Skátablaðið


Skátablaðið - 01.07.1935, Qupperneq 14

Skátablaðið - 01.07.1935, Qupperneq 14
tveir skátar sæmdir Þórshamrinum viS það tækifæri, þeir Þórarinn Björnsson og Carl Hemming Sveins. Æfingar hafa verið sem hjer segir: Hjá ylfingum 30 flokksæfingar og tekin 23 sárfætlinga- próf og 3 sjerpróf. Tvær ylfingaútileg- ur. — Hjá skátum hafa verið haldnir 20 sveitarfundir og 113 flokksæfingar og tekin 27 nýliðapróf, 6 II. flokks próf, 2 I. flokks próf og 17 sjerpróf. Legið hefir verið úti í tjöldum 24 nætur með 263 þátttakendum og í skála 16 nætur með 180 þátttakendum. Gönguferðir hafa verið farnar 4. Auk þess tók fje- lagið þátt í ársskemtun skáta, skáta- guðsþjónustu og skrúðgöngu, móttöku norsku skátanna, söfnunum í land- skjálftasjóð, dauðaleit og varðeldasýn- ingu í Öskjuhlíð. Einn skáta átti fje- lagið á Vármlandslágret. Námskeið var haldið um haustið með kennara frá Rauða krossinum. Stjórn fjelagsins skipuðu: Hörður Jóhannesson, formaður, Haraldur Sig- urðsson, ritari, Þórarinn Björnsson, gjaldkeri, Guðmundur Ófeigsson og Baldur Jónsson. Skátasveit Akureyrar, deildarforingi Gunnar Guðlaugsson. I fjelaginu eru 10 skátar og 26 ylf- ingar. Hafa þeir starfað allmikið á árinu, haldið 30 sveitarfundi og 50 flokksæfingar og tekið allmörg próf. Útilegur hafa verið 57 nætur í tjöldum og 6 í skála. Gönguferðir 68. Auk þess foringjanámsskeið, dauðaleit o. fl. í stjórn sátu: Gunnar Guðlaugsson, Sig. Áskelsson og Ing. Kristinsson. Skátaf jelagið „Fálkar“, Akureyri, deildarforingi Jón Norðfjörð. Skátafjelagið „Fálkar“ er nýtt fje- lag, sem stofnað var á Akureyri 21. maí 12 1934, og telur það nú þegar 19 skáta og 21 R.-S. Hefir það starfað mjög mikið, og meðal annars bygt sjer skálann „Fálkafell“. Hjá skátunum hafa verið haldnir 10 sveitarfundir og 23 flokks- æfingar og tekin 12 nýliðapróf. En R.- S. hefir haldið 7 sveitarfundi og 17 flokksæfingar. Legið hefir verið 31 nótt í tjöldum og 82 nætur í skála með 134 þátttakendum. Farið hefir verið í 4 gönguferðir. Önnur starfsemi fjelags- ins hefir verið (orðrjett úr ársskýrslu til B. I. S.) : Skátadagurinn á Akureyri 1934 (sumardagurinn fyrsti), skáta- hlutavelta, St. Georgs fagnaður, heim- sóttir af Sauðárkróksskátum og 14 norskum skátum. Stungu upp og sáðu í jarðeplagarða fyrir veika og fátæka, hjálpað líknarfjelögum við skemtanir o. fl. Löggæsla við íþróttamót Norðlend- inga 17. júní, sundmeistaramót Islands á Akureyri og margskonar hjálp til Rauða kross deildar Akureyrar o. fl. Tekið á móti ca. 450 gestum að „Fálka- felli“ og þeim gert gott, er vildu. Stjórn fjelagsins skipuðu: Jón Norð- fjörð, formaður, Þórður V. Sveinsson, gjaldkeri, og Jón Hallgrímsson, ritari. Varadeildarforingi er Skjöldur Hlíðar. Skátaf jelag Hafnarf jarðar, deildarfor- ingi Jón Mathiesen. Skátafjelag Hafnarfjarðar telur nú um áramótin 17 skáta og 20 ylfinga. Hafa verið haldnar 23 flokksæfingar með ylfingum og tekin 16 sárfætlinga- próf. Hjá skátunum voru haldnir 18 sveitarfundir og 40 flokksæfingar og tekin 9 nýliðapróf og 3 II. flokks próf. Útilegunætur í tjöldum hafa verið 10 með 26 þátttakendum og ein skálaúti- lega með 14 þátttakendum. Farið hefir verið í 8 gönguferðir. Skemtun hjelt fjelagið 2. apríl. Einnig tók það þátt í SKÁTABLAÐIÐ

x

Skátablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skátablaðið
https://timarit.is/publication/801

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.