Fylkir


Fylkir - 23.12.1997, Blaðsíða 12

Fylkir - 23.12.1997, Blaðsíða 12
12 FYLKIR jólin 1997 Sigtryggur Helgason AÐ KOMAST HEIM UM JÓLIN - mimiisverðir atburðir um horfinn heim og breytta tíma í samgöngum - Gísli J. Johnsen VE 100 var í farþegaflutningum milli Eyja og Stokkseyrar, mest yfir sumartímann, áárunum 1943 til 1954. Haustið 1946 varð það að ráði að ég fór til náms í Gagn- fræðaskóla Vesturbæjar í Reykja- vík, sem þá var í gamla Stýrimannaskólanum við Öldu- götu. Þetta var að undirlagi Krist- bjargar Þorbergsdóttur matráðs- konu á Landsspítalanum, en hún var fóstursystir pabba og hafði hönd í bagga með nafngiftina á mér. Voru þau fóstruð hjá hjónunum Hólmfríði Magnús- dóttur og Sigtryggi Péturssyni á Húsavík. Hélt hún alltaf mjög mikið upp á mig og' fannst hún eiga heilmikið í mér. Kristbjörg var mikil sómakona og mjög vönd að virðingu sinni. Alltaf var mjög kært með þeim fóstursystkinunum og oftast gisti pabbi hjá henni er hann var í útréttingum í Reykjavík. Fór hann oft upp á Landsspítala í hádegismat hjá henni og sagði þá gjaman að hann hefði borðað á kostnað hins opinbera. Það var ekki fyrr en mörgum árum seinna að hann komst að því að Kristbjörg greiddi ávallt fyrir matinn úr eigin vasa, annað kom ekki til greina af hennar hálfu. Mættu margir hafa þetta í huga í dag. Það má til gamans geta þess, að á þessum ámm átti Kristbjörg smá sumarbústað í austanverðum Kópavoginum. Nokkrir bústaðir voru dreifðir þama í stórgrýttri brekkunni og erfitt um alla ræktun. Við bræðumir fengum stundum að dvelja þama hjá henni í nokkra daga á sumrin. Til að komast þangað úr Reykjavík þurfti að taka Hafnarfjarðarstrætó. Rétt áður en komið var að Kópavogslæknum var farið úr bflnum og síðan gengið eftir grýttum vegarslóða austur að bústaðnum. Tóksúgangaum 10 mínútur. Gjörbreytt þjóðfélag og stórstígar framfarir Þá var allt öðm vísi en í dag. Byggðin í Reykjavík náði rétt austur fyrir Rauðarárstíg. Hlíðahverfið var í byggingu og einnig Skúlagatan austanverð. Engin byggð var fyrir austan Lönguhlíð, Kópavogurinn var rétt að byrja að byggjast og engin byggð hafin á Seltjamamesi, nú og malbik þekktist ekki. íbúafjöldi landsins var 132.750 manns og fbúafjöldi Reykjavíkur var 48.954 manns. Skömmtun á flestum vömm hófst þá um árið og þurfti jafnvel skömmtunarmiða fyrir bensíni þótt fólksbflaeign væri mjög lítil. Samgöngur vom þá allt aðrar en í dag. Skipaútgerð Ríkisins var með fastar hringferðir með Esju og Heklu og reyndi fólk að miða ferðalög sín við þær eftir því sem hægt var. Laxfoss fór einnig í vikulegar ferðir til Eyja á ámnum 1946 fram á mitt ár 1947. Það er ógjörlegt fyrir okkur nútímafólk að setja okkur í spor fólks hér áður fyrr. Bjarni Sæmundsson fiskifræðingur segir svo frá í bók sinni „Um láð og lög“ um ferð með Sterling austur á firði 1920: „Það var heldur en ekki krökkt af farþegum, öll rúm full, reykingasalurinn og borðsalurinn sömuleiðis, hvar sem litið var og eitthvað var til að liggja á, var maður. Þar við bættust margir Vestmannaeyingar, þeir voru alls Sigurjón Ingvarsson skipstjóri í Skógum. staðar, þar sem ekkert var til að liggja á nema gólfið. Eg man það, að ég var nærri dottinn um eitthvað í göngunum fyrir utan kleladyrnar mína um nóttina. Hélt ég, að það væri stór hundur, sem hefði hringað sig þama saman, en við nánari aðgæslu sá ég að þetta var sofandi maður. Vestmannaeyingar teljast annars ekki til farþega og eru heldur ekki skoðaðir sem fiutningur eða vörur, því þeim er ekkert pláss ætlað, þeim er stungið hingað og þangað þar sem þeir em ekki fyrir neinum, bak við stiga, undir bekk og víðar, en í einu tilliti er þeim gert jafnt undir höfði og öðrum mönnum og það mönnum af skárra taginu, þeir fá að borga fargjald eins og farþegar á fyrsta plássi. Svona er það á öllum stæni farþegaskipum, sem annars hafa getað fengið það af sér að koma við í Eyjum. En það hefur nú viljað bresta á það síðari árin“. Flugvöllurinn olli byltingu í samgöngum milli lands og Eyja. Gjörbylting varð í sam- göngumálum okkar Vestmanna- eyinga árið 1946, þegar flug- völlurinn var tekinn í notkun og reglubundnar áætlunarferðir hafnar í september. Flugvöllurinn var malarvöllur, um 800 metra langur og engin