Fylkir


Fylkir - 23.12.1997, Qupperneq 17

Fylkir - 23.12.1997, Qupperneq 17
FYLKIR jólin 1997 17 TanUttrr \ GblítioltfT' mUt\ f»n| fatrchalt m:d lnftnuatnn otk l'cy.u Tápjf Bar Ukrum i draumur? N6 til Eyja á Landeyjasandi. svifskips til siglinga milli lands og Eyja. Arið 1988 var því stofnaður áhugamannahópur um loftpúða- skip sem hafði það að markmiði að leigja skip til siglinga milli lands og Eyja. Töldu menn að það mikil framþróun hefði orðið á sviði svifskipa frá því tilraun var gerð með SRN6 skipið árið 1967 að réttlætanlegt væri að reyna slfkt skip á ný. Nefnd sem kosin var til að kanna þessi mál fór utan og skoðaði skip en aldrei varð úr því að svifskip yrði fengið til Eyja á ný. Hugleiðingar um tveggja skrokka skip I Þegar undirbúningur að byggingu núverandi Heijólfs hófst skrifaði Guðlaugur Gíslason. íýrrverandi alþingismaður, nokkrar greinar þar sem hann velti upp hvort ekki væri rétt að athuga þann möguleika að smíða tveggja skrokka skip, svokallað Katamaran skip, í stað gamla Herjólfs. Hugmyndir Guðlaugs hlutu ekki undirtektir. Voru mjög skiptar skoðanir um þessar hugleiðingar Þessi tveggja skrokka ferja (Catamaran) gengur milli Gautaborgar í Svíþjóð og Fredrikshavn í Danmörku. Hún er 88m löng 30 m breið og hefur 3,7 m djúpristu. Hún er 8630 brúttótonn, tekur 900 farþega og 210 fólksbíla eða 170 fólksbíla og 10 rútur. Ganghraðinn er 40 mílur og vélaraflið 44000 hestöfl. hans og töldu margir tveggja skrokka skip ekki raunhæfan kost. Mikil þróun hefur orðið í gerð „High speed“ skipa, háhraðaskipa, á undanfömum ámm og nú em slík skip mjög víða í siglingum milli staða erlendis. Skip þessi eru orðin mjög stór, mörg hver, og myndi núverandi Herjólfur teljast lítill í samanburði við sum þeirra. Aðalkostur þessarra skipa er mikill siglingahraði en þau hraðskreið- ustu ná allt að 50 sjómílna hraða á klukkustund. Þessi háhraðaskip em bæði tveggja skrokka og eins er farið að smíða eins skrokks skip sem ná svipuðum siglingahraða og tveggja skrokka skipin. Hvað tekur við af núverandi Herjólfi? Þegar kemur að endumýjum Hetjólfs eftir einhver ár verður því eflaust skoðaður möguleiki á skipi af slíkri gerð enda á án efa eftir að verða enn meiri þróun í smíði hraðskreiðra skipa á næstu árum. Það er því ekki úr vegi að menn fari að velta því fyrir sér hvað tekur Boðsgestir ganga um borð í svifskipið SR N6 inni í botni sumarið 1967. við þegar núverandi Herjólfur verður orðinn of gamall til að þjóna hlutverki sínu. Þó flestir tali í dag um nýja Herjólf þá verður skipið sex ára næsta vor sem er ríflega þriðjungur af aldri gamla Herjólfs þegar hann hætti siglingum milli Eyja og Þorlákshafnar en hann sigldi í 16 ár milli lands og Eyja. Það er því spuming hvort ekki er rétt að skoða þann möguleika að reyna að fá leigt hraðskreitt skip, t.d. tveggja skrokka skip, til siglinga milli lands og Eyja til að fá reynslu af hvemig slíkt skip reynist við þær aðstæður sem hér em. Það gæti t.d. verið upplagt að reyna slíkt einhvem tímann þegar Heijólfur þarf að fara í slipp. Með því móti væri tekið upp merki þeirra hugsjónamanna sem horfðu til framtíðar varðandi samgöngur milli lands og Eyja er þeir fengu loftpúðaskipið leigt til landsins fyrir 30 ámm. Grímur Gíslason. Heimildir. Við Ægisdyr, Saga Vestmannaeyja, eftir Harald Guðnason, og munnlegar heimildir. ftUlftrtrt KomMánJu- bryjst vaw JJuhntií ioun^e $lin$en fiwr me,t gAitutbla Einsskrokks skip (Monohull). 128 metra löng og 18,4 m breið ferja sem gengur milli Brindisi á Ítalíu og Igounenitsa á Grikklandi. Hún ristir 4m og gengur 37,5 mílur. Vélaraflið er 41250 kW. Hún ber 778 farþega og 234 bíla eða 166 bíla og 6 flutningavagna.

x

Fylkir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fylkir
https://timarit.is/publication/878

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.