Lesbók Morgunblaðsins - 24.02.2001, Page 11
Ljósmynd/Pétur H. Ármannsson
Karlagata 14-16, eina húsið sem reis samkvæmt upphaflegum tillögum Einars Sveinssonar og
Valgeirs Björnssonar. Öll húsin í Norðurmýri eru steinsteypt.
_____________________________________________________________________________________________________
Ljósmynd/Péhjr H. Ármannsson
Mánagata 9-15, dæmigerð Norðurmýrarhús eftir skipulagshöfund hverfisins, Einar Sveinsson.
Horngluggar og áhersla á lárétta línu er eínkennandi.
Karlagata 2-4 eftir Hafliða Jóhannsson. Sýnir frávik frá upphaflegum skilmálum.
/óí xyrijrj é~.
Ljósmynd/Pétur H. Ármannsson
Gunnarsbraut, götumynd í Norðurmýri. Steyptir veggir umhverfis lóðir einkenna Noröurmýri.
íbúða hús í öðrum hlutum þess. Þau áttu að
vera hæð og ris. Það voru húsameistari
Reykjavíkurbæjar Einar Sveinsson og bæj-
arverkfræðingurinn Valgeir Björnsson sem
gerðu þessar tillögur. Skipulag hverfisins er á
margan hátt líkt hugmyndum Guðmundar
Hannessonar um skipulag íbúðabyggðar.
Staðsetning húsa á lóð er í anda tillagna hans.
Stóri munurinn er að í skipulagi Einars og
Valgeirs er ekki að fínna bogadregnar götur
og það sem kalla má myndræn eða „pitt-
oresk“ göturými heldur er um að ræða einfalt
hnitakerfi. Flestar göturnar liggja frá vestri
til austurs og eru stuttar miðað við það sem
tíðkaðist í skipulaginu frá 1927. Það gefur
hverfínu samþjappað útlit og auðvelt er að fá
yfirsýn yfír það. Að mínu mati er skipulagið í
góðu jafnvægi, ef svo má að orði komast. Það
er einfalt og í mannlegum hlutföllum og því
svipar á margan hátt til þess sem tíðkaðist
erlendis á sama tíma.
Eitt af sérkennum Norðurmýrarinnar, og
fleiri hverfa frá þessum tíma eru steyptir
veggir umhverfis lóðirnar, sérstaklega þær
sem liggja norðan götu. Þessir veggir af-
marka á skýran hátt yfirráðasvæði íbúanna
og göturýmið. En eins og nafn hverfisins gef-
ur í skyn þá reis það í mýri og hefur jarðveg-
urinn sigið allnokkuð frá því að hverfið var
byggt fyrir rúmum 60 árum. Veggirnir hanga
því sumir í lausu lofti. Þeir sem eitt sinn gáfu
hverfinu virðulegan blæ eru í dag margir illa
farnir og mosavaxnir.
Meðal þess sem gerir svæðið áhugavert er
að þar finnast hús eftir flesta þá arkitekta
sem voru starfandi í landinu á þessum tíma.
Til dæmis Guðjón Samúelsson, Gunnlaug
Halldórsson og Einar Sveinsson sem teiknaði
fjölda húsa í hverfinu. Á þessum tíma voru þó
arkitektar í minnihluta þeirra sem teiknuðu
íbúðarhús á íslandi. Algengara var að slíkt
væri í höndum húsasmíðameistara og múrara
sem sumir hverjir höfðu sérmenntun á sviði
húsateikninga. Húsin í Norðurmýrinni eru
ekki hvítur, heroiskur módernismi eins og sá
sem þeir Bauhausmenn og Le Corbusier
stóðu fyrir. Heldur er hér um að ræða einföld
hús, eins konar „prét a porter“ íbúðarhús-
næði fyrir almenning.
Skilmálum breytt
I upphafi áttu húsin að vera ein hæð og ris,
einungis eitt hús í hverfinu var byggt sam-
kvæmt þeirri teikningu, Karlagata 14-16. Það
voru þeir Einar Sveinsson og Valgeir Björns-
son sem teiknuðu húsið. Þegar litið er í
gjörðabók byggingarnefndar Reykjavíkur frá
þessum tíma kemur í ljós að sótt var um leyfi
fyrir mun fleiri slíkum húsum. Skipulagsskil-
málarnir buðu upp á að húsin mættu vera
hærri og ákváðu húsbyggjendur að notfæra
sér það. Þeirra á meðal voru eigendur hússins
við Karlagötu 2-4. Það var húsasmíðameist-
arinn Hafliði Jóhannsson sem gerði breyt-
inguna, sem á blaði er einföld en skipti sköp-
um fyrir útlit hússins og þegar fleiri fylgdu í
kjölfarið breyttist ásýnd hverfisins í heild frá
því sem upphaflega var ætlunin. Ástæður
þess að menn vildu hærri hús hefur líklega
verið þörf þeirra fyrir meira pláss. Með þess-
ari breytingu mátti fá eina íbúð til viðbótar án
mikils tilkostnaðar sem var mikilvægt í þeirri
kreppu sem ríkti í landinu. Þessa gerð af hús-
um má finna víðar um bæinn, til dæmis í
hverfi verkamannabústaða sem reis á Rauð-
arárholti. Við Meðalholt í Reykjavík má sjá
hús eftir húsameistara ríkisins frá árinu 1939.
