Elektron - 01.12.1921, Blaðsíða 4

Elektron - 01.12.1921, Blaðsíða 4
50 ELEKTRON. fræði, byggingu simalína, viðgerð á talsímatækjum og skiftiborðum, línu- prófanir og línumælingar. Æskilegt væri að kent yrði nokkuð í ensku og frönsku, því símamenn þurfa að vera góðir í málum, ef þeir eiga að geta fylgst vel með tramförum þeim sem verða í símafræðum í öðrum löndum. í*essi námsskeið myndu hafa nokk- urn kostnað í för með sér fyrir landssímann, en hann yrði aldrei mikill og hverfandi hjá þeim óbeina hagnaði sem af þeim yrði. Eg skal ekki að svo stöddu koma fram með neinar ákveðnar tillögur um tilhögun námskeiðanna, en æskilegt væri að fleiri vildu ræða þetta mál og benda á það sem til bóta horflr. Ef lands- símastjóranum virðist það, sem hér er stungið upp á, megi að gagni koma, mun hann eiga vísa aðstoð F. í. S. til að hrinda því af stað. Þótt hins vegar að landssíminn geri ekkert í máli þessu, ætti félagið að vinna að mentun símamanna eftir mætti, t. d., með því að lála halda fræðandi fyrir- lestra í síinafræðuin, sem síðar yrðu birtir hér í blaðinu, svo þeir gætu að gagni orðið öllum símamönnum. Fað verður þó alt af takmarkað sem menn geta lært hér heima, og er því nauðsynlegt að símamenn fái tækifæri til að tara utan til frekara náms. Heíi eg ininst á þetta áður hér í blaðinu og bent á hve æskilegt það væri að landssíminn veitti mönn- um sínum styrk til utanfara, því laun þeirra eru ekki svo góð að þeir geti staðist þann kostnað sjálfir, sem því fylgir, enda væri það miklu frekar í þarfir landssímans en starfsmannanna. Símastjórnir annars staðar senda ár- lega menn frá sér til annara landa til að kynnast þeim nýungum sem gerðar hafa verið, því það er besta leiðin til að endurbæta símakerfin. Landssíminn verður allaf eftirbátur erlendra símakerfa, ef hann sér ekki um að slaifsmennirnir standi að kunnáttu jafnfætis erlendum síma- mönnum. Hvað styrknum viðvíkur, þá ættu þeir að hljóta hann sem mestan á- huga sýna á starfinu. Virðist heppi- legt að t. d. fimm manna nefnd, sem skipuð væri af landssímastjóra og F. í. S., ákvæðu hver hljóta skyldi slyrkinn í hvert sinnn og yrði þá frekar fyrirbygt að persónulegur knnningsskapur, eða velvild, yrðu lát- in sitja í fyrirrúmi við styrkveitinguna. Horfði það mjög til bóta ef styrk- urinn yrði til þess, að menn legðu frekar frain krafta sína, og keptust um að verða hans maklegir. Landssímastjórinn lagði það til við þingið fyrir nokkrum árum, að veitt- ur yrði styrkur lil utanfara síma- manna, en hann fekst ekki þá. Virð- ist nú lími til kominn, að farið verði fram á það sama á næsta þingi, og ef vel er fylgt málinu af lands- símastjóra, efast eg ekki um, að styrkveitingin fáist. G. S. LJr minnisbók. Eftir Gunnar Schram. I. í febrúar 1920 fékk eg þriggja mán- aða leyfi hjá landsímanum og fór þá utan, til að kynna mér ýmislegt, sem að símaafgreiðslu lýtur. Mig hafði lengi langað til að kynnast betur erlendum símakerfum, en hægt er af Iestri bóka og tímarita, því það er svo margt sem skilst miklu fyr og gleggra, með því að sjá það með eigin augum.

x

Elektron

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Elektron
https://timarit.is/publication/874

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.