Skátablaðið


Skátablaðið - 01.07.1935, Page 13

Skátablaðið - 01.07.1935, Page 13
heimi skáta. í framtíðinni eiga að birtast allskonar skátafrjettir, innlendar og erlendar, í þessum dálki. í þessu fyrsta blaði þótti þó sjálfsagt að birta sem best yfirlit um starf og gengi skátafjelaganna og er í því efni einungis stuðst við ársskýrslur fjelaganna til B. í. S. „Væringjar", Reykjavík, deildarfor- jngi Jón Oddgeir Jónsson. Hjá skátafjelaginu „Væringjar" í Reykjavík hefir veriS ágætt starf á síð- astliðnu ári. Snemma á árinu var stofn- uð ný sveit, 3. sveit, og er hún þegar al- veg fullskipuð. I fjelaginu eru nú 125 skátar, 25 R.-S. og 45 ylfingar, eða alls eru meðlimir fjelagsins 195 að tölu. Fje- lagið hefir nú ágætt húsnæði, þar sem allar sveitir þess geta haft æfingar. Hjá ylfingum hafa verið haldnar 40 flokks- æfingar og 12 hópæfingar og verið tek- in 30 sárfætlingapróf, sex I. stjörnu próf og 6 sjerpróf. Ein ylfingaútilega. Skátar hafa haldið 21 sveitafund og 210 flokksæfingar og tekið 68 nýliðapróf, 20 II. flokks próf, 5 I. flokks próf og 21 sjerpróf. Hjá R.-S. voru haldnir 5 sveit- arfundir og 12 flokksfundir. Gönguferð- ir hafa verið farnar 18, útilegur í tjöld- um hafa verið í 52 nætur með 280 þátt- takendum og skálaútilegur 15 með 122 þátttakendum. í fastatjöldum hafa ver- ið 4 útilegur með 42 þátttakendum. Einn skáti á Vármlandslágret. Auk þessa stóð fjelagið fyrir skáta- SKÁTABLAÐIÐ móti með 36 þátttakendum og var það haldið í Þjórsárdal. Einnig tók fjelag- ið þátt í skátaskemtun, sem haldin var í Iðnó 26. febrúar, varðeldasýningum í Öskjuhlíð 23. sept., merkjasölu B. 1. S. 4. nóv., samsæti, sem haldið var norsku skátunum, fjársöfnun vegna jarðskjálftanna, sölu á happdrættismið- um fyrir íþróttaskólann á Álafossi og í skrúðgöngu og skátaguðsþjónustu 1. sumardag. Einnig aðstoðaði fjelagið við Hallgrímshátíðina í Saurbæ, íslensku vikuna og sýningu Læknafjelagsins í Landakoti. Blaðið „Úti“ gaf fjelagið út, eins og að undanförnu. Einnig var far- ið í tvær dauðaleitir. Stjórn fjelagsins skipuðu á árinu: Jón O. Jónsson, Leifur Guðmundsson, Jón Þorkelsson, Sigurður Ágústsson og Tryggvi Kristjánsson. „Ernir“, Reykjavík, deildarforingi Hörður Jóhannesson. „Ernirnir“ í Reykjavík hafa starfað af miklu fjöri á árinu. Þeir telja nú 47 skáta og 71 ylfing. Þann 1. apríl hjeldu þeir hátíðlegt 10 ára afmæli sitt og voru 11

x

Skátablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skátablaðið
https://timarit.is/publication/801

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.