Lesbók Morgunblaðsins - 24.02.2001, Qupperneq 13
furt og í því sem ég kalla þriðja fasann, hef ég
áttað mig á því að ég þurfti að taka mér hlé
til að endurskoða sköpunarvinnu mína. Það
var mín eigin ákvörðun að draga mig í hlé og
ég var svo lánsamur að hafa efni á slíkum
„lúxus“.
Ég nefni mína eigin reynslu vegna þess að
hún er ofurlítið dæmi um hina fullkomnu
þroskaleið fyrir skapandi listamann. Að fá
tækifæri til að gera mistök í fyrsta fasanum,
njóta síðar stuðnings áreiðanlegs, skapandi
umhverfis og geta að síðustu dregið sig í
skapandi hlé til að safna nýjum kröftum. Við
verðum að finna leiðir til að gera dansskáld-
um kleift að þroskast jafnt og þétt. Viljum við
að eitthvað dafni verðum við að gefa því
breiðan grundvöll, gefa því tíma og búa til
skipulag sem styður uppvöxtinn.
Ella gefum við röng skilaboð um að
„draumur" hvers hæfileikaríks, ungs dans-
skálds sé að ganga til 'liðs við stofnanirnar
eins fljótt og kostur er og reyna að verða sér
úti um fasta atvinnu.
Áfram veginn
Flest okkar dansskáldanna, meira að segja
þau sem eru af minni kynslóð, bjuggum við
ákaflega kúgandi og afturhaldssama dans-
kennara sem hafa tekið við kynslóð eftir kyn-
slóð. Árum saman hefur dans verið kenndur á
mjög kerfisbundinn og stereótýpiskan hátt
sem stóð í vegi fyrir samskiptum. Við tjáðum
okkur með líkömunum og var þess vegna sagt
að halda kjafti og dansa.
Kerfið allt var hvetjandi fyrir samkeppni
en letjandi fyrir samskipti og samvinnu.
Þessu kerfi verðum við að breyta. En kerfið
er íhaldssamt og það endurnýjar sig stöðugt.
Það kúgar þig og þess vegna verður næsta
kynslóð einnig kúguð. Einhver verður að
stöðva þetta og ég treysti því að ný kynslóð
sem þegar hefur öðlast reynslu af annars
konar þjálfun verði til þess. Þó að okkur
kunni að greina á um ýmislegt ættum við að
reyna að yfirstíga ágreiningsefnin og snúa
okkur að gagnlegum hlutum. Það felur í sér
að taka þátt í jákvæðri samræðu, sætta sig
við það sem greinir okkur að og læra að
hlusta hvert á annað. Við þurfum að leysa
ágreiningsefni okkar svo við getum staðið
sem órofa heild þegar vanda ber að höndum.
Þá getum við barist íyrir hagsmunum dans-
listarinnar.
Á krepputímum þegar sífellt minna fé er
varið til menningarmála einbeitum við okkur
að fjáröflun og kraftar okkar fara að mestu í
það að komast af.
Sjónarmið listarinnar fara oftast forgörðum
í umræðunni á svona tímum. Ég sé marga
sem voru að tjá sig um listina fyrir fáeinum
árum en eru nú orðnir að örmagna stjóm-
endum sem eru að reyna að láta stofnanir sín-
ar komast af.
Peningapælingar eru orðnar að ofboðslegri
þráhyggju. Maður fer með hugmynd á fund
einhvers og það fyrsta sem viðmælandinn
segir er: „Hvað kostar þetta?“ Ef nú aðeins
hann/hún hefði byrjað á að segja: „Sestu hjá
mér, látum okkur dreyma fyrst. Látum okkur
síðan sjá hvort við getum framkvæmt þetta,
en tölum fyrst saman um fagurfræðileg efni.“
Ég ætla að Ijúka máli mínu á að nefna nokkuð
sem við gleymum oft en snertir þó kjarnann í
starfi okkar. Það eru áhorfendur. Dansinn er
oft talinn seinasta listgreinin. I mínum huga
kemur hann fyrst. Getum við fengið áhorf-
endur til að trúa því líka? Við ættum að reyna
að stækka áhorfendahópinn án þess að glata
eiginleikum rannsókna okkar. Við ættum að
leita uppi nýja áhorfendur; í skólum, á vinnu-
stöðum, og við ættum að halda okkar eigin
vinnustöðum gagnsæjum og aðgengilegum.
Ég held að þegar við lítum um öxl yfir
menningarsögu aldarinnar munum við furða
okkur á „sigri“ módernismans og viðurkenn-
ingu hins óhlutbundna í öllum listgreinum
o.s.frv. En það er líka hafið yfir allan efa að
hin eiginlega fjöldamenning, sú sem fangaði
æskusálir okkar var popp- og rokkmenningin.
Ef við nú ýttum uppskafningshætti okkar og
yfirlæti til hliðar, gætum við þá ekki náð til
þessa fólks, gætum við þá ekki reynt að
kveikja undrun þess með okkar listgrein?
