Lesbók Morgunblaðsins - 24.02.2001, Qupperneq 16
Morgunblaðið/Golli
Myndlistarmennirnir Finnur Arnar Arnarson, Steingrímur Eyfjöró, Ragna Hermannsdóttir og Hulda Stefánsdóttir opna sýningar í Nýlistasafninu í dag.
ÚR OG í SAMHENGI
, VIÐ VERULEIKANN
Sýning fjögurra listamanna verður of )nuð í
1 ^lýlistasafninu við Vatnsstíg í dag kl. 16. HEIÐA
JÓHANNSDÓTTIR ræddi við Steingrím Eyfjörð,
R 'ögr íu Hermannsdóttur, Finn Arnar Arnarson og
1 Huldu Stefónsdóttur um sýningar þeirra.
GRYFJU sýnir Steingrímur Eyfjörð
innsetningu sem ber heitið „Breytt
ástand“ og hefur hann fengið níu gesti
til að taka þátt í sýningunni. Sýningin
er í þremur hlutum, sem vísa til hins
andlega-, líkamlega- og félagslega.
„I víðu samhengi er ég að reyna að
átta mig á hvað ræður og hefur áhrif á
hvemig fólk hugsar og virkar. Það má velta
fyrir sér hvort egóið sé yfirleitt til, ef litið er til
þess að fólk breytir um persónuleika og við-
horf eftir því hvaða rými það er í. Hvort sem
þar er um að ræða andlegt eða líkamlegt
rými,“ segir Steingrímur. Verkin eru þannig
úr garði gerð að sýningargesturinn upplifir
þau frekar en að horfa á þau. Fyrsta verkið
setur sýningargesti til dæmis í annarlegt
ástand. „Um er að ræða pall sem hangir í loft-
inu. Þegar staðið er á pallinum í algeru myrkri
missir viðkomandi tíma- og rúmskyn," segir
Steingrímur. Annað verkið er eftirlíking af
japönsku pyntingartæki, en þar er fjallað um
andlegar og líkamlegar þrautir, sem felst ann-
ars vegar í bið eftir því að eitthvað slæmt ger-
ist, en hins vegar í hreinni líkamlegri pynt-
ingu. I þriðja hlutanum fjallar Steingrímur
um hið félagslega.
„Ég sendi tölvuskeyti til nokkurra stofnana
og fyrirtækja, á borð við Visa-ísland, Glitni,
Landlæknisembættið og Kvikmyndeftirlitið.
Þar spurði ég hvað gerist ef menn fara yfir
strikið að einhverju leyti. Reglurnar kalla á
bælingu sem aftur kallar á andstæðu sína, og
menn fara að syndga. Þama er ég kannski að
velta fyrir mér hverjir hafa rétt á að hafa vit
fyrir öðrum.“
Þá hefur Steingrímur valið gesti til að sýna
verk sem eru einstaklingsbundin túlkun á
heildarhugmynd sýningarinnar. Gestimir era
þau Bibbi, Spessi, Björk Guðnadóttir, Úlfur
Eldjárn, Trausti Traustason, Ásdís Sif Gunn-
arsdóttir, Margrét Blöndal, Ingibjörg Magna-
dóttir, Jóní Jónsdóttir og Ásmundur Ás-
mundsson. „Þar er um að ræða fólk sem
starfar við tónlist, myndlist, auglýsingargerð
og fleira. Með þessu vildi ég sjá hvað skiling
þetta fólk leggur í hugtökin sem ég fjalla um í
almennu samhengi á sýningunni."
Ósjólfráðar myndir
I forsal Nýlistasafnsins sýnir Ragna Her-
mannsdóttir bókverk og tölvuteiknaðar mynd-
ir. Verkin era unnin á iMac-tölvu, í Claris mál-
ara- og teikniforriti. Þegar þær era fullbúnar
eyðir Ragna öllu vinnuferlinu út úr tölvunni,
þannig að myndirnar era aðeins til þar sem
þær koma iyrir á veggjum safnsins. „Ég vinn
myndirnar með því að strika einhver strik eða
hringi á skjáinn, og er þar ekki með neitt
ákveðið í huga. Síðan fara að koma í ljós
myndir og þær skerpi ég með músinni. Þannig
kemur myndin af sjálfu sér, hún ræður, ekki
ég,“ segir Ragna.
Aðspurð segist Ragna ekki vera að gera
sérstaka rannsókn á myndsköpun eða öðra,
gerð myndanna sé fyrst og fremst leikur fyrir
henni. Þegar myndirnar eru skoðaðar má sjá
að í þeim er mikill leikur og glens, þær era lit-
ríkar og hver fígúran klýfur sig út úr annarri.
„Það kom mér iðulega á óvart hvað birtist í
myndunum. Þar er mikið um andlit, dýr og
blóm. Hver myndin leiðir af annarri og oft
komu í ljós skemmtileg tengsl milli fígúra."
