Skátablaðið


Skátablaðið - 01.07.1960, Blaðsíða 7

Skátablaðið - 01.07.1960, Blaðsíða 7
mælti Óli. Hann var alltaf reiðubúinn, þar sem átaka var von, en samt kærði hann sig ekki um að flana út í neina ófæru. „Það skiptir engu, þótt þeir séu fleiri en við,“ sagði Siggi, „ef við aðeins reynum að beita skynseminni. Við semjum strax ógur- lega stríðsyfirlýsingu og höfum hana fulla af skömmum og svívirðingum og sendum Kalla yfir til þeirra með hana. Kalli notar tækifærið og athugar umhverfið og merkir staðinn inn á kortið og reynir líka að sjá, hvað þeir eru margir. Og svo verðum við líka að fá svar til baka til að vita, lrvort þeir skilja grínið.“ Tillagan var samþykkt í einu hljóði, og meðan við vorum að borða kvöldmatinn, sömdum við skjalið, sem Kalli átti að hafa með sér. Við fórum eftir öllum kúnstar- innar reglum, skoruðum á þá „að mæta okkur í heiðarlegum bardaga, þar sem við myndum vafalaust gera þeim lífið svo leitt, að þeir yrðu þeirri stundu fegnastir, er þeir gætu snúið baki við okkur og hlaupið þar til þeir væru komnir yfir þvera Danmörku." Auk þess bárum við þeim á brýn botnlausan ræfildóm ásamt flestum þeim öðrum löst- um, sem við mundum eftir í svipinn, ef þeir þyrðu ekki að taka boðinu. Neðst á blaðið teiknuðum við svo glottandi hauskúpu. Þegar við vorum búnir að þvo upp, fór Kalli af stað með plaggið, en ég fór til skóg- arvarðarins og fékk leyfi til að hafa nætur- leik um nóttina. Þegar Kalli kom heim aftur, héldurn við ráðstefnu kringum bálið og bollalögðum, hvernig við gætum yfirunnið óvini okkar. Kalli hafði með sér bréf frá flokksforingj- anum, sem bersýnilega hafði skilið spaugið. Hann lýsti því með litskrúðugu orðalagi, hversu óskaplegir vesalingar við værum og lofaði okkur vörmum viðtökum, ef við í raun og veru þyrðum að leggja til atlögu við Vepjuflokkinn. Þeir voru sjö, og þannig SKÁTABLAÐIÐ einum fleiri en við, en Óli feiti vildi nú bæta fyrir hugleysi það, sem hann hafði sýnt áður um daginn, að sér yrði ekki skota- skuld úr því að sjá fyrir tveimur. Eftir það leið okkur betur. Um miðnætti slökktum við síðustu elds- glæðurnar og bjuggum okkur undir nætur- ævintýrið. Siggi tók vasaljósið sitt með, Kalli tók að sér kortið og Tommi tók með sér reipi, ef á skyldi þurfa að halda. Palli fór í gúmmístígvél og setti upp ularvettl- inga, en Óli feiti fór ofan í poka og sótti sér gulrót í nesti. Við læddumst varlega inn í skóginn og höfðum Kalla fremstan til að vísa leiðina. Nóttin var svo koldimm, að við gátum varla greint stíginn, sem við fórum eftir. Það var næstum blæjalogn, og dauðaþögnin í skóg- inum var af og til rofin af hásu væli í hornuglu. Einu sinni flaug fasan skyndi- lega upp fyrir frama nokkur og við hrukk- um í kút af hræðslu. Palli greip hræddur í hendina á mér og sagðist vilja fara heim. Trii okkar á Kalla sem leiðsögumanni í svona miklu myrkri varð veikari og veikari, eftir því sem hann stanzaði oftar við hinar og þessar krossgötur, eins og hann vissi ekki hvert hann ætti að fara. Siggi byrjaði að blanda sér í málið, og eins og venjulega voru þeir mjög ósammála. Palli sá tröll og drauga á hverju strái, og rak upp óp, þegar hann kom auga á saklausan planka, sem hafði verið reistur upp við yfirgefinn eldi- viðarhlaða. En allt í einu kom Kalli auga á nokkuð, sem kom okkur öllum til að stirðna upp. Dálítið lengra inni í skóginum var eitthvað, sem okkur sýndist vera mannvera, sem sæti á hækjum sér undir stóru tré. Óli feiti fór að naga gulrótina sína í óðaönn, og Palli var kominn af stað heim, þegar Siggi gat gripið í buxnastrenginn á honum. „Þetta er áreiðanlega njósnari frá Vepj- 45

x

Skátablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skátablaðið
https://timarit.is/publication/801

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.