Það leynir sér ekki að þar er um sterk áhrif
frá Norðurmýrarhúsum að ræða.
Einkenni í stíl
Það sem helst einkennir húsin í Norð-
urmýrinni er að þau eru öll úr steinsteypu,
steinsteypan hafði á þriðja áratugnum náð
fótfestu sem byggingarefni hérlendis. Steyp-
an var þægilegt efni í landi þar sem timbur
var af skornum skammti. Einungis þurfti að
flytja sementið inn það var síðan blandað með
íslenskri möl og vatni. Efnið hentaði veð-
urskilyrðum hér og varð fljótt vinsælasta
byggingarefnið. Menn náðu góðum tökum á
efninu og gátu notað það í margt eins og sjá
má á mörgum handriðum, garðveggjum og
dyraskyggnum í Norðurmýrinni. A næstum
70 árum hefur hún þó látið nokkuð á sjá.
Fyrst eftir að menn fóru að nota stein-
steypu til húsbygginga hérlendis lentu þeir í
nokkrum vandræðum með húðun hennar,
múrhúð loddi illa við og vildi springa. Sömu-
leiðis þótti litur hennar ljótur og var stundum
talað um að húsin líktust helst drukknuðum
rottum. Hægt var að bæta úr því með máln-
ingu á nokkurra ára fresti. Áðrar aðferðir
voru notaðar, svo sem hraunun og perluákast.
Það var húsameistari ríkisins Guðjón
Samúelsson sem þróaði, í tengslum við bygg-
ingu Þjóðleikhússins árið 1933, nýja aðferð
við að húða húsin, svokallaða steiningu. Þar
var blöndu af fínt muldum steintegundum, til
dæmis kvartsi, hrafntinnu eða silfurbergi,
kastað í múrhúðina og gaf það húsunum
dökkan lit. Þar sem erfitt var að nálgast þess-
ar steintegundir var farið að nota skeljasand í
sama tilgangi. Helsti kostur steiningarinnar
er að liturinn breytist lítt þótt það rigni og
hún er endingargóð og svo til viðhaldsfrí sam-
anborið við málningu. Nánast öll húsin í
Norðurmýri fengu þessa meðferð í einhverri
útgáfu og gerir það þau hvert öðru lík. Ef þau
hefðu til dæmis verið máluð hvert í sínum lit
hefðu sérkenni hvers húss orðið sterkari.
Þakkantar húsanna setja sterkan svip á
Norðurmýrina, þakkanturinn var steyptur og
náði um 40 cm út fyrir veggi hvers húss. Þak-
rennan var grópuð beint í steypuna án þess
að hún væri klædd með járni. Til að byrja
með reyndist þetta vel en svo fóru þakkant-
arnir að láta á sjá undan regnvatninu og hafa
þeir nú margir verið fjarlægðir. Það breytir
mikið útliti húsanna þar sem steypti kant-
urinn var eitt helsta einkenni þeirra. Valma-
þakið var algengasta þakgerðin í hverfinu,
þökin voru lág og þakkanturinn skyggði að
verulegu leyti á þau. Ásamt gluggasetning-
unni eykur þetta vægi láréttu línunnar í hús-
unum. I dag hafa mörg húsanna misst þetta
einkenni því þökum þeirra hefur verið um-
turnað.
Birtingarform funksjónalismans í Norður-
mýrinni eru margvísleg, horngluggar, áhersla
á lárétta línu með til dæmis gluggasetningu.
Engin áhersla er á sökkul húsanna. Einfald-
leikinn er allsráðandi, sérstaklega í elstu hús-
unum. Segja má að húsin í hverfinu hafi enga
sérstöðu ef litið er á íslenskan funksjónalisma
í heild, þau eru dæmigerð. Þau eru undir
áhrifum frá því sem þegar hafði verið byggt í
bænum og áhrifa frá þeim gætir í því sem síð-
ar var byggt.
Leiða má að því rök að þróun funksjón-
alismans í íbúðarhúsum fyrir almenning sé
með svipuðum hætti hér og á Norðurlönd-
unum. Utbreiðslan var hröð og það voru ekki
einungis menntaðir arkitektar sem teiknuðu
funkishús. Trésmíðameistarar, múrarar og
jafnvel óbreyttir verkstjórar settust niður og
teiknuðu hús sem bera einkenni funksjón-
alismans, og setti þessi byggingarstíll mark
sitt á stóra hluta borgarinnar langt fram á
sjötta áratuginn.
Greinin er unnin upp úr fyrirlestri um mag-
istersritgerð í listfræði sem höfundur er að
skrifa við Háskólann í Lundi í Svíþjóð.
Höfundur er listfraeðingur og starfar við
byggingarlistardeild Listasafns Reykjavíkur
á Kjarvalsstöðum.
I-
I
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS - MENNING/LISTIR 24. FEBRÚAR 2001 1 1