Fylkir


Fylkir - 23.12.1997, Blaðsíða 5

Fylkir - 23.12.1997, Blaðsíða 5
FYLKIR jólin 1997 5 S - Rætt við Pál Sigurjónsson frá Ofanleiti, forstjóra Istaks. Páll Sigurjónsson^ frá Ofanleiti, forstjóri Istaks, hefur víða komið við í þróun mála og framförum á Islandi síðustu áratugina. Þessi Eyjapeyi sem ólst upp fyrir ofan Hraun fer hvergi um með hávaða eða fyrirgangi en ráðin hans koma eins og af færibandi sjálfrar tímaklukk- unnar, því hann er alltaf að og hlýtur að hafa einstakt yndi af atorku og árangri. Margt er skrýtið . í henni veröld og ugglaust hefur Páll ekki látið sér detta í hug á æskuslóðum Ofanbyggjara að hann ætti eftir að vera í forustusveit þeirra sem leiddu mestar framfarir á Islandi á tuttugustu öldinni. En það er hátt til lofts og vítt til veggja frá Ofanleiti og snemma hefur strákurinn skólast í þeim efnum. Istak á mikinn þátt í ímynd Islands síðustu áratugina, því stóru stökkin í uppbyggingu mannvirkja á landinu eru meira og minna tengd Istaki, virkjanir, stórhýsi, jarðgöng, stórt og smátt og hvarvetna hefur verið mikill metnaður í fyrirrúmi , gæði og öryggi. ístak hefur einnig verið frunrherji í að nýta íslenska verkþekkingu varðandi flóknustu verkfræði og það er í rauninni ótrúlegt að svo fámenn þjóð skuli eiga eins rnikið úrval af tækni- menntuðum og frambæri- legum mönnum á heims- mælikvarða . Það er ef til vill ekki svo langur vegur frá ævintýra- veröld krakkanna fyrir ofan Hraun og til þess að útskrifast sem byggingarverkfræðing- ur,en þannig atvikaðist hjá Palla prestsins, sem ólst upp í stórum hópi systkina á prestssetrinu Ofanleiti þar sem þau bjuggu Þórunn Kolbeins og séra Sigurjón Árnason sem var lengi prestur í Vestmannaeyjum. Páll varð stúdent frá Menntaskólanum í Reykjavík árið 1952, nam síðan byggingarverkfræði í Kaupmannahöfn og síðar hefur hann meðal annars numið á vettvangi lögfræði og hagfræði í tengslum við atvinnulífið. Snemma á starfsferlinum vann Páll á Verkfræðistofu Sigurð- ar Thoroddsen, einnig hjá Bandaríkjaher á Keflavíkur- flugvelli, hjá E.Phil og Sön í Færeyjum við jarðgangagerð og einnig í Danmörku. Þá Páil Sigurjónsson ásamt eiginkonu sinni Sigríði Gísladóttur. Mikilvægt að treysta unga fólkinu til ábyrgðar Þótt Páll sé ákaflega varkár að eðlisfari þá er hann mjög fljótur að taka ákvarðanir enda ekki verkkvíðinn maður. Hann tók til að mynda ákvörðun á einu andartaki að fara í verkfræðinám en ekki lögfræði þegar hann mætti á sínurn tíma til innritunar í Háskóla íslands. Hann hefur aldrei séð eftir því vali. Á þeim tíma voru reyndar fáir sem völdu verkfræðinám, enda þótti nárnið langt og strangt og þá var aðeins hægt að ljúka fyrrihluta námsins hér heima. Fyrir 50 árum var oft talað um það að stúdentar væru orðnir allt of margir og allir þessir menntamenn myndu aldrei fá vinnu, en önnur hefur nú raunin orðið og þótt fjárfest hafi verið í landinu í mörgum fjölbreyttum þáttum hefur engin fjárfesting borgað sig eins vel fyrir íslenskt þjóðfélag og menntunin. „Það er líka mikilvægt," sagði Páll „að treysta unga fólkinu, það verður að fá færi á ábyrgð og mannaforráð meðan það hefur enn fersk viðhorf, því fersk viðhorf bæta oft upp reynslu- leysið og ósjaldan hafa nýjar lausnir sprottið upp af skorti á reynslu. Ef unga fólkið býr yfir þekkingu og djörfung þá eigum við mikla möguleika og einmitt þessir tveir þættir, þekking og djörfung eru lykillinn að framförum og farsæld." Páll ásamt þremur börnum sínum sem öll eru Bjarndís, viðskiptafræðingur, dóttir Páls og verkfræðingar. Frá vinstri: Gísli, Þórunn, Páll Sigríðar, með manni sínum Ólafi Johnson og og Sigurjón. börnunum Ólafi Páli og Sigríði. vann hann sem yfir- verkfræðingur hjá Fosskrafti við Búrfellsvirkjun og hann er einn stofnenda Istaks frá 1970 og framkvæmdastjóri fyrir- tækisins. Auk þess hefur Páll gegnt fjölda trúnaðarstarfa í félögum úr ólíkustu áttum, formennsku í Vinnuveitenda- sambandinu , Dansk- íslenska félaginu, Verkatakasanrband- inu, í ráðgjafanefnd Islands vegna EFTA, alþjóða versl- unarráðinu, ýmsum al- þjóðanefndum, stjórnum margra stórfyrirtækja og síðan 1993 hefur hann verið formaður Utflutningsráðs og til að mynda má nefna að hann er ræðismaður Belgíu og mikill Rotarymaður sem m.a. beitti sér fyrir inngöngu kvenna í Rotaryhreyfinguna. Eiginkona Páls er Sigríður Gísladóttir, en börn þeirra eru fjögur, Bjarndís viðskipta- fræðingur gift Ólafi Johnson markaðsstjóra, Þórunn verk- fræðingur og rekstrarhag- fræðingur gift Ara Edwald lögfræðingi og rekstrar- hagfræðingi, Gísli byggingar- verkfræðingur kvæntur Hildi Ragnars lyfjafræðingi og Sigurjón byggingarverkfræði- nemi. Barnabörnin eru sjö. Varkárni í fjárfestingu tækja og reksturs Síðasta stórvirkið á vegum ístaks er gerð Hvalfjarðar- ganganna. Eg spurði Pál hvað væri grundvallaratriðið í svona rekstri. „Að fara varlega í að fjárfesta í tækjum og rekstri“, svaraði hann að bragði, „en freista þess þó alltaf að feta sig áfrarn. Mikil velta getur verið fljót að fara úrskeiðis ogmenn eru ekki endilega ríkir þótt veltan sé rnikil. Jafnvægið er gullna reglan ." Tengsl Phil og Sön við ísland? „Sören Langvad er einn aðaleigandi fyrirtækisins Phil og Sön, en hann er hálf íslenskur. Móðir hans, Selma Guðjohnsen, er frá Húsavík, en flutti í æsku til Danmerkur og giftist síðan þar. Sören kom „Þekking og djörfung eru lykillinn að framfomm og * farsæld á Islandi. ’'

x

Fylkir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fylkir
https://timarit.is/publication/878

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.