Orðlaust eðli sjálfs dansins stendur mjög ná-
lægt orðlausri nálgun tónlistarinnar, sem
tengir þessar listgreinar og gerir þær að-
gengilegar fyrir stóran áhorfendahóp með
mismunandi menningarlegan bakgrunn. Við
höfum líka reynslu af þessu sem dansskáld
þar sem okkar menningannarkaður er ákaf-
lega stór og gefur færi á spennandi leik-
ferðum og afar auðugum samskiptum þvert á
öll pólitísk landamæri. Atvinna okkar er ákaf-
lega falleg.
Við skulum því gæta hennar vandlega.
Þýðing: Arni Ibsen
Höfundur er portúgalskur danshöfundur sem mun
frumsýna verk sitt með íslenska dansflokknum 3.
mars nk.
ÞÝÐANDI: GAUTI KRISTMANNSSON
HANS AAAGNUS
ENZENSBERGER (f. 1929)
VALD VENJUNNAR
Venjan gerir villuna fagra.
Christian Fiirchtegott Gellert
I
Venjulegt fólk hefur venjulega
engan áhuga á venjulegu fólki.
Og öfugt.
Venjulegu fólki finnst það óvenjulegt
að manni finnist það óvenjulegt.
Þar með er það ekki venjulegt fólk lengur.
Ogöfugt.
II
Að maður venjist öllu,
því venst maður.
Maður nefnir það venjulega
námsferli.
III
Það er sársaukafullt
þegar venjubundinn sársauka vantar.
Hve lúin er uppvakin lund
uppvakningar hans!
Einfalda manninum þarna fínnst t.d. erfíitt
að vera einfaldur maður,
meðan sá margslungni
lætur erfíðleika sína renna
líkt og kirkjukerling perlur á talnabandi.
Alls staðar þessir eilífu byrjendur
sem eru löngu búnir.
Hatrið er einnig venja ljúf.
IV
Því sem aldrei verið hefur
erum við vön.
Það sem aldrei verið hefur
er venjuréttur.
Vanaskepna
hittir á vanastaðnum
vanabrjót.
Fáheyrður atburður.
Þessi venjulega þvæla.
Klassíkerarnir voru vanir
að nota hana í nóvellur.
V
Blítt hvílir venjan valdsins
á valdi venjunnar.
FÚRÍAN
Hún fylgist með hvernig það eykst,
forgengilega eykst,
einfaldlega allt, við líka;
hvernig það vex, yfír höfuð,
vinnan líka; hvernig virðisaukinn
eykst, hungrið líka;
fylgist bara með, með andliti sínu
sem ekkert sér, ekkert segir,
engin andlátsorð;
hugsai’ sitt;
von, hugsarhún,
óendanleg von,
bara ekki fyrirykkur;
henni, sem ekkert á okkur hlustar,
tilheyrir allt; oghún vh’ðist
ekki hryllileg; hún virðist ekki;
sviplaus; hún er komin,
hefur alltaf verið; á undan okkur
hugsarhún; bíður;
án þess að rétta fram höndina
eftirhinu eða þessu
fellur henni, það sem um hríð í kyrrþey,
síðan ótt, ótt og títt fellur, ískaut;
hún ein bíður, róleg,
fúría forgengileikans.
Höfundar eru þýsk Ijóðskóld.
GOTTFRIED BENN (1 886-1956)
VONT ER
Að kunna ekki ensku
þegar maður fréttir af góðri, enskri saka-
málasögu
sem óþýdd er á þýsku.
Að sjá bjórí svækju
þegar maður á ekki fyrir honum.
Að fá nýja hugmynd
sem maðurgetur ekki fíéttað inn í hend-
ingu eftir Hölderlin
eins og prófessorarnir gera það.
Að heyra öldurnar gjálfra þegar maður
ferðast um nætur
ogsegja við sjálfan sigað þærgeri það
alltaf.
Mjög vont: að vera boðiðíheimsókn
efrórra erí herbergjum heima
á kaffíhúsinu betra
og engin þörf að spjalla.
Verst af öllu:
að deyja ekki að sumarlagi
þegar allt er bjart
og skóflustungur léttar.
EITT ORÐ
Eitt orð, ein setning-: táknin segja
oggefa líf, merking manns,
en sól er kyrr, sporbaugar þegja
er saman skreppur vera hans.
Eitt orð - sem glansar, fíýgur, brennur,
sem myndar blossa, stjörnustig -
svo dimmir aftur, tíminn rennur
í tómarúmi kringum mig.
GUNTER GRASS (f. 1927)
SJÓORRUSTA
Amerískt fíugmóðurskip
oggotnesk dómkirkja
sökktu
ímiðju Kyrrahafí
hvort öðru.
Prestlingurinn ungi
lék á orgelið til endaloka. -
Nú hanga fíugvélar og englar í lausu lofti
oggeta hvergi lent.
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS - MENNING/LISTIR 24. FEBRÚAR 2001 1 3*