Fylkir


Fylkir - 23.12.1997, Page 11

Fylkir - 23.12.1997, Page 11
11 FYLKIR jólin 1997 Ulfar Steindórsson og Jóna Osk Pétursdóttir í Barcelona JÓLAHALD í KATALÓNÍU Frásögnin um fæðingu frelsarans og vitringana frá austurlöndum setur mikinn svip á allt jólahald á Spáni. Á flestum heimilum eru sett upp listaverk svipuð þessu. Þegar þessi orð eru rituð er aðeins vika í að aðventan hefjist. Við hjónakomin sitjum og horfum út um gluggann þar sem sólin skín á fagurgrænt grasið og tré og pálmatrén eru langt frá því að vera jólaleg. Með þetta fyrir augum er erfitt að gera sér í hugarlund að jólin séu á næsta leiti. En það hjálpar aðeins að borgaryftrvöld og verslunareigendur eru mjög duglegir að skreyta götur og verslanir og nú þessa síðustu daga fyrir aðventu er búið að kveikja á þessum ljósum um alla borg. Verslanir eru fullar af Spánverjum í jólagjafaleit svo það auðveldar aðeins að komast í jólaskap að bregða sér í bæinn og líta ljósadýrðina augum. En þó að mikið sé um skreytingar í verslunum og við götur, eru Katalónar sjálfir ekki mikið fyrir að skreyta híbýli sín utanhúss fyrir jólin. Hér er ekki sama Ijósadýrðin og á flestum húsutn í Vestmannaeyjum þegar nær dregur jólum. Jólaundirbúningur fer snemma af stað Þó að ljósadýrðin sé ekki mikil utandyra skreyta þeir þó inni hjá sér. En samt eru ekki allir með jólatré, þó þeim hati fjölgað mikið undanfarin ár. Aður fyrr voru allir með stór líkön af fjárhúsinu í Betlehem þar sem Jesús fæddist. Þar voru María, Jesúbamið, Jósef, dýrin og vitringamir. Stundum vom þessi líkön svo stór að taka þurfti heil herbergi undir þau og fór mikill tími hjá fjölskyldunni í uppsetningu og lagfæringar. I dag eru þessi líkön orðin miklu minni, en í staðinn em komin í þau ljós og tónlist. Enn þann dag í dag em allflestir með þessi líkön heima hjá sér um jólin. Góður staður til þess að verða sér úti um faliegt líkan er jólamarkaður sem haldinn er á torginu fyrir framan Dómkirkjuna í Barcelona. Þessi markaður stendur yftr allan desembermánuð og þar er einnig hægt að kaupa jólatré og jólaskraut svo fátt eitt sé nefnt. Jólaundirbúningur Katalóna hefst að öllu jöfnu frekar sneinma og fer jólaverslun fljótt af stað. Fólk fer yfirleitt ekki að kaupa jólagjafir á síðustu stundu heldur er jólaverslun nokkuð jöfn allan desember. Þessa dagana er mjög algengt að sjá fólk burðast með stórar leikfangagjafir, en börnum em gefnar mjög veglegar jólagjafir, enda er verðlag sérlega hagstætt. Kalkúnn og Turrones á jóladag Hin hefðbundnu jól hér í Katalóníu hefjast á aðfangadags- kvöld, en svo er þó ekki annars staðar á Spáni. A aðfanga- dagskvöld er hátíðarmatur á borðum, en þó er ekki nein sérstök hefð í matseldinni, líkt og rjúpur og hamborgarhryggur á Islandi. Það getur því verið fiskur, kjúklingur eða rautt kjöt í matinn. Hinsvegar er aðalhátíðin á jóladag og dagurinn hefst með messuferð hjá mörgum. Síðan borðar öll fjöl- skyldan saman hádegisverð, en að spænskum sið er það klukkan 14.00. Hefðbundinn jólamatur er súpa í forrétt, kalkúnn í aðalrétt og svokallað „Turrones“ í eftirrétt, en það er nokkurs konar kaka. Öll Ijölskyldan er saman á jóladag, þó með þeirri undantekningu að giftar dætur fylgja eiginmönnum sínum til foreldra hans. A annan í jólum taka flestir því rólega, en þá er frídagur í Katalóníu, en ekki annars staðar á Spáni. Þann dag snæða flestir „Cannelones“, en það er ofnbakaður réttur, sem samanstendur af kjötfylltum pastarúllum. Það vín seni fólk drekkur um jólin heitir Cava, en það er freyðivín sem framleitt er hér í Katalóníu. Óhætt er að fullyrða að Cava er á borðum hjá flestum fjölskyldum um jólin, en það er einnig vinsæl jólagjöf frá fyrirtækjum til starfsmanna. Jólagjaftr eru gefnar á aðfangadagskvöld eða jóladags- morgun mismunandi eftir fjölskylduhefðum. Einnig er stór gjafadagur þann 6. janúar