Lesbók Morgunblaðsins - 24.02.2001, Side 15

Lesbók Morgunblaðsins - 24.02.2001, Side 15
Sprengjukastarinn bar ábyrgö á því að sigtið kæmist ekki í hendur óvininum, hann varð að taka skjóta ákvörðun um hvað gera ætti viö það ef sú staða kæmi upp að nauðlenda yrði sprengju- flugvélinni eða yfirgefa hana í lofti. Tæpast hafa þessi sprengjusigti komið heil til jarðar. NORDEN- SPRENGJUSIGTIÐ kynnti Söhn hann fyrir hálffertugum, ljós- hærðum manni að nafni Hermann W. Lang, sem hafði dulnefnið „Paul“. Lang hafði flust til Bandaríkjanna 1927, en var ekki enn orðinn n'kisborgari. Hann starfaði í Norden verk- smiðjunum á Lafayette stræti 80 á Manhattan, en þær framleiddu Norden-sprengjusigtin samkvæmt hernaðarleynd. Hann naut lífsins sem miðstéttarmaður, með konu sinni og dótt- ur, í úthverfi New York. Sem þeir spjölluðu saman í setustofu Söhns, reyndi Ritter að leggja kalt mat á viðmælanda sinn og komst að þeirri niðurstöðu, að hann væri hæglátur og frekar lokaður maður, sem hefði unnið sig upp í stöðu eftirlitsmanns hjá Norden fyrirtækinu með mikilli vinnu, með- fæddum gáfum og útsjónarsemi. Á þessum tíma var lítil spenna á milli Þýskalands og Bandaríkjanna, nokkuð sem átti eftir að breyt- ast frá hvítu yfir í svart innan skamms. Lang skýrði majórnum frá þvi, að þrátt fyrir að Bandaríkin hefðu reynst honum vel, fyndist honum að hið „Nýja Þýskaland“, undir stjórn Adolfs Hitler, ætti að eignast sprengjusigtið líka. „Ég mun aldrei gleyma íoðurlandi mínu,“ sagði hann með tilfinningaþunga. Lang tók ítrekað fram, að hann vildi enga þóknun þiggja fyrir hugsanleg njósnastörf sín. Ritter fylltist aðdáun á tryggð Langs við Þýskaland, „Herr Lang, þér eruð góður Þjóð- verji,“ kvað Abwehr majórinn upp. „I nafni Adolfs Hitler óska ég þér velfarnaðar og þakka þér störf þín. En hversu margar teikn- ingar af Norden-sprengjusigtinu geturðu út- vegað mér?“ Ef til vill hefði Ritter ekki orðið jafn upprif- inn yfu- föðurlandsást Langs, hefði hann vitað, að sá síðarnefndi lét millifæra $5.000 inn á bankareikning sinn af sjóðum Þriðja ríkisins nokknim mánuðum síðar. Samt kom í ljós að Lang var mjög slunginn útsendari. Hann átti ekki í neinum erfiðleikum með að láta teikningar hverfa, á meðan hann sinnti skyldum sínum sem eftirlitsmaður, stakk þeim inn á sig seinni part dags og fór með þær heim í svefnbæinn sinn. Konu hans var alveg haldið utan við þetta, á hverju kvöldi gengu þau til náða á viðteknum miðstéttar- tíma, Lang beið þar til hún væri örugglega sofnuð, fór þá niður, breiddi teikningarnar út á eldhúsborðið og dró þær í gegn með blýanti á þunnan, hálfgagnsæjan pappír. Þegar liann hafði falið frummyndina og eftirmyndina vandlega, fór hann aftur upp og svaf í nokkra tíma. Um morguninn fór hann á fætur með fjölskyldunni og þegar hann mætti í vinnuna, gat hann auðveldlega sett frumteikningai-nar á sinn stað, án þess að nokkur sæi. Viku seinna, þegar Lang hafði lokið fyrsta hluta verksins, var komið á öðrum fundi, jiar sem Lang afhenti majórnum eftirmyndir af teikningum allra innviða tækisins. Ritter var himinlifandi og kom því undir eins í kring, að öllum eftirmyndunum yrði komið til sérstaks sendiboða, en sá starfaði undir því yfirskini að vera þjónn á Bremen, sem færi til Hamborgar daginn eftir. Það tókst. Næstu tvær vikur vann Lang ötullega að því að finna aðrar teikningar, sem hann gæti mögulega notað - árangurinn varð nærri 100%. Kvöldið, sem Ritter sneri heim til Þriðja rík- isins, hittust hann, Lang og Söhn til að halda kveðjuhóf, þar sem glösum var oft lyft til heið- urs Adolf Hitler. Lang afhenti afganginn af myndunum við þetta tilefni. Wilhelm Canaris, aðmíráll, var ansi reyndur maður, feril hans i njósna- og leyniþjónustu- starfsemi mátti rekja frá því fyrir fyrra stríð; um þessar mundir var hann orðinn yfirmaður Abwehr, sem sótti stöðugt í sig veðrið og valda- mikill eftir því. Canaris varð yfir sig hrifinn, þegar