Skátablaðið


Skátablaðið - 01.07.1935, Síða 18

Skátablaðið - 01.07.1935, Síða 18
Gönguför. Um hvítasunnu síðastliðna fór hópur af R.S.-skátum Væringja í Reykjavík í mikla gönguför. Var gengið frá Ár- mannsfelli í Þingvallasveit að Skjald- breið og tjaldað þar til einnar nætur. Næsta morgun var svo gengið að Hlöðu- felli og þaðan að Hagavatni, sem er við rætur Langjökuls. Þar var tjaldað yfir næstu nótt og skoðað nágrennið, en síð- an var gengið að Haukadal í Biskups- tungum. Þar fengu skátarnir sjer bað, áður en sest var í bílana, er fluttu þá til bæjarins, eftir minnisstæða gönguför. „Lessons from the Varsity of Life“ er nafnið á bók þeirri, sem R. B. Po- well lávarður hefir ritað um æfi sína. Eins og nærri má geta, er þetta stór- merkileg bók, sem allir skátar, er ensku lesa, hefðu gott og gaman af að kynn- ast. Eflaust geta allir bóksalar útvegað bókina. Hún kostar úti í Englandi 12 sh. og 6 p. i Ahaldavörður. Hann sjer um útbúnað sveitarinnar, svo sem tjöld, suðuáhöld og slíkt. Hann hefir og eftirlit með samkomuherbergi sveitarinnar. Áhaldavörður er útnefndur af sveit- arforingja hverrar sveitar í samráði við foringjaráð sveitarinnar. Einkenni áhaldavarðar eru þannig: Hann ber á vinstri brjóstvasa áhalda- varðarmerkið, sem er exi á bláum grunni. Einnig ber hann hvíta snúru um vinstri öxl. 16 Skátablaðíð, sem er málgagn Bandalags ísl. skáta, á í framtíðinni að koma út tvisvar á ári. Næsta blað kemur út í október. Eins og kunnugt er, gáfu „Andvar- ar“ á Sauðárkróki út fjölritað blað með sama nafni og þetta blað, og var ritstj. þess Frank Michelsen. Nú hefir B. í. S. fengið leyfi Fr. Mich. og sjera Helga Konráðssonar (sem tók við formensku „Andvara“, er Frank fór til Reykjavík- ur) til að nota nafnið á þeirra blaði á blað B. í. S. Eins og annarsstaðar er getið um, er Fr. Mich. ráðinn aðstoðar- ritstjóri við þetta nýja Skátablað, og er það von vor, að lesendur og velunnarar gamla blaðsins, sem voru orðnir marg- ir, sýni þessu blaði sömu velvild. Skátablaðið vill hafa sem best sam- band við skátaforingja fjelaganna og einstaka skáta og biður þá um að senda sjer, sem oftast, frjettapistla frá fje- lögunum og frásagnir úr skátalífinu og einnig góðar myndir. Alt slíkt merkist: Skátabladið. Pósthólf 966. Reykjavík. í sæluhúsi. Útgefandi: Bandal. ísl. skáta. Ritstjóri: Jón Oddgeir Jónsson. ísafoldarprentsmiðja h.f. SKÁTABLAÐIÐ

x

Skátablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skátablaðið
https://timarit.is/publication/801

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.