Fylkir - 23.12.1997, Side 25
FYLKIR jólin 1997
25
Ferðalúnir Danmerkurfarar fyrir utan eina af félagsmiðstöðvum
KFUM&K í Kaupmannahöfn.
milli landa, en segja má að stærsta
keppnin hafi verið fótboltamótið.
Þetta mót var mjög sterkt og var
spilað á hverjum degi en að lokum,
eftir vítapymukeppni og bráðabana
þá vann íslenski hópurinn. Eins og
ég sagði áðan þá var skipt í hópa á
mótinu sem unnu einhver verkefni.
Skipt var niður í blaðahóp sem gaf
út mótsblöð, íþróttahóp sem iðkaði
hinar ýmsustu íþróttir, tónlistar-
hópur sem spilaði m.a. á kvöld-
vökum og svo matreiðsluhópur
sem bakaði og eldaði af mikilli list,
svo einhverjir séu nefndir. Á
mótstað var sjoppa, sem er í sjálfu
sér ekki í frásögur færandi nema
hvað að það var íslenski hópurinn
sem hélt sjoppunni gangandi á
mótinu.
En þann 28. júlí héldum við ferð
okkar aftur til Kaupmannahafnar
með hringferð um Danmörku í
leiðinni. Komið var við í Lego-
landi þar sem sumir léku sér við
það að fá bílpróf áður en við
komum við í Nakskov en þar
gistum við eina nótt áður en við
hófum lokasprettinn til Kaup-
mannahafnar. Næsta dag lögðum
við af stað í vatnagarð sem var
stútfullur af alls kyns tækjum og
tólum til þess að skemmta sér, en
svo um kvöldið þá fórum við aftur
til Nakskov þar sem við tókum þátt
í kvöldvöku með unglingum
þaðan. En þess má geta að
fararstjóri ferðarinnar, Hreiðar Öm
Stefánsson vann um tíma sem
slátrari í Nakskov.
31. júlí - 5. ágúst skemmtum við
okkur í kóngsins Kaupmannahöfn
og versluðum m.a. á „Strikinu“,
fórum á söfn, í dýragarð að hitta
vini okkar og ekki má gleyma
Tívolíferðinni sem má eiginlega
segja að hafi verið toppurinn á
ferðinni hjá flestum. En þann 5.
ágúst þá lögðum við af stað heim
til íslands sæl og glöð eftir
frábærlega vel heppnaða ferð til
Danmerkur. Og er þetta ein
stærsta hópferð sem farin hefur
verið erlendis á vegum KFUM &
K á Islandi.
Öflugt æskulýðsstarf
skiptir miklu máli fyrir
unglingana í bænum
í dag eru í æskulýðsstarfinu tveir
æskulýðsfulltrúar, þau Hulda
Líney og Gylfi, þrír leiðtogar, þau
Lilja Sigurðardóttir, Ólafur Jóhann
Borgþórsson og greinarhöfundur.
Einnig eru tveir aðstoðarleiðtogar,
sem vinna með okkur í starlinu. Er
þetta öflugur hópur sem vinnur
mikið saman. Reynt er með
reglulegu millibili að leiðtogar og
æskulýðsfulltrúar hittist og geri sér
dagamun, fara út að borða eða þá
hittast heima hjá einhverjum og
hafa það kósý. Helgina 17. -19.
október var farið á landsmót í
Vatnaskógi. Héðan fór rúmlega 20
manna fríður hópur á mótið. Þetta
var stærsta Landsmót sem haldið
hefur verið á íslandi, rúmlega 300
manns. Hefðbundin dagskrá var á
mótinu nema hvað að efnt var til
dansleikja á laugardagskvöldinu
fyrir unglingana. Og var það
hljómsveitin Reggi On Ice sem
spilaði. Og var almenn ánægja
með dansleikinn. En hápunkturinn
að margra mati var þegar
söngkonan EmilianaTorrini mætti
öllum að óvörum á kvöldvöku á
föstudagskvöldinu og söng þar ein
12 - 15 lög við undirleik Jóns
Ólafssonar á píanó, og ætlaði þá
allt að tryllast.
KFUM & K í Vestmannaeyjum
hefur undanfarin 7 ár gefið út blað
til styrktar starfinu. Blaðið hefur
tvisvar verið gefið út í samstarfi
við skátafélagið Faxa og hefur það
gengið mjög vel. Og var síðasta
blað að koma út úr prentvélunum
núna fyrir nokkrum dögum.