Ritter færði honum Norden-sprengju- sigtið á silfurfati. Hann bar teikningarnar und- ir vísindamann, sem sagði: „Þetta er það sem við höfum verið að leita að ... þetta mun gjör- bylta allri árásartækni Luftwaffe!" Nokkrum vikum eftir að Ritter sneri til Þýskalands, með lokaárangur aðgerðarinnar falinn í regnhlífinni sinni, bauð Abwehr „Paul“ (Hermann Lang) til Þýskalands, til þess að sýna honum þakklæti sitt fyrir vel unnin störf í þágu Foringjans - að sjálfsögðu var allur kostnaður greiddur og ekkert til sparað. Þessi vika virkaði mjög undarlega á hæglætismann- inn Hermann Lang, öllum stundum voru hinh- hæstsettu nasistaforingjar að heimsækja hann og mæra, eða bjóða honum í hinar allra fínustu veislur í Þýskalandi þess tíma, hann sat m.a. einkafund með Hermann Göring marskáiki, yf- irhershöfðingja Luftwaffe - og leiddist. Einhverra hluta vegna gleymdist Ritter sjálfur, þótt hann hefði lagt á ráðin um aðgerð- ina frá upphafi til enda og hefði átt á hættu mjög langa fangelsisvist í Bandaríkjunum fyrir njósnir, ef upp hefðu komist. Mörgum árum seinna komst hann að því, að óheiðarlegur og kærulaus, lágt settur foringi í höfuðstöðvum Canaris, hafði breytt og hagrætt skjölum, sem vörðuðu málið með þeim hætti, að hann fékk sjálfur heiðurinn af aðgerðinni. Upp úr áramótunum ’37-’38 handtók FBI þrjátíu og þrjá menn og leysti þar með upp njósnahring nasista, sem hafði meðal annars á sinni könnu stuldinn á Norden tækinu. Meðal annarra var þýskfæddur maður, sem hafði ný- lega fengið bandarískan ríkisborgararétt og var á launum hjá Abwehr. Sá maður var mjög líklega Hermann W. Lang, en þess er getið, að hann hafi einmitt verið innanbúðaimaður hjá Norden. FBI tilkynnti fyrst opinberlega um þessar handtökur sumarið 1941, en talið er ólíklegt að Þjóðverjar hafi nokkurntíma fengið í hendur tækið sjálft, aðeins teikningarnar. Heimildir: Bowman: Castles in the Air, ’81. Breuer: Undercover Tales of WWII, ’99. Flight Journal (Special ed. Winter 2001). Hawkins: The Miinster Raid, ’84. Höfundur er leigubílstjóri og stundar nóm í heim- speki við Hóskóla íslands. ETTA merkilega tæki, uppfinning fjandvinanna Carl L. Norden og Theodore H. Barth, átti langan með- göngutíma, allt frá 1928. Sótt var um einkaleyfi á því 1930, en það var ekki gert. opinbert fyrr en 1947 af hernaðar- ástæðum. Norden var Hollendingur að upp- runa og varð einhver heimsins mesti sér- fræðingur um snúða (gírótæki) þegar hann koinsl til vits og ára. Löngu fyrir stríð var hann hönnuður fyrsta „flugskeytis sög- unnar, fiugmannslausrar tvíþekju, sem var full af sprengiefni. Flugskeytið rataði rétta leið með fyrirfram slilltum snúðum. Þessi tæki hafa verið mikilvægfustu stjórntæki í öllum flugvélum t il þessa dags, hjól á hringjum sem geta hreyfst í allar áttir og snúast á u.þ.b. 12.000 sn./mín. (Sjá inynd.) Samkvæmt Newtonslögmálinu held- ur slíkur snúður alltaf upprunaiegri stöðu sinni, sama hvernig flugvélin snýr og getur þar með gefið flugmanni upp raunverulega stöðu hennar í loftinu, jafnvel þótt. hann sjái ekki út. Að vinna með tækið Norden-sprengjusigtið vann á fernan hátt. I fyrsta lagi var það útbúið tvcimur snúðum til þess að nákvæmnin væri sem mest. Sprcngjukastarinn horfði siðan niður á hreyfanlegan spegil, sem sýndi skotmark- ið og mældi aðfallshornið að því eftir því sem flugvélin nálgaðist það. Hornið hafði svo áhrif á vélbúnað, sein samhæfði hraða flugvélarinnar og staðsetningu skotmarks- ins í sigt inu. Að lokum var sigtið iieintengt sjálfstýringarbúnaði vélarinnar - í kast,- fluginu (Bomb Run) flaug sprengjukast,- arinn sjálfur flugvélinni með tækinu, raun- ar mætti segja að sprengjusigt.ið hafi flogið henni með aðstoð hans - það þurfti að leið- rétta stefnuna til að halda skotmarkinu í sigtinu og reikna út frávik vegna vinds, lofthita og ýmissa fleiri þátta sem höfðu áhrif á braut sprengnanna. Á meðan gátu flugmennirnir lítið gert annað en