Elektron - 01.12.1921, Blaðsíða 12

Elektron - 01.12.1921, Blaðsíða 12
58 ELEKTRON. skipið alla leið og voru á Grænlands- ferðinni afgreidd rúm 15000 orð milli »Islands« og Reykjavíkur. »Island« notaði aðallega lampasendarann og sendi mest á 2000 metra bylgjulengd en Reykjavíkurstöðin sendi með 1800 metrum. í sambandi við þetta má benda á, hve tiltölulega litla stöð þyrfti á Grænlandi, til þess að hafa samband við Reykjavík og er óskiljanlegt að Danir skuli ekki þegar hafa reist þar loftskeytastöð. Hvað gera ekki Norð- menn fyrir þá afskektu staði, sem þeir hafa umráð yfir? Þeir hafa reist stöðvar á Spitzbergen, Jan Mayen og Björneöen. Það hefir verið á dagskrá hjá Dönum mörg undanfarin ár að reisa loftskeytastöð á Grænlandi og talað um miljónaútgjöld í því sam- bandi, en aldrei hefir það komist lengra en á pappírinn. Líklegt er að þeir láti nú eitthvað verða af fram- kvæmdum, þar þeir hafa reynsluna með Islandsstöðina að byggja á. Mol a r. Ný gerð loftskeytastöðva. í mars- hefti Elektrons, var sagt frá loftskeyta- miðstöð, sem The Radio Corporation of America ætlaði að byggja á Long ísland. Eins og þar er skýrt frá, verða það eiginlega 5 sérstakar loft- skeytastöðvar, hver 200 Kw. sem þó má sameina í eina stöð. Nú er ein þeirra fullgerð og var hún opn- uð í október mánuði. Hún reynd- ist alveg eins og búist var við og hefir staðið i sambandi við stöðvar í Englandi. Frakklandi, Þýskalandi, Honolulu og Suður-Ameríku. Sendivélin, sem nefnd er »77ie Alexanderson High Frequencg Alterna- tor,(.( eftir manninum sem fann hana upp, hefir vakið mjög mikla eftirtekt um allan heim síðustu ár, og mun nú vera viðurkend betri en nokkur önnur sendilæki, þegar um mikið afl er að ræða. Það er þó ekki einungis sendivélin, sem gerir stöðvar þessar svo góðar, loftnelið sem sami mað- ur hefir endurbætt inikið, á einnig fullkomlega sinn þált í því. Aðal endurbólin liggur í því, að mótstaða þess hefir verið minkuð mjög mikið Við tilraunir, sem gerðar hafa verið, hefir það komið í ljós, að frá sömu stöð þarf 3 Kw. til að gefa sama merkja-slyrkleika og 18.5 Kw. í sam- bandi við venjulega gerð loftneta. Ýmsar fleiri endurbætur hefir Alex- anderson gert, sem notaðar eru við loftskeytastöðvar þessar, og einu nafni eru kallaðar y>The Alexanderson System of Radio Communication«. Margir sérfræðingar og vísindamenn frá Evrópu, hafa farið til Ameríku, til að sjá þessi merkilegu áhöld og kynna sér þau, þar á meðal Marconi og professor Einstein og mörg af fagblöðum flytja lofgreinar um þau. Áætlað er að þessi geysimikla stöð, þegar hún er fullgerð, muni kosta 20 milljón dollara og verður hún dýrari en nokkur önnur loftskeyta- stöð, enda er The Radio Corpovation stærsta loftskeytafélag heimsins. Það hefir keypt upp allar eigur Marconi- félagsins í Ameríku, þó er það aðeins deild (þráðlaus deild) í hinu afar stóra rafmagnsfélagi General Electric Compang. Hið síðarnefnda smíðaði mjög mikið af loftskeytaáhöldum fyrir Bandaríkjastjórnina í ófriðnum mikla, og hefir í mörg ár gert afar miklar tilraunir til endurbóta á þráð- lausum áhöldum, og ekkert þar til sparað, enda sýnir árangurinn það. Bandaríkjamenn sáu að það er mjög óheppilegt, að láta stærsta loft-

x

Elektron

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Elektron
https://timarit.is/publication/874

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.