Skátablaðið


Skátablaðið - 01.04.1960, Qupperneq 7

Skátablaðið - 01.04.1960, Qupperneq 7
5.—7. TBL., XXVI. ÁRG. 1960 RITSTJÓRI: INGOLFUR ÖRN BLÖNDAL TILKY Það hefur hingað til verið vani okk- ar, sem höfum haft ritstjórn Skáta- blaðsins á hendi að senda blaðið til allra þeirra staða á landinu þar sem félög eru starfandi, jafnt þó að þau, eða útsölumenn þeirra, hafi verið í skuld við blaðið. Á síðastliðnu ári var rekstur blaðs- ins mjög lagfærður og útgáfan gerð vandaðri, eins og lesendur geta borið um sjálfir. Slík útgáfa ber sig að sjálf- sögðu ekki, ef áskrifendagjöldin inn- heimtast illa eða ekki. Þeim félögum og útsölumönnum, sem ekki hafa stað- ið í skilum, hafa verið sendar ítrekað- ar kvartanir í dreifibréfum, með er- indreka B.I.S., í póstkröfum og með NNIR símtölum. En þrátt fyrir þetta eiga sum félögin enn ógreidd árgjöld fyrir árið 1959, en árgjaldið fyrir 1960 féll í gjalddaga 1. marz s.l. Við sjáum okkur ekki fært að senda þessum félögum Skátablaðið ókeypis ár eftir ár. Verði gjöldin ekki greidd fyrir 15. júní n.k., munum við hætta að senda blaðið á þessa staði. Við viljum því benda áhugasöm- um skátum á t. d. Akureyri og Vest- mannaeyjum á, að við höfum ekki fengið greitt frá þessum stöðum. Og vilji þeir framvegis fá blaðiið, þá verða þeir liér eftir að panta það beint frá Reykjavík, ef ekki verður borgað. ÚTGÁFUNEFND. SKÁTABLAÐIÐ 21

x

Skátablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skátablaðið
https://timarit.is/publication/801

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.