timarit.is/publication/874

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.