Lesbók Morgunblaðsins - 24.02.2001, Side 5
TAKTU - LESTU
Orrustan við Hastings, hluti af Bayeux-veggteppinu frá 11. öld. Ráðhúsið í Bayeux.
Boðun Maríu (hluti) eftir Angelico, 1434, Musée diocésain, Cortone.
"u«»nnanu u-
M | ■ ftmflaéuoii nwfiun Enfttf bwtlfii e %
/ v"\tcfirirpa-!rn>^óTgkíftíginiijMprt
A)Y\)uct
:síjgj[01ril
nrtaul«8«r
V»u lunmiftfíutðitv h
/"arv l'm K’ðaá línsluu' Ijulu np' iwvuilijji
-Vj | »4 fctn cclugu <u4,u jjiuböc- ömjrf
líT I !•* nwú ttlápélte lo|i öu*te ftrduílUii c I
befníf ftiHitu tf^fllTör <tr 1^1 pd ul
í33Í,*wArVd!pu nuvtÍM cirpuö feauf $ d»;
fltui
:sti ptt’?
'i.U;
bclln
Fall Ólafs konungs, úr Flateyjarbók,
handrit frá 15. öld.
„TOLLE - LEGE“, Opinberun heilags Ágúst-
ínusar, málmrista eftir Philipe de Champaigne.
„Hlutverk orbanna
var einfalt, pau
veittu upplýsingar;
útskýrðu, en drógust
ekki inn í málverkin
að öðru leyti. “
dæmis í myndum af boðun Maríu, sem var afar
vinsælt myndefni, en þær myndir sýna heim-
sókn engilsins til Maríu, þegar henni er boðað
að hún muni eignast son Guðs. Simone Martini,
ítalskur málari, málaði eina slíka árið 1333. Um
er að ræða stóra mynd sem er máluð á tréplötu
með temperalitum. Þar má sjá hvernig orð eng-
ilsins berast úr munni hans til Maríu sem hallar
höfði eins og hún ljái honum eyra. Enginn borði
aðgreinir orðin frá myndfletinum, þau eru hluti
af myndinni og segja má að þau hafi bein áhrif á
myndbygginguna. Þetta er ekki ósvipað teikni-
myndasögum í dag, þar sem orð söguhetja eru
oft virkur hluti af myndinni. Nákvæmlega einni
öld síðar má sjá svipað gerast í mynd Fra Ang-
elico, annars ítalsks málara, sem einnig málar
boðun Maríu. En hér á samtal sér stað, „sacra
conversazione" þar sem orðin berast frá engl-
inum til Maríu og hún svarar. Orð engilsins, sem
er vinstra megin á myndinni, eru lesin frá
vinstri til hægri. Það er svo greinilega ætlast til
að svar Maríu lesist frá henni til engilsins, þau
eru á hvolfi, svo hægt sé að lesa þau frá hægri til
vinstri. Engillinn svarar svo aftur, þetta er heilt,
eða öllu heldur heilagt samtal þama á milli
þeirra.
Taktu og lesfu
Á fimmtándu öld kom prentlistin til sögunnar
í Evrópu og læsi jókst stórlega. Hlutverk hand-
ritalýsara og skrifara varð minna. Allt í einu var
kominn nýr vettvangur fyrir ritmálið og sam-
tímis voru prentaðar myndir. Það er hægt að
ímynda sér að með tilkomu þessa nýja miðils
hafi málverkið þróast enn frekar sem hreinn
myndmiðill, án leturs. Nú voru sögur Biblíunn-
ar öllum aðgengilegar og því minni þörf fyrir út-
skýringar á myndfletinum sjálfum. Á þessum
tíma var notkun olíulita einnig að verða almenn
og fjarvíddin að þróast frekar. Málverkið fékk á
sig raunsæislegri blæ, aukna dýpt. Texti eins og
á mynd Simone Martinis frá 1333 þegar mynd-
flöturinn var enn tvívíður, var ekki lengur við
hæfi. Prentaðar voru myndskreyttar bækm’, og
tréristur og koparstungur með trúarlegum boð-
skap mátti kaupa ódýrt, enda hægt að prenta
stórt upplag eftir hverri plötu. Á einni slíkri má
sjá orðin leika stórt hlutverk. Það er á málm-
ristu frá 1640, eftir Philippe de Champaigne,
„Opinberun heilags Ágústínusar“. Heilagur
Ágústínus situr, ekki laus við áhyggjusvip, und-
ir þrumandi orðum Guðs almáttugs sem berast
frá himnum á áhrifaríkan hátt. „TOLLE,
LEGE“ - „Taktu og lestu“. Hér sýnir letrið
áhrifamátt orða Guðs, það er augljóst að þau
hafa verið sögð með þrumuraust.