Meðal efnis í svona blöðum hefur
verið greinar frá mótum sem farið
hefur verið á, sagt frá starfi líðandi
stundar, brandarar og smásögur
sem unglingamir hafa gert og að
sjálfsögðu er reynt að hafa mikið af
myndum í blaðinu. Blaðið hefur
frá upphafi heitið Á móti stormi og
hefur það verið fjármagnað með
auglýsingum frá fyrirtækjum og
einstaklingum hér í Eyjum. Ágóði
af blaðinu hefur mnnið í ferðasjóð
félagsins.
Annan mars síðastliðinn var
Æskulýðsdagur þjóðkirkjunnar
haldinn hátíðlegur og var ekki
undantekning á hér í Eyjum.
Æskulýðsmessa var haldin, og var
hún í höndum KFUM & K með
dyggri aðstoð frá fermingar-
bömum og kórum kirkjunnar. Sú
nýbreyttni var að messan var tekin
upp og sýnd svo síðar sama dag á
sjónvarpsstöðinni Fjölsýn. Ýmis
fyrirtæki hér í bæ styrktu KFUM
& K með skjáauglýsingum fyrir og
eftir messu.
Söngtríó KFUM & K, léttsveit
sem sett var saman fyrir messuna
ásamt kómnum sá um tónlist í
messunni og unglingar úr KfTJM
& K sáu um prédikun og bænir í
messunni. Troðfullt var í mess-
unni, og eftir hana hélt KFUM &
K kafftsölu auk kökuhlaðborðs og
var safnaðarheimili Landakirkju
vel fullt. Allur ágóði af sölunni
rann til æskulýðsstarfsins.
1 vetur var ákveðið að fara af
stað með svokallaða eldri deild í
félaginu. Og er hún ætluð þeim
sem vaxnir eru upp úr yngra
starfinu, á aldrinum 16-20 ára.
Hefur það gengið vonum framar,
og myndast kjami sem hittist einu
sinni í viku, á fímmtudagskvöldum
kl. 8:30 og gerir eitthvað
skemmtilegt saman. Höfum við
farið í bíó og verið með
leiklistarnámskeið svo eitthvað sé
tínt til. Svo er á stefnuskránni að
fara í helgarreisu upp á land og fara
á skíði og líta í höfuðborgina.
Starfíð framundan
Framundan í æskulýðsstarfínu er
mót í febrúar og svo jólafundur
sem haldinn verður 14. desember
næstkomandi. En á jólafundum
höfum við haft það þannig að
unglingamir koma með eitthvað að
heiman, kökur og annað slíkt og
við höfum undirbúið skemmti-
atriði, leynigestur hefur komið og
minni stráka, stelpna og leiðtoga
flutt. Ávallt er mikið fjör og
gaman á jólafundum og er þetta
góður endir á skemmtilegu ári.
Að lokum vil ég þakka
tækifærið á að fá að kynna KFUM
& K starfið í blaðinu.
Með jólakveðju
Skapti Örn Óafsson
Besta ávöxtun hlutabréfasjóða síðastliðin sjö ár
Tryggðu þér
Auðlindarbréf
fyrir áramót
og fáðu skattafslátt
Auðlindarbréf keypt 18/11 '96
Kaupverð (hámark sem nýtist til skattafrádráttar) 260.000
Gengishagnaður (umfram arð og þóknun) 14.786
10% arður (greiddur út í júlí '97) 12.322
Skattafsláttur (endurgreiddur ( ágúst '97) 85.030
Eign um mánaðamót nóv./des. 1997 372.138
Síðastliðin sjö ár hefur Hlutabréfasjóðurinn Auðlind hf. skilað bestu
ávöxtun sambærilegra sjóða á fslandi. Sjóðurinn einkennist af virkri
stýringu á innlendu hlutabréfasafni og umtalsverðri eign i erlendum
verðbréfum. Ávallt er leitast við að draga úr sveiflum á gengi og
minnka áhættuna. Árið 1997 héldu eigendur Auðlindabréfa áfram að
njóta betri ávöxtunar en þeir sem bundu fé í öðrum hlutabréfasjóðum.
Tryggðu þér skattafslátt með því að kaupa Auðlindarbréf fyrir áramót
og sjáðu góðærið í hendi þér!
Boðgreiðslur VISA/EURO — afgreiðsla með einu símtali.
Boðgreiðslur VISA/EURO - afgreiðsla með einu símtali
SPARISJÓÐIRNIR
KAUPÞING HF