Lesbók Morgunblaðsins - 24.02.2001, Page 8
TÍÐARANDI í ALDARBYRJUN
í þá daga varðaði svo mikiu að heimsmyndin værl „rétt“.
EKKI FÆDD
IGÆR
EFTIR PÉTUR GUNNARSSON
/
EG veit ekki hver fæddi mig í
heiminn, né hvað þessi heimur
er, né sjálfur ég; ég er í skelfí-
legri vanþekkingu um alla skap-
aða hluti; ég þekki hvorki líkama
minn, skilningarvit, sál mína né
þennan hluta af sjálfum mér
sem hugsar það sem ég mæli,
sem brýtur heilann um allt sem er og sjálfan sig
og er ísömu vanþekkingu um það og allt annað.
Eglít ógnvekjandi víðáttur alheimsins sem um-
lykja mig og er bundinn við einn afkima þessa
ómælis, án þess ég viti af hverju ég er staddur
hér frekar en annars staðar, né af hverju þessi
stutta stund sem mér ergefíð að lifa fellur mér í
skaut á þessum tímapunkti fremur en einhverj-
um öðrum í gervallri eilífðinni sem kom á undan
mér og þeirri sem á eftirfer. Hvert sem églít er
ekkert nema óendanleiki sem umlykur þettaat-
óm, þennan skugga sem staldrar við andartak
oger síðan ekki meir...“
Þannig kemst heimspekingurinn Blaise
Pascal að orði í Þönkum, orðabelg sem fannst
að honum látnum árið 1662. Tímalaus texti sem
við tileinkum okkur án fyrirhafnar. Og samt er-
um við ónæm á lífsháskann sem býr á bak við
sjálf orðin, á sínum tíma hefðu Þankamir verið
brenndir og gott ef ekki hitnað undir höfundi
þeirra líka. Aldamótaárið 1600 hafði Giordano
Bruno verið brenndur á báli fyrir að halda því
fram að alheimurinn væri endalaus og 1630
slapp Galileo með skrekkinn eftir að hafa étið
ofan í sig snúning jarðar.
Heimsmyndin var borin uppi af voldugum
stofnunum ríkis og kirkju sem hundeltu heim-
spekinga og heimsmyndasmiði. Með jafn sjálf-
sögðum hætti og nútímaháskóli setur úrgangs-
pappír í tætarann voru virðulegir háskólar
Evrópu önnum kafnir við að brenna ritum sem
nú teljast til burðarstoða mannsandans,
Og þannig áfram upp næstu öld, þá átjándu:
Diderot, Voltaire, Rousseau... flest af því sem
nú er gefið út í skrautbandi er risið úr ösku.
Og nítjánda öldin hafði engin vettlingatök
heldur. Það voru ekki einasta byltingarmenn á
borð við Marx og Engels sem voru hundeltir
með sitt Kommúnistaávarp - Gustave Flaubert
var dreginn fyrir dómstóla þegar hann gaf út
Frú Bovary árið 1856 - Ríkissaksóknari ákærði
höfundinn fyrir að draga dár að borgaralegu
siðferði, hjónabandinu og trúnni.
Þó keyrði um þverbak á öldinni tuttugustu í
bóka- og búkabrennum fasismans. Og það sem
eldurinn annaðist í fasismanum sá frostið um í
stalínismanum; hinn grunni faðmur Síberíu-
frerans luktist um þá sem voru á einhvem hátt
málhaltir eða lesblindir á hina kórréttu heims-
mynd.
***
í þá daga varðaði svo miklu að heimsmyndin
væri „rétt“. Við sjáum þetta reyndar enn í dag
og undrumst þegar stjómvöld fjölmennustu
þjóðar heims hundelta og fangelsa hugleiðslu-
hópa og öndunarhreyfingar.
Og rithöfundar ku enn njóta talsverðrar at-
hygli í löndum múslima.
Þeim mun óvæntara og undarlegra er það
umburðarlyndistómlæti sem við Vestur-
landabúar búum við síðastliðna hálfa öld. Hvað
hefur gerst? Má lífið bara líta út eins og því sýn-
ist? Er loksins komið þjóðskipulag sem getur
komist af án hugmyndafræði?
Ekki er það nú alveg víst. Að vísu geta menn
skrifað það sem þeim sýnist, hins vegar kynni
að verða annað upp á teningnum ef þeir settust í
sjónvarpsstólinn. Um auga sjónvarpsvélarinn-
ar fer fátt sem tmflar, ekki frekar en augu okk-
ar mannanna sem em útbúin með útsmognum
sjálfhreinsibúnaði. Tíðarandinn er holskeflu-
miðlun sem virðist álíka tilviljanakennd og
hundslappadrífa og sýnist einna helst snúast
um gríðarlegt framboð á vömm sem neytand-
inn þurfi að meðtaka. Ofhlæðið og síbyljan em
ígildi ritskoðunar fyrri tíða. „Þorðu að vita“ var
kjörorð Upplýsingarinnar. „Kærðu þig kollótt-
an“ gæti verið inntak okkar tíma.
***
Ætli Emil eða uppeldið eftir Jean-Jacques
Rousseau sé ekki áhrifamesta uppeldisrit allra
tíma, samið um miðja átjándu öld (og sam-
stundis brennt). Það hefst á þessari fullyrðingu:
„Allt er gott frá hendi Höfúndar alls sem er, allt
fer til spillis í höndum mannanna." í þessu riti
setur Rousseau sér fyrir hendur að ala upp
óspilltan einstakling, kennarinn hefur algerlega
í hendi sér hvað um huga lærisveinsins fer og
hverju er bægt á braut.