í baðinu
Málaralistin virtist einsetja sér að útrýma
öllu letri og orðum af striganum á næstu öldum.
Trúarleg myndefni voru enn vinsæl á sautjándu
og átjándu öld, en einnig voru hversdagslegri
myndefni komin til sögunnar, m.a. hjá málurum
í Norður-Evrópu sem létu til sín taka, eins og
Breughel, Frans Hals, Vermeer og fleiri á
sautjándu öld. Ekki bjuggu alltaf orð að baki
myndunum lengur, fram komu landslagsmynd-
ir, kyrralífsmyndir, myndir úr hversdagslífinu.
Málverkið hóf að segja sína eigin sögu, á sinn
hátt, án orða, - huldra eða sýnilegra. Eina letrið
sem er að finna eru áritanir málaranna, nafn eða
skammstöfun úti í homi. Á átjándu og nítjándu
öld var myndefni í meira mæli sótt í mannkyns-
söguna og atburði í þjóðlífinu, og frægustu
dæmi slíks líklega málverk Delacrobc og Goya.
Franska byltingin varð mörgum dijúgt mynd-
efni í lok átjándu og í upphafi nítjándu aldar.
Einn þeirra var franski málarinn Jaques Louis-
David, sem málaði meðal annars fómarlömb
byltingarinnar. Eitt þeima var Marat, en mál-
verkið af dauða hans sem málað var 1793 er afar
þekkt. Marat, einn af leiðtogum frönsku bylt-
ingarinnar, var myrtur. Vegna þráláts húðsjúk-
dóms neyddist hann til að dvelja löngum stund-
um í baði og notaði meðal annars tíma sinn þar
til að sjá um bréfaskriftir og fleira. Dag einn
mddist ung kona inn til hans, Charlotte Corday
að nafni, með bónarbréf. Hún stakk hnífi í brjóst
hans. Á mynd David deyr Marat með bréf henn-
ar í hendi sér, annað bréf liggur á kassa sem
gegnir hlutverki borðs, við hliðina á baðinu. Þar
er mælst til þess að einstæðri fimm barna móð-
ur verði greiddir fimm frankar, maður hennar
hafi látist í baráttunni fyrir byltinguna. Orð
bæta hér við söguna sem málverkið segir. Þau
sýna Marat sem sannan baráttumann og mart-
ýr, en málverkið ber sterkan svip trúarlegra
verka fyrri alda. Það er svo tileinkun David sem
vekur athygli, hann tileinkar Marat málverkið
og skrifar svo undir áritun sina; ,ÁR TVÖ“, -
eins og mannkynssagan sé að hefjast að nýju.
Letur leikur því stórt hlutverk í þessu málverki,
en það er algjör undantekning á þessum tíma.
Það er ekki fyrr undir lok nítjándu aldar að
letur í einhverri mynd fer að láta á sér kræla í
málverkinu sjálfu en í byrjun þeirrar tuttugustu
verður það órjúfanlegur hluti af list fjölda lista-
manna.
Höfundur er myndlistarmaður og rithöfundur.
LESBÓK MORGUNBIAÐSINS - MENNING/USTIR 24. FEBRÚAR 2001 5