biðja bænirnar sínar og bíða þess að sprengj- urnar féllu, svo að þeir gætu aftur tekið við stjórninni. Ofugt við það sem sést í kvikmyndum um þetta efni, var ekki ýtt á takka eða tekið í handfang til að sleppa sprengjunum. I stað- inn færðist fyrirfram settur punktur á glerplötu í sigtinu hægt og rólega að krossinum, eftir því sem nær dró skot- markinu og þegar miðja krossins og punkturinn snertust, féllu sprengjurnar sjálfkrafa. I þróuðustu tækjunum var reiknivél, sem leiðrétti hraða og stöðu vél- arinnar eftir þvf sem þurfti, í gegn um sjálfstýringuna. Nákvæmnin var svo háð því hversu vel sprengjukastarinn hafði „forrit.að“ sigtið. Þjóðverjar fundu mikið af ónýtum sprcngjusigtum í flökum sprengjuflugvéla, sem þeir skutu niður, en aldrei hcilt. tæki, svo vitað sé. Alls voru framlcidd tæplega 60.000 sprengjusigti og verðið var $7.500, stórfé á þeim tfma. Um 48.000 voru notuð í seinni heimsstyrjöldinni, en flugherinn hafði gagn af þeim allt fram yfir Kóreu- stríðið, þegar þróaðri rafeindabúnaður leysti þau af hólmi. Carl L. Norden dó í Sviss árið 1966. Fljúgandi virki Áttundi flugher Bandarfkjanna gerði út frá Englandi og samanstóð aðallega af B-17 flugvélum, betur þckktum sem Fljúg- andi virkjum, fjögurra hreyfla, 30 tonna véluin sem báru 3-3,5 tonn af sprengjum. Nafnið fengu þær vegna þess hve mikið var af byssum í þcim, en einnig voru þær svo skotharðar að ótrúlegi þótti, þær gátu oft flogið hcim nánast í henglum. B-17 hafði innanborðs 10 manna áhöfn, allir nema flugmennirnir voru vopnaðir einföld- um eða tvöfólduin .50 kaliber Browning vélbyssum, vopnum sem áttu að geta komið 13 mm sverri kúlu í gegn um 25 mm bryn- vörnina á belg þýsku orrustuflugvélanna. Trjónan var gegnsæ, fremst sat sprengjukastarinn og stjórnaði tvöfaldri, ijarst.ýrðri byssu sem var undir nefi vél- arinnar. Fyrir aftan hann var siglingafræð- ingurinn, byssurnar hans stóðu út um hlið- ar ncfsins og vfsuðu skáhallt framávið. Upp við bakið á flugmönnunum stóð efri turn- skyttan í brynvörðum hólki með tvöfalda byssu, en á bak við hann var sprengjurým- ið, sem mátti fara um aftur í vélina eftir mjórri brú. I aftari hluta vélarinnar var hinn helmingurinn af áhöfninni, loft- skeytamaður sem skaut aftur eftir upp um þakið, kúluskytta sem hékk undir vélinni með rafstýrða, tvöfalda byssu, tvær hlið- arskyttur og stélskytta. Alls 13 byssur. Sprengjusveit gat myndað röð sem var hátt í 100 km löng, hver flokksdeild innan hennar samanstóð oftast af 27 flugvélum, sem skiptust f nfu véla hópa. Hóparnir héldu sig á þremur „hæðum, voru um 300 m hver fyrir ofan annan, sá í miðjunni fremst og sá efsti aftast. Flughæð var 20- 30.000 fet, 7-10 kílómetrar, allir um borð þurftu stöðugt súrefni og voru klæddir í rafhitaða samfestinga, enda fór frostið allt niður í -50°C. Nákvæmnin skipti öllu máli, ef sprengj- urnar hittu ekki var ferðin í besta falli gagnslaus, ein ferð með B-17 var óskap- lega dýr, kostaði að meðaltali einn mann fallinn cða fanginn og flugsveit.irnar biðu stundum óskaplegt afhroð, fyrir utan allan annan kostnað. Áttundi flughcrinn stundaði s.k. „higli precision bombing", nákvæma eyðileggingu að degi til, ólíkt RAF, en Bretarnir köstuðu sfnum sprengjum á nóttunni úr mun minni hæð og gátu ekki notað fullkomin sprcngjusigti sökum myrkurs. Staðallinn fyrir nákvæmni í bandarfskum árásum var eitt þúsund fet, eða 330 metra geisli frá miðju skotmarks. Ef helmingur sprengn- anna féll innan þess svæðis, var árásin tal- in vel heppnuð. Misbrest á nákvæmni USA- AF (United States Army Air Force) mátti þýskur almenningur þola orðalaust. Memphis Belle á leið heim til Bandaríkjanna 9. júní 1943. Þá hafði hún lokið 25 árásarferðum á Þýskaland með 91. sprengjusveit Áttunda flughersins og komin á „eftirlaun”. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS - MENNING/LISTIR 24. FEBRÚAR 2001 1 5

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.