Skátablaðið


Skátablaðið - 01.07.1960, Blaðsíða 18

Skátablaðið - 01.07.1960, Blaðsíða 18
Skátar að verkí ikar^jT^ ROTNANDI tré og háir skellir IPHS aldna, sem brotnuðu á Duwent- II bryggju, voru íyrstu nterki / '■ kaíð '!/„ þeirra náttúruhamfara, sem u . dundu yfir fólkið í Norfolk í Tasmaníu. Tasmanía er stór eyja suður af Astralíu. Borgin Norfolk stendur um 20 mílur frá sjó við Duwent-fljótið. Þessi staður, og reynd- ar allur árbakkinn, þéttskipaður fögrum beyki- skógi, hafði ávallt verið uppáhald ferðamanna og ljósmyndara. Hinn 23. apríl s.l. var hins vegar ekki eins fagurt um að litast þar. Óður hvirfilvindur skildi eftir glögg merki eyðileggingar. Á aðeins 24 klukkutímum yfirgáfu meira en 650 manns heimili sín, flestir á nærklæðunum einum, með fátt af eignum sínum, því áin óx óðum og flóðið nálgaðist. Brátt hafði það skipt borginni í tvennt. Á þessari stund neyðar og ótta sýndu skátarn- ir í Norfolk að orðið „Skáti“ er nteira en nafn- ið tómt. Við fyrstu dagskímu voru skátar úr 2. Norfolk-sveitinni, en sveitin hafði verið stofnuð aðeins tveimur mánuðum áður, komnir niður að ánni, þar sem húsin voru umflotin, að lijálpa til við björgun manna og gripa. Mörgum hús- anna hafði skolað burt, m. a. skátaheimili 1. sveitar, sem hafði staðið á árbakkanum, en mar- aði nú í kafi 1 mílu neðar í ánni. Forráðamenn bæjarins ákváðu að reyna að kalla saman borgarafund og reyna að skipu- leggja ráðstafanir til að koma öllum hinum nauðstöddu í húsaskjól. Lögreglan óskaði eftir aðstoð skátanna við að láta boðið um fundinn berast út. En símasambandslaust var frá því að hamfarirnar hófust. Rétt í því að skátarnir hóf- ust handa, skall á óskapleg rigning. Ekki leið á löngu unz saman var kominn stór hópur manna. Það var ljóslaust í stóra salnum, þar sem fundurinn var haldinn, og það var rétt eins og þarna væri saman kominn hópur sam- særismanna í vafasömum erindagerðum. Ástand- inu og hættunum var nú lýst fyrir fólkinu. Þar voru einnig staddir menn úr bæjum neðar við ána, sem skýrðu lrá því, að þar væru húsin ekki umflotin, heldur í kafi. Brúm hafði skolað burt, vegir eyðilagst, þar væri rafmagns- og símalaust. Og það væri enn verra eftir því sem neðar drægi með ánni. Börn og konur væru klæðalaus á skikanum milli ánna Duwent og Planty og gætu ekki bjargað sér, þar sem borgirnar væru farnar. Sveitarforingja skátasveitarinnar fannst að hér væri tækifæri fyrir skáta hans að nýta þá kunn- áttu í brúarsmíði, sem þeir höfðu verið að æfa að undanförnu. Boði þeirra var tekið með þökkum. Þeir lögðu af stað klyfjaðir teppum, matvælum, fötum og lyfjum. Yfir hæðir og dali í látlausri rigningunni. Þeir fundu skjótt leyfar brúar yfir Plenty-ána. Þrír berir brúarstöplar voru einu merkin um að þarna hafði verið brú. En það var nóg til þess að þeir komust yfir ána að lokum og hófust handa um að gera hana færa til bráðabirgða. Þetta var ekki auðvelt verk, því ekki mátti miklu muna að stormurinn feykti skátunum í beljandi strauminn. Þegar viðgerðinni var lokið, komst einn maður yfir í einu, og varð að sjálfsögðu holdvotur, en þann- ig varð komið nauðsynjum og \istum til hins nauðstadda fólks. Drengirnir unnu þrjá næstu daga, svefnlítið, við að dreifa matvælum og fötum, stjórnuðu umferð, hreinsuðu og þurrk- uðu rafmagnstæki, grófu skurði og gerðu varnar- garða. Þegar við Norfolk-búