Skátablaðið


Skátablaðið - 01.12.1957, Page 30

Skátablaðið - 01.12.1957, Page 30
íslendingarnir i skrúðgöngu. Þorsteinsson, Sævar Kristbjörnsson, Þor- steinn Hjaltason og Einar Logi Einars- son. Mótsvæðinu var skipt í fimm geysistóra „kampa“. Þeir hétu Copenhagen, Arrow Park, Gödöllö, Moisson og Vogelenzang. Þeim var svo aftur skipt í marga smærri kampa, sem voru númeraðir niður. Vor- um við í nr. 86—87 í Copenhagen. Næsta dag, sem var fimmtudagurinn 1. ágúst, var mótið sett. Við lögðum af stað klukkan hálf eitt, og var gengið í röðum. Við gengum næst á eftir Gíbraltar. Mót- setningin fór fram klukkan þrjú á „Ar- ena“, en það var sýningarsvæði mótsins. Henni var vitanlega sjónvarpað og voru þess vegna byggðir háir turnar á „Arena“. Hertoginn af Cloucester setti mótið með ræðu. Hitinn var óskaplegur, svo að jafn- vel leið yfir svertingja frá Nigeríu, þótti okkur þá gamanið vera farið að grána. Það, sem eftir var dagsins var frjálst. Við skoðuðum þá tjaldbúðirnar, en þær voru stærri en svo, að hægt væri að kynnast þeim til hlýtar þessa tólf daga, sem mótið stóð yfir. Alls staðar var eitthvað merki- legt að sjá. Rétt hjá okkur voru Nýsjá- lendingar. Vinsælasta „númer“ þeirra var að dansa gamla Maori-dansa íklæddir strá- pilsum. Mjög víða voru litlar hljómsveit- ir. Algengustu hljóðfærin voru gítar, kontrabassi, sem var gerður úr stórum kassa, þvottabretti, öskutunnulok og, þeg- ar bezt lét, harmonika. Allir þeir, sem hafa farið út á skátamót, vita hvað sögnin „að svobba“ þýðir. Vegna hinna skal þess getið, að hún merkir að skipta á skátamerkjum. Gífurlega mikið var svobbað á Jamboree. Varla var hægt að ganga milli tjalda án þess að vera ávarp- aður „have you any badges to swab“ (hef- urðu einhver merki til að svobba?) íslend- ingarnir urðu gripnir eldlegum brask- áhuga, og þjörkuðu meðan þeir áttu nokk- ur merki eftir. Bezt gengu íslenzkir fán- ar út. Þegar dimmt var orðið á kvöldin, breytt- ist mótsvæðið. Birtan frá varðeldunum lýsti umhverfið upp að nokkru leyti og gaf því sérstakan blæ. Frá hverjum varð- eldi ómuðu söngvar á ýmsum tungumál- um. Þá var blómatími litlu hljómsveit- anna. í fjöldamörgum tjaldbúðum voru þær að spila, bæði skiffle-hljómsveitir, kalypsó-hljómsveitir og aðrar, svertingjar dönsuðu íklæddir þykkum peysum (en Nýsjálendingunum hefur líklega fundizt of kalt í strápilsunum.) Indverskir skátar. 106 SKÁTABLAÐIÐ

x

Skátablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skátablaðið
https://timarit.is/publication/801

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.