Skátablaðið


Skátablaðið - 01.07.1960, Page 8

Skátablaðið - 01.07.1960, Page 8
unum,“ hvíslaði Siggi. „Leggizt þið niður eins og skot, svo að hann sjái okkur ekki. Kalli og Óli koma með mér og við förum aftan að honum, en Maggi læðist framan að honum gegnum kjarrið með Tomma og Palla. Þegar ég hrópa flokkshrópið, ráð- umst við að honum frá báðum hliðum.“ Án þess að mæla orð frá vörum, skiptum við okkur og læddumst inn í skóginn, sitt í hvora áttina. Ég þurfti að troðast gegnum þyrnirunna og fara yfir brenninetlukjarr, áður en ég var kominn svo nálægt, að ég gæti gægzt, titrandi af spenningi, út úr kjarrinu. Palli vildi ekki koma með, en ég tók í eyrnasnepilinn á honum og dró hann með mér, skjálfandi af hræðslu. Þegar ég hafði skriðið svo langt á magan- um, að ég var næstum kominn að trénu, varð mér skyndilega Ijóst, hvernig málun- um var háttað. Við trjáræturnar lá stór kalviðarbútur, sem í myrkrinu hafði komið okkur fyrir sjónir sem sitjandi maður. Nú sá ég, að þessi trjábútur var bersýnilega ekkert venzlaður Vepjuflokknum, og því síður fær um að halda uppi njósnum fyrir þá. Ég rak upp hlátur og reis upp til að til- kynna félögum mínum, hvernig málunum væri háttað, en þá var skyndilega ráðizt á mig aftan frá og mér skellt kylliflötum. Ég reyndi að berja frá mér, en áður en ég vissi af, lá ég bjargarlaus á maganum og óvinur minn sat kyrfilega ofan á mér. „Flýtið þið ykkur,“ heyrði ég hann hrópa með röddinni hans Óla feita, „ég er með einn hér, komið þið með reipið.“ „Fíflið þitt,“ stundi ég, þar sem ég var að kafna undir hundrað og fimmtíu pund- unum hans Óla, „það er ég, asninn þinn, stattu upp svo að við getum farið að hjálpa hinum.“ Rétt hjá okkur voru áköf slagsmál í full- um gangi. Óli ætlaði einmitt að fara að taka þátt í þeim, þegar við tókum eftir því, að 46 það voru hinir fjórir, sem veltust þar um og börðust upp á líf og dauða. Meðan Óli nagaði gulrótina sína hinn rólegasti, stóð- um við og nutum sjónarinnar, þangað til þeir uppgötvuðu það sjálfir, að það voru engir óvinir á meðal þeirra. Það var hálf skömmustulegur hópur, sem læddist áfram gegnum skóginn. Ef Vepj- urnar hefðu nú ef til vill orðið vitni að þessum bardaga. Þeir væru vafalaust að deyja úr hlátri. Kalli var alltaf að skoða kortið og var að lokum orðinn svo villtur, að hann varð að játa fyrir okkur, að hann vissi ekkert, hvar hann væri. Tommi ætlaði þá að binda skjótan enda á vandræði okkar, dró átta- vita upp úr vasanum og sagði okkur, hvar norður væri. Okkur þótti svo sem ágætt að fá að vita það, en það kom okkur bara ekki að nokkru gagni, þar sem við höfðum ekki minnstu hugmynd um það, hvar í skóginum við værum staddir. Samt gengum við áfram og komum allt í einu að rjóðri. Það var ennþá kolniðamyrkur, en samt gátum við greint tjald, sem stóð utarlega í rjóðrinu og sneri dyrunum að okkur. „Þarna sjáið þið,“ hvíslaði Kalli, „og svo segið þið að ég rati ekki . ..“ „Uss,“ hvíslaði Siggi. Hann var alltaf jafn fljótur að átta sig. „Nú verðum við að vera snarir í snúningum. Tommi, þú læðist yfir að tjaldinu, og ef þú verður ekki var við neitt, þá gefurðu okkur merki með vasaljósinu." Hægt og varlega skreið Tommi á magan- um milli runnanna í áttina að tjaldinu og hvarf bráðlega í myrkrið. Stuttu síðar sýndi stutt ljósmerki okkur, að leiðin var greið- fær. Við furðuðum okkur á því, að við höfð- um ekki enn rekizt á einn einasta vörð, en þeir höfðu ef til vill sofnað. Kalli var kyrr og ætlaði að skrækja eins og ugla, ef einhver kynni að nálgast þeim SKÁTABLAÐIÐ

x

Skátablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skátablaðið
https://timarit.is/publication/801

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.