Bókverkin sem Ragna sýnir eru litlir bækl-
ingar sem hanga upp á vegg og gefst gestum
færi á að skoða bókverkin, og fletta í þeim.
Bækurnar segja allar einhvers konar sögur,
og er hlutfallið milli texta og hinna tölvuteikn-
uðu mynda misjafnt eftir bókum. „Þetta eru
allt mjög ógeðslegar sögur. Hérna er t.d. ein
sem heitir Dauðinn í framskóginum. Þar segir
frá því er dýrin í framskóginum lenda í því að
éta erfðabreyttan mann og í kjölfarið tortímist
allt líf í skóginum." Myndimar í bókunum
vann Ragna þó með ráðnum hug, en þær eru í
áþekkum stíl og myndverkin.
Karimaðurinn í nútimanum
Finnur Arnar Arnarson sýnir innsetningu
sem samanstendur af fimm ljósmyndum og
vídeóverki á palli Nýlistasafnsins. Finnur seg-
ir þessa sýningu vera meira á tilfinningalega
sviðinu en aðrar sýningar sem hann hefur
haldið.
„Ég er að fjalla um það hvernig er að vera
karlmaður, staddur á lítill eyju úti í miðju Atl-
antshafi. Við eigum okkur óljósar rætur í for-
tíðinni og stundum gerist það að á fjórða bjór
á einhverri krá í útlöndum breytumst við í vík-
inga. Innst inni í íslenska karlmanninum býr
stríðsmaður sem hefur verið afvopnaður.
Stærsta ógnin í lífi karlmannsins í dag er að
standa ekki í skilum,“ segir Finnur og bætir
því við að hann vilji þó sem minnst segja um
verkin, þau skýri sig best sjálf.
Augnablikið fangað
Hulda Stefánsdóttir sýnir í SÚM-sal sjö
ljósmyndaverk sem unnin era beint á veggina.
Er þar um að ræða ljósritaðar ljósmyndir sem
stækkaðar eru upp í stórar myndir. Hulda út-
skrifaðist úr málaradeild MHÍ og lauk hún
MFA-gráðu frá The School of Visual Arts í
New York á síðasta ári en hún er nú búsett
þar í borg.
Hulda segist hafa byrjað að notað mynda-
vélina sem aðferð við að skissa fyrir málverk.
„Viðfangsefnið eru innviðir hýbýla og um-
hverfi utandyra, án fígúra, og er ég meðal ann-
ars að velta fyrir mér hvað verður um mótíf
þegar þau eru færð frá uppruna sínum og inn í
afmarkað samhengi í myndinni." Ljósmynda-
verkin sýna til dæmis loftið heima hjá Huldu,
spegilmyndir og vatnsyfirborð. „Ég nota
þessa aðferð til þess að staldra við smáatriðin í
lífinu og fanga augnablikið eins og það birtist
mér,“ segir Hulda og bætir því við að þótt
myndirnar séu teknar á jafn ólíkum stöðum og
New York, Italíu og Islandi sé það ekki stað-
urinn sem ráði því hvar hún leiti sér mynd-
efnis heldur augnablikið.
Hulda segist upphaflega hafa farið að nota
ljósritunartæknina við vinnslu verka sinna
einfaldlega vegna þess að prenttæknin væri
svo dýr. „Ég kann mjög vel við þessa tækni,
verkin verða skemmtilega hrá auk þess sem
ljósritunin gefur manni tækifæri til að prófa
sig meira áfram og taka meiri áhættu en þeg-
ar um dýra prentun er að ræða.
Engu að síður finnst mér formið vera mjög
malerískt, maður er að vinna með liti og
hverfipunkta, líkt og í málverkinu."
SJÖ MÁLVERK í
HALLGRÍMSKIRKJU
OPNUÐ verður sýning á verkum Kristínar Geirsdóttur í Hallgríms-
kirkju á sunnudag kl. 12.15, sem nefnist Á föstunni.
Á sýningunni verða sjö olíumálverk sem eru gerð á síðustu mán-
uðum sérstaklega fyrir þessa sýningu. í verkunum er lögð áhersla á
krossinn, þríhyrninginn og litinn.
Kristin er fædd í Reykjavík 25. ágúst 1948. Hún stundaði nám við
» Myndlista- og handiðaskóla íslands og útskrifaðist frá málaradeild
vorið 1989. Einnig stundaði hún nám við Myndlistaskólann í Reykjavík
1981-83. Kristín hefur haldið margar einkasýningar á undanförnum
árum og tekið þátt í samsýningum bæði hér á landi og erlendis.
Sýning Kristínar Geirsdóttur stendur yfir til 20. maí og er opin alla
daga frá 9-17.
1 6 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS - MENNING/USTIR 24. FEBRÚAR 2001