þverbraut. Engin að- flugsljós voru á honum. Notaðar voru litlar flugvélar. Meðal annars man ég eftir Anson, held að hún hafi tekið 7 eða 9 farþega. Auðvitað var þá ekki hægt að fljúga nema dagsbirtu nyti og sæmilega gott væri í veðri, því fijúga þurfti sjónflug. í bók Haraldar Guðnasonar „Við ægisdyr“ segir svo frá í tilvitnun um flugvöllinn í blaðinu Víði (XVII, 22): „Með byggingu flugvallarins hefur verið ráðin stærsta bót á samgöngumálum okkar Eyjaskeggja. Og veiga- mesta atriðið er að okkur fmnst við veraorðnirfijálsirmenn. Einangr- unin er rofin. Maður þarf ekki að kvíða því í marga daga áður en maður fer í ferðalag. Því sannast að segja voru oft mannflutningar milli lands og Eyja ekki boðlegir hvítum mönnum. Fólki var kúldrað niður í lest á vöru- flutningaskipum og hékk kalt og svangt á mótorbátum í fleiri tíma. Þess má geta að sjóveikum mönnum hefur liðið afar illa. Nú er þetta eins og vondur draumur, liðið og gleymt“. Ógleymanleg sjóferð með Stokkseyrarbátnum Gísla Johnsen Nú var komið að jólum. Komið jólafrí í skólanum og ég fullur tilhlökkunar að komast heim til fjölskyldunnar, vina og vanda- manna. Pabbi var einnig staddur „Fyrir sunnan" í útréttingum. Tíðaifaiið var leiðinlegt, hafáttir og ekki hægt að fljúga. Pabbi hringdi í Sigurjón Ingvarsson í Skógum, en hann hafði hafið Stokkseyrarferðir árið 1940 með Mb. Skíðblaðni sem pabbi átti, en Sigurjón keypti síðar Mb. Gísla Johnsen, sem var 32 lestir. Þá vom í lúkarnum 4 kojur stjóm- borðsmegin og 4 bakborðsmegin. Einnig var afturgengt í lestina. Sigurjón kvað það sjálfsagðan vinargreiða að koma og ná í okkur feðga. Nokkur hópur fólks var einnig veðurtepptur í Reykjavík og fékk það að sjálfsögðu að fljóta með. Við lögðum af stað með rútubíl frá Steindóri upp úr klukkan 7 að morgni aðfangadags og var hópurinn 20 - 25 manns. Við kontum til Stokkseyrar upp úr klukkan 9. Það var eðlilegur ferðatími. Sigurjón var að sjálf- sögðu mættur og með honum í áhöfninni vom Jón Bjömsson í Gerði og Arsæll Karlsson frá Stokkseyri. Var þegar hafist handa við að koma fólki og farangri um borð. Flestir voru með marga jólaböggla sem þeir höfðu verið beðnir fýrir. Einnig var nokkuð af vömm og pósti með. Laust fyrir klukkan 10 vom landfestar leystar og lagt af stað. Mér er það í minni að háfjara var og mátti ekki tæpara standa að við kæmumst út úr höfninni, því báturinn tók tvisvar niðri á leiðinni. Veður var austan hægviðri og áætlaður komutími til Eyja um klukkan 2 eftir hádegi. En því miður hélst veðrið ekki, þvi það gekk í vaxandi austan átt með roki og tilheyrandi sjó. Konur fengu að sjálfsögðu kojumar og vom tvær í hverri koju. Margir gerðust mjög sjóveikir, þar á meðal ég, því ég hefi alla tíð verið sérlega veikur á sjó. Þeir sem sjóhraustir vom liðsinntu hinum veiku eftir mætti. Ég sat fyrst á lúkars- bekknum og hékk með höfuðið fram á borðið, milli þess sem ég fór að fötunni við kabyssuna til að æla. Lyktin í lúkamum var slæm. Loks dróst ég aftur í lestina og lá þar ofan á póstpokum og upp úr mér gekk grænt gallið. Úti geisaði ofviðrið og báturinn valt og hjó í öldurótinu. Þeir sem ferðuðust með Mb. Gísla Johnsen í óveðri muna eftir því að hann datt stundum niður í öldudalinn og nötraði stafna á milli. Þennan aðfangadag datt hann oft. Mikið skelfing var tíminn lengi að líða þar sem ég lá í vanlíðan minni ofan á póstpokunum. Klukkan varð 2, sem var áætlaður komutími, en engin kyrrð í höfn. Klukkan varð 3. Ennþá engin kyrrð í höfn. Ég man að ég bað til Guðs: „Góði Guð, láttu botninn opnast svo að vanlíðan minni linni“. Hugsið ykkur. Ég að fara heim til mömmu á aðfangadag. Loks klukkan 4 hægðist á hreyfingum bátsins. Við vomm komin inn fyrir hafnargarða. Lagst var að við Básaskersbryggju vestanverða. Margmenni var þar samankomið að taka á móti okkur, þar á meðal bræður mínir, þeir Denni, Muggur og Páll. Þeir keyrðu okkur pabba heim og komu síðan þeim jólapökkum til skila sem við höfðum verið beðnir fyrir. Ingvar Greinarhöfundur ræðir við Brynjólf Einarsson bátasmið í heimsókn sinni til Eyja árið 1995.

x

Fylkir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fylkir
https://timarit.is/publication/878

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.