Réttum 200 ámm síðar er annar meistari á
ferðinni með sinn lærisvein, Þórbergur Þórð-
arson í Sálminum um blómið. Hjá Þórbergi eins
og Rousseau em barnið og Guð eitt. En nú er
heimurinn heldur betur kominn til skjalanna og
tekur að káma út hina óskrifuðu örk. Og bamið
er langt því frá að vera einber þolandi í þeim
leik, það er sólgið í heiminn og eitt af meg-
instefjum Sálmsins er: „Svona var nú lítið eftir
af Guði í litlu manneskjunni."
Hvað má uppalandinn þá segja í dag? Hann á
ekki möguleika á að hemja það sem fer um
bamshugann. Nútíminn er holræsi sem stend-
ur í gegnum hvem einstakling. Aðstandandinn
getur í hæstalagi virkað sem dælustöð sem
íreistar að veita ófögnuðinum út í hafstraum-
ana, þótt sjálf ströndin verði aldrei með öllu frí
við ófögnuð.
„Þekktu sjálfan þig“ var kjörorð véfrétta-
rinnar í Delfí. „Flekaðu sjálfan þig“ gætu verið
einkunnarorð vefsins.
***
Mannfræðingurinn franski Claude Levi-
Strauss fór um regnskóga Brasilíu á fjórða tug
síðustu aldar og skrifaði um það rómaða bók,
Tristes tropiques (Regnskógabeltið rauna-
mædda) og fjallar um nokkra ættbálka á stein-
aldarstigi sem hann leitaði uppi og bjó með í
rannsóknarskyni. Þeir höfðu dvalið á bak við
heiminn allar götur frá því í árdaga og uppgötv-
uðust ekki fyrr en á öndverðri 20. öld þegar
brotist var í að leggja símalínu þvert í gegnum
regnskóginn. í kjölfar símamanna fylgdu svo
trúboðar með sín fagnaðarerindi.
Og sjá, hér var komið mannkyn í allri sinni
nekt, bókstaflega, kviknakið fólk, í hæsta lagi
hulstur sem karlpeningurinn huldi með liminn.
Fólk án ritmáls, fólk án sögu, en bjó samt við
mynd af heiminum, sem þegar hún var fram-
kölluð reyndist í senn fjölbreytileg, fáguð og
flókin. Sumar myndirnar koma jafnvel kunn-
uglega fyrir sjónir, t.a.m. heimsmynd Mbaya
ættbálksins sem gengur út á að þeir séu kjörnir
til að ráða yfir mannkyninu. Umvafðir þrælum
Morgunblaðið/Kristinn Ingvarsson
dýfa þeir ekki hendi í kalt vatn og styðjast við
upprunagoðsögu sem hermir frá því að þegar
guð skapaði manninn hafi hann útdeilt hverjum
og einum ættbálki sínum starfa: einn skyldi
stunda akuryrkju, annar veiðar... Þegar öllum
störfum hafði verið ráðstafað kom Mbaya fólkið
í Ijós þar sem það hafði orðið eftir á botninum í
holu tré. Þá var engin iðja eftir nema kúga og
arðræna hina. Og það gerðu þeir.
Þetta samfélag sýndi ógeð á tilfinningum sem
vant er að meta mikils, til dæmis fullkominn við-
bjóð á getnaði. Fóstureyðingar voru eðlilegasti
hlutur í heimi og viðhald hópsins fór fram með
ættleiðingum og ránsferðum í því skyni að
verða sér úti um böm.
Og Mbaya fólkið var eins og þrautræktaðir
kaffihúsaspekingar í nútímanum: það hafði
andstyggð á náttúrunni.
Bororo-fólkið hinsvegar var gersamlega
heillað af gleraugum, mannfræðingurinn tók
birgðir af gleraugnaumgjörðum með sér og
hafði í vöruskiptum fyrir greiða. Og áður en við
var litið gekk heill ættbálkur í Amason alsæll
um með gleraugnaumgjarðir sem hann taldi
vemda sig gegn illum öndum.
Hjá Nambikwara fólkinu prófaði gesturinn
ítrekað að láta þeim í té blöð og skriffæri í von
um að þeir myndu teikna, en þeir sýndu enga
viðleitni í þá átt, í hæsta lagi að þeir hermdu eft-
ir hinum siðvædda manni sem var sískrifandi og
nótandi hjá sér í vasakompur og tóku að búa til
endalausar öldur á bréfsefnið. Uns höfðinginn
ofmetnaðist og fór að svara spumingum mann-
fræðingsins með því að pára öldur sem hann var
jafn ákafur og mannfræðingurinn að reyna að
fá botn í. A endanum var hann farinn að þykjast
lesa upp af blaði allskonar fyrirmæli sem nöldr-
andi undirsátar hans áttu að fara eftir og loks
telja upp vaming sem mannfræðingurinn átti
að tína upp úr farangri sínum honum til handa.
Þama hafði hann náð í eitt frumglæði rit-
málsins: drottnunina.
Að síðustu var hann orðinn svo óþolandi að
fólkið hans yfirgaf hann og hann þurfti að búa
til goðsögu um að hann hefði fokið út í skóg og
fallið í dá, en þegar hann kom til sjálfs sín á ný
var hann búinn að gleyma ritmálinu.
***
Börn náttúrunnar sem Claude Levi-Strauss
heimsótti á fjórða áratugnum vom á síðasta
snúningi. Siðmenningin og hjálpræðið sem
símamenn og trúboðar vildu færa þeim flutti
þeim í raun sóttkveikjur sem þeir áttu ekki
varnir gegn og gerðu á endanum út um þá.
En við, eigum við bóluefni gegn innantóm-
leikanum?
Höfundur er rithöfundur.
8 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS - MENNING/USTIR 24. FEBRÚAR 2001