Elektron - 01.12.1921, Blaðsíða 9

Elektron - 01.12.1921, Blaðsíða 9
ELEKTRON. 55 samari staða en efnisvarðarstaðan, i það minsta með því fyrirkomulagi sem nú er við þá stöðu. IJann 1. ágúst var stöðin á Borð- eyri lögð niðnr sem aðalgæslustöð og umdæminu (reikningsskilum eftirlili o. þ. h.) skift að nokkru milli stöðv- anna í Reykjavík, Akureyri og Slykk- ishólmi, Frá sama tíma var stöðvar- stjórinn á Borðeyri, hr. Björn Magti- ússon, skipaður stöðvarsljóri á Isa- lirði, en sem stöðvarstjóri á Borðeyri var sett frú Ása Guðmundsdóttir. Bjuggust flestir við að þessi ráðstöf- un væri að eins til bráðabirgða, meðan staðan væri auglýst laus til umsóknar, en hingað til hefir ekkert bólað á slíkri auglýsingu frá land- símastjóranum og væri nógu fróðlegt að vita hvort í ráði er að auglýsa stöðuna eða ekki. Búast má við að margir símamenn myndu sækja um stöðuna, þar sem hún er betur launuð og þægilegri en margar aðrar stöður innan símans, sem heimta þó jafn mikla vinnu. Dráttur á veitingu stöðvarinnar getur því tæplega verið af vöntun á mönnum og er þetta þvi harla ein- kennileg ráðstöfun, því eftir því sem fyrir flýgur, mun stöðin ekki rekin neitt ódýrara með þessu fyrirkomu- lagi en þólt stöðvarstjórastaðan væri veitt, þar sem núverandi stöðvarstjóri hvað hafa sett það skilyrði þegar hún tók við stöðunni, að hún þyrfti ekk- ert að vinna við afgreiðsluna. í sambandi við þetta vil eg geta þess, að stöðvarstjórastaðan á Norð- firði var veitt án þess að vera aug- lýst innan simans, en eftir þeim upplýsingum sem eg hefi aflað mér, mun hún hafa verið auglýst i ein- hverju blaði austanlands, með mjög litlum fyrirvara og vissu fæstir sima- menn ekkert um að staðan væri laus, fyr en búið var að veita hana. Hvernig stendur á slikum ráðstöf- unum landssímasljórans? Hví gefur hann ekki símamönnum fyrst kost á að sækja um stöðurnar áður en hann býður þær mönnum sem aldrei hafa unnið hjá símanum eða álítur hann engan af starfsmönn- um símans færan lil þessara starfa? Eg tel nauðsynlegt að símamenn fái að vita hvort þessi stefna lands- símastjórans á að ráða i framtíðinni, því eflir því hljóta þeir að haga at- vinnu sinni. Vel væri ef landssímastjórinn vildi gefa upplýsingar um þelta, því það getur varðað landssímann miklu i framtíðinui, engu síður en starfs- menn hans. Símritari. Jól slmamanna, Allar stéttir manna halda jólin helg, nema símamenn. Peir fá flestir þeirra litið tækifæri til þess, þvi aldrei þurfa símamenn að vinna meira, en einmitt á jólunum. Sá ósiður hefur haldist frá því fyrstá við símann, að hafa stöðvarnar opnar til kl. 7 e. h. á aðfangadag, þrátt fyiir það þó jólahelgin byrji kl. 6 og öllum verslunum og skrif- stofum, jafnt opinberum sem einka- félaga, sé lokað kl. 4 þann dag. Væri æskilegt að landssíminn hefði sama lokunartíma og aðrar stofnanir þenn- an eina dag ársins, sem allir kjósa að geta haldið hátíðlegan. Á aðfangadag er tæplega ekkert annað afgreitt en jólaóskaskeyti og má ganga út frá því vísu, að jafn- mörg skeyti j'rðu send, þótt lokað væri fyr. Menn yrðu bara að koma þeim mun fyr með skeytin. Auðvitað

x

Elektron

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Elektron
https://timarit.is/publication/874

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.