og er ástæðan sú að hér er það ekki jólasveinninn sem kemur með gjafimar heldur vitringamir þrír. í stað þess að bömin skrifi jólasveininum óskalista er hann stílaður til vitringanna. Eldsnemma að morgni 6. janúar (Þrettánd- anum) er gjöfunum komið fyrir við jólatré, arininn eða hjá rúmum barnanna. Þennan dag er sú hefð að fjölskyldan hittist og borði meðal annars köku vitringanna, en í henni er gjöf líkt og möndlugjöfin á Islandi. Tína upp í sig vínber síðustu sekúndur ársins Ekki er mikið um hátíðahöld um áramót og er gamlárskvöld ósköp rólegt. En þó er sá siður hjá Spánverjum að borða 12 vínber, sem þeir tína upp í sig um leið og þeir telja niður síðustu 12 sekúndur sem eftir lifa af árinu. Þetta tiltæki á að boða gæfuríkt komandi ár og er eitt vínber fyrir hvern mánuð ársins sem er að líða. Þar sem vorum nýflutt um síðustu jól, ákváðum við að halda okkar jól hér í Barcelona. Að sjálfsögðu voru þau jól íslensk. Við byijuðum okkar jólahátíð með aðventunni eins og venjulega og var aðventukransinn frá árinu áður aðeins lagfærður. Sá siður hefur verið viðhafður í okkar fjölskyldu að alla sunnudaga í aðventu höfum við heitt súkkulaði með smá- kökum og tilheyrandi og var í engu breytt í þeim efnum. Tveimur vikum fyrir jól voru bakaðar piparkökur, sem yngstu fjölskyldu- meðlimirnir sáu um að skreyta. Tæpri viku fyrir fyrir jól tókum við á móti nánum ættingjum sem dvöldu hjá okkur yftr hátíðirnar öllum til mikillar ánægju. 1 farteskinu voru þeir með allt það helsta til að halda íslensk jól. Það voru rjúpumar sem borðaðar voru á aðfangadagskvöld, hangikjötið og grænu baunirnar fyrir jóladaginn, maltölið og íslenska konfektið. Ekki má gleyma laufabrauðinu sem var skorið út og steikt helgina fyrir jól. Sem sagt allt til að jólin gætu verið eins og heima á Fróni. En það verður nú að segjast eins og er að það var skrýtin sjón að sjá uppljómaða sundlaugina út um stofugluggann hjá okkur á sjálft aðfangadags- kvöld í staðinn fyrir snjóinn eða freðna jörð sem oftast tilheyrir jólum heima á Islandi. Jafnvel enn skrýtnara var að fara á jóladag með drengina okar út að hjóla á strandgötunni í stað venjubundinna fjölskylduboða. Róleg flugeldasala fyrir gamlárskvöld Þegar gamlárskvöld nálgaðist var farið að huga að flug- eldakaupum. A þessum árstíma, ólíkt þvf sem við eigum að venjast er lítil sem engin flugeldasala og keyptum við því okkar flugelda í næstu flugeldaverksmiðju. Afturá móti var auðvelt að nálgast matinn fyrir gamlárskvöld, þar sem við vorum vön að hafa kalkún og fæst hann hér í hverri verslun. Rétt fyrir miðnætti var arkað niður á strönd með tlugelda, blys og stjörnuljós. Gamla árið var síðan kvatt og nýju fagnað með llugeldum að íslenskum sið og vöktum við óskipta athygli. Þetta voru einu flugeldarnir sem sáust svo langt sem augað eygði. En Katalónar fagna ekki nýju ári með flugeldum, en skjóta þess meira upp þann 23. júní er þeir fagna sumarkomu. Þetta voru ósköp róleg, afslöppuð og heit jól og áramót. Það teygðist aðeins úr þeim hjá okkur þar sem jólakort voru að berast fram í febrúar. En þrátt fyrir að öllum hafi liðið vel hér á erlendri grund síðustu jól, er stefnan tekin á Island um þessi jól. Þetta er einmitt sá tími ársins sem allir vilja vera á sínum heimaslóðum með sínum nánustu. Að þessum orðum rituðum sendum við öllum Vestmanna- eyingum okkar bestu óskir um gleðileg jól og farsælt nýtt ár. Ulfar og Jóna í Barcelona. Greinarhöfundar voru búsett í Eyjum 1992-1995. Ulfar gegnir stöðu framkvæmdastjóra Union Islandia, sem er dótturfyriitæki SIF á Spáni. Kunnuglegt umhverfi á aðfangadag jóla. Elí og Róbert synir greinarhöfunda bíða þess spenntir að stóra stundin renni upp.

x

Fylkir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fylkir
https://timarit.is/publication/878

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.