Skátablaðið


Skátablaðið - 01.07.1935, Qupperneq 8

Skátablaðið - 01.07.1935, Qupperneq 8
um flugu yfir dalnum með framteygða hálsa. Hræðslugarg þeirra heyrðist greinilega gegnum hávaða og snark skógarbrunans. Einstaka sinnum fjell stórt trje brakandi til jarðar og þyrl- aði reykjarmekki, ösku og brennandi blöðum hátt í loft upp, þar sem vindur- inn þreif þau og feykti þeim burt. Þannig geisaði skógarbruninn áfram og eyðilagði alt, sem hann náði til. Nú griltu þeir brúna í gegnum reykj- armökkinn og neistaflugið. Tom varp öndinni Ijettilega, þegar hann heyrði gleðióp frá mönnunum uppi á brúnni. „Tom, taktu pokann þarna, dýfðu honum ofan í ána og legðu hann yfir vjelina", sagði Bob í skyndi, þegar hann sá, að logandi blöðum og kvistum var farið að rigna örar yfir þá, eftir því sem þeir nálguðust brúna. „Við verðum að vara okkur á því að eldur komist að bensíninu!“ Á meðan blauta pokanum var komið fyrir á vjelinni, tók Tom boga sinn og valdi sjer ör, en William lagfærði segl- garnið, svo að það gæti runnið við- stöðulaust út. Það mátti ekkert koma fyrir, sem gæti hindrað örina á fluginu. „Flýtið ykkur!“ hrópaði Jones ótta- sleginn. „Brúin er farin að síga öðru- megin!“ „Taktu eftir línunni!“ hrópaði Tom. „Við skjótum ör upp til ykkar og . ..“. Vindkviða feykti þykkum kæfandi reykjarmekki niður yfir þá og huldi al- gerlega brúna og menn þá, er á henni voru. Tom beið hóstandi og reyndi að ná andanum. Reykurinn þyntist nú von bráðar, svo að þeir gátu sjeð brúar- grindurnar og höfuðið á Jones, sem hallaði sjer fram yfir þær til að vita, hvort hann kæmi ekki auga á bátinn. „Við verðum að flýta okkur!“ hróp- aði hr. Trestle; hann hafði sjeð, að 6 hægri brúarsporðurinn stóð í björtu báli. „Brúin getur hrunið, hvenær sem er. Flýttu þjer, Tom, nú ríður á að fyrsta örin missi ekki marks!“ „Halló, þið þarna uppi! Takið eftir örinni!“ hrópaði Tom og dró upp bog- ann. Bob hafði nóg að gera við að halda bátnum nokkurnveginn stöðugum í vatn- inu, vegna stormsins. Fullir eftirvænt- ingar biðu hinir, meðan Tom dró bog- ann upp, meira og meira, þangað til örvaroddurinn snerti hægri hönd hans. Hann vissi, hvað mikið reið á, að fyrsta skotið heppnaðist. Hver sekúnda var dýrmæt. Hjer mátti engan tíma missa. Hann valdi sjer vandlega fót- festu og miðaði. Örin þaut af stað, seglgarnið rann óhindrað út. Hærra og hærra steig ör- in með hina frelsandi línu til þeirra, sem stóðu á hinni dauðadæmdu brú. Hún steig nokkra metra upp fyrir brú- argrindurnar og fjell síðan niður hinu megin við brúna. „Við höfum línuna!“ var hrópað ofan af brúnni. „Guði sje lof!“ tautaði William hrærður. „Dragið hana upp, fljótt!“ hrópaði Tom til þeirra. Jones skildi, hvað Tom átti við. Lín- an flaug í gegnum hendur hans og kað- allinn fylgdi eftir. Meðan kaðallinn var bundinn upp færði Tom bátinn, svo að hann var beint niður undan kaðlinum. Jones og fjelagi hans ljetu sig nú renna niður eftir kaðlinum, niður í bát- inn. „Fljótur af stað, Bob!“ hrópaði Jon- es um leið og hann slepti kaðlinum. „Fljótur! Brúin er að hrynja!“ SKÁTABLAÐIÐ

x

Skátablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skátablaðið
https://timarit.is/publication/801

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.