Skátablaðið


Skátablaðið - 01.07.1935, Side 10

Skátablaðið - 01.07.1935, Side 10
Undirbúningur og stofnun skáta- fjelags á Flateyri árið 1935. Þann 11. febrúar 1935 lögðu tveir „rover“skátar, þeir Ágúst Leós og Sigurður Jónsson, af stað frá Isafirði og fóru sem leið liggur til Flateyjar. Fyrsta daginn, þ. 11., var fundur hald- inn með skátaefnunum kl. 8%—10 e. h. og rætt um stofnun fjelagsins. Þess- ir drengir voru mættir: Sveinn R. Jóns- son, Geir Ó. Guðmundsson, Eiríkur G. Ásgeirsson, Karl Sveinsson, Arngrím- ur Guðjónsson, Guðm. Ólafsson og Kristján Pálsson, allir til heimilis á Flateyri. Einnig Ragnar Jakobsson út- gerðarmaður á Flateyri (sem flutti hreyfinguna til Flateyrar). Allir voru drengirnir sammála um að stofna fje- lagið. Þann 12. s. m. var kent undir nýliða- prófið kl. 5—6 e. h. og 8V2—10 og næstu daga, þ. 13., 14. og 15., á sama tíma. Þann 15. s. m. kl. 10 *4—11 lauk Sveinn Jónsson nýliðaprófi með ágætis einkunn. Eftir því sem tími vanst til, var farið í leiki með skátunum. Þann 16. s. m. var æfing kl. 5—6(4 °S sama dag kl. 8V2—11 luku þeir, sem eftir voru, ný- liðaprófinu. Þetta sama kvöld kl. 11*4— lt/2 var Sveinn æfður undir 2. flokks prófið. Þann 17. s. m. var farið yfir 2. fl. prófið með hinum drengjunum, og eftir það, þegar tími vanst til. Kl. 6 s. d. var lagt af stað inn í fjörð á móti deildar- foringja „Einherja“, skátum og skíða- fólki, sem var að koma frá ísafirði til að stofna fjelagið. Komið til Flateyrar kl. 10. — Kl. 10—3 þetta kvöld var hald- inn dansleikur til ágóða fyrir Flateyr- arskátafjelag. Fjelagið stofnað. Sunnud. 17. febr. kl. 11—12 f. h. voru skátaefnin vígð af deildarforingja „Ein- herja“. Kl. 4—6 s. d. var svo fjelagið stofnað í fimleikasal barnaskólans. Fje- lagið hlaut nafnið „Framherjar" og á heima á Flateyri. Fyrstur sveitarforingi var kosinn Sveinn Jónsson og flokksfor- ingi Geir Ó. Guðmundsson og aðstoðar- flokksforingi Eiríkur G. Ásgeirsson. Á mánudagsmorguninn þ. 18. s. m. fóru ísfirðingarnir heimleiðis. Af Flateyringum á hr. Ragnar Jak- obsson útgerðarmaður miklar þakkir skilið fyrir aðstoð við stofnun þessa skátafjelags; auk þess hr. Óskar Ein- arsson læknir, sem sýndi skátunum mikla gestrisni. ísafirði, 27. febrúar 1935. Ágúst Leós. Sig. Jónsson. þ. e. a. s„ ef þátttaka verður þá ekki eins hörmuleg og í þetta skifti“. Vjer þökkum H. W. Á. fyrir upplýs- ingarnar og kveðjum, 8 SKÁTABLAÐIÐ

x

Skátablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skátablaðið
https://timarit.is/publication/801

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.