Lesbók Morgunblaðsins - 24.02.2001, Qupperneq 19
Ljósmyndin miðlar minningu frá barnæsku
Ljósmynd/Pekka Turunen
Stoitur bjarnaveiðimaður í stofu sinni.
Ljósmynd/Eva Merx
Úr portrettmyndaröð Evu Merz.
%
Á IjósmyndasýningUy sem
stendur yfir í Norræna
húsinUy setjg sex norrænir
Ijósmyndarar fram ólíka
túlkun ó norrænum veru-
leika. HEIDAJQHANNS-
DÓTTIR skoðaði verkin
með sýningarstjóranum
Finn Thrane.
SÝNINGIN ber yfírskriftina Þrá
eftir þrá og var fyrst sett upp í
Berlín við opnun samnorræna
sendiráðsins þar í október
1999, en Finn Thrane, for-
stöðumanni og sýningarstjóra
Museet for Fotokunst í Óðins-
véum, var falið að móta gnmn-
hugmynd sýningarinnar og velja ljósmyndir á
hana. Finn lagði til að leitast yrði við að draga
upp einhvers konar mynd af norrænum sam-
tíma, sem miðlað yrði með einstaklingsbund-
inni sýn hvers ljósmyndara fyrir sig á eigin
þjóð. „Sú mynd sem hvað oftast er dregin upp
af norrænu þjóðunum gagnvart öðrum, er
stöðluð ímynd hins mislynda Norðurlandabúa,
sem er þunglyndur og skammdegishrjáður á
veturna en upptendraður á sumrin. Eg vildi
taka þessa klisju til endurskoðunar og komast
að því hvað norrænir ljósmyndarar séu í raun
að fást við í list sinni.“
Sex Ijósmyndarar urðu fyrir valinu, þau
Lars Tunbjörk frá Svíþjóð, Eva Merz frá Dan-
mörku, Pekka Turunen frá Finnlandi, Pia
Arke frá Grænlandi, Kristján Maack frá ís-
landi og Fin Serck-Hanssen frá Noregi. Finn
Thrane segir verk þessara ljósmyndara hafa
heillað sig á ólíkan hátt, en í þeim megi sjá per-
sónubundna túlkun hvers og eins á menningu
síns heimalands, auk þess sem þrá mannsins
eftir betra lífi hefur orðið að eins konar leið-
arstefi á sýningunni.
Fólkið í umhverfi sinu
Myndaröð Svíans Lars Tunbjörk, sýnir á
írónískan hátt norrænan veraleika sem ein-
kennist af firringu, peninga- og neysluhyggju.
„Fólkið á myndunum er uppfullt af þrá eftir
efnislegum gæðum, gei-viþörfum sem aldrei
verða uppfylltar. Þannig bendir Tunbjörk á að
Norðurlöndin eru í engu undanþegin hnatt-
væðingu og neysluhyggju hins vestræna
heims, þrátt fyrir orðspor þeirra sem ímynd
hins frumstæða, óspillta og náttúrulega," segir
Thrane og bætir því við að Tunbjörk fjalli
einnig um þrá eftir fegurð og fullkomnum
heimi í ljósmyndunum. Þannig vegi verkin salt
milli kaldhæðni og trega og það gæði þau mik-
illi dýpt.
Thrane bendir því næst á verk Evu Merz frá
Danmörku, en þar er um að ræða röð svart-
hvítra portrettmynda af Grænlendingum með
hafflötinn í bakgninni. „Áhorfandinn ímyndar
sér ósjálfrátt að hér séu myndir af Grænlend-
ingum á heimaslóð, en reyndin er sú að mynd-
irnar voru allar teknar í Kaupmannahöfn, rétt-
ar sagt í Kristjaníu. Þar búa margir
Grænlendingar sem flust hafa til Danmerkur í
von um betra líf, en dagað uppi í Kristjaníu við
fremur sorglegar aðstæður. „Hafið“ í bak-
Kristján Maack og Finn Thrane hengja upp eina af víkingamyndum Kristjáns. Morgunbla3iS/Jim Smari
NORRÆNN VERULEIKI í ■
AUGUM UÓSMYNDARA
grunninum er í raun síkið sem gengur í gegn-
um hverfið. Thrane segir að þótt Eva Merz
snerti hér á pólitísku máli í dönsku samfélagi á
beittan hátt megi einnig greina ákveðna ástúð
og virðingu í garð fyrirmyndanna. „í ljós-
myndunum, sem eru mjög fallegar, má sjá við-
leitni ljósmyndarans til þess að færa þessu
fólki aftur sjálfsvirðingu sína.“
Thrane segir Finnan Pekka Turunen ekki
vera á ósvipuðum slóðum og Eva Merz í sínum
myndum. Viðfangsefnið er vinir, fjölskylda og
nágrannar Turunen í smábæ í norðausturhluta
Finnlands. „Hér er um að ræða íbúa svæðis í
Finnlandi sem á undir högg að sækja gagnvart
breyttum framleiðslu- og lífsháttum nútímans.
Þetta er stétt bænda sem mun hverfa innan
fárra áratuga." Myndaröð Turunen heitir Upp
við vegginn, og sýnir fólkið í umhverfi sínu.
„Myndirnar einkennast af alúð og virðingu
fyiir viðfangsefninu þó svo að þær kunni að
vera kómískar á einhvern hátt,“ segir Finn og
bendir á hinar skrautlegu myndir, af bjarna-
veiðimanni í stofu sinni, stoltum Finna við lyft-
ingar í hlöðunni sinni og stúlkum á leið á ball.
Fortiðarþró og heimilislíf
Grænlendingurinn Pia Arke og íslending-
urinn Kj-istján Maack vinna bæði með tímann í
sínum myndum, þó á gjörólíkan hátt. Ai'ke tók
sínar myndir í firði á Grænlandi, þar sem hún
bjó sem barn, en byggðin sem þar var er með
öllu horfin. „í myndinni af staðnum endur-
skapai- Arke þá minningu sem hún hefur af því
að horfa til hafs út um eldhúsgluggann, og má
með sanni segja að sú mynd sem blasir við
áhorfandanum sé draumsýn barns,“ segir
Thrane. „Arke tekur myndina með aðferð, sem
er í líkingu við upphaflegu ljósmyndatæknina,
en þar er viðfangsefninu varpað á stóran flöt í
gegnum örmjótt gat, og getur það ferli tekið
nokkurn tima. Því má sjá hreyfingu skýjanna í
annars kyrrstæðu viðfangsefninu og það gefur
myndinni dulúðlegan fortíðarblæ." Onnur
mynd á sýningu Arke heitir Undraland og var
tekin af föður hennar árið 1960 af herstöðinni í
Thule. I augum barnsins var þessi herstöð eins
konar upptendruð ævintýi-averöld, og birtir
myndin þá sýn.
Myndir Kristjáns Maack taka á óvenjulegan
hátt á menningararfi okkar íslendinga og
þeii-ri ímynd sem við kjósum oft að setja fram
af okkur gagnvart erlendum þjóðum. Mynda-
röð Kinstjáns ber titilinn Víkingar, en þar er
um að ræða svarthvítar portrettmyndii- af
þátttakendum hinnar árlegu Víkingahátíðar í
Hafnarfirði, og eru fæstir þeirra íslendingar.
Um er að ræða menn sem eru að leika víkinga,
og lifa sig inn í hlutverkið af einlægni. „Ljós-
myndirnar sýna okkur íróníska nálgun á
ímyndasköpun Islendinga, en um leið sjáum
við fullorðið fólk sem er á ákveðinn hátt að
leika sér og gera draum sinn um óvenjulegt líf
að veruleika," segir Thrane.
Myndir Norðmannsins Fin Serck-Hanssen
eru talsvert frábrugðnar öðrum myndum sýn-
ingarinnar. Um er að ræða nútímalegar og lit-
ríkar myndir af heimilislífi samkynhneigðra
karlmanna í Ósló. „Það sem gerir þessa
myndaröð svo áhugaverða er hversu laus hún
er við ögrun. Þetta eru einfaldlega myndir af
fólki sem er fúllkomlega sátt við sjálft sig og
sitt líf. En kannski felst ögrunin einmitt í því
að sýna hina samkynhneigðu sem eðlilegt fólk,
án nokkurra formerkja. Myndirnar lýsa ást og
hamingju en einnig þjáningu og einmanaleika,
líkt og sjá má á mynd frá heimili þar sem bar-
áttan við eyðni er hluti af hversdagslífinu,“
segir Thrane og bætir við að þessi myndaröð
sýni kannski fólk sem tekist hefur að uppfylla j
þrár sínar. „Þannig tengjast myndirnar heild-
arþemanu, en á óvæntan hátt.“
Ljósmyndasýningin Þrá eftir þrá er haldin í
sýningarsölum Norræna hússins og stendur
hún til 25. mars næstkomandi.
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS - MENNING/LISTIR 24. FEBRÚAR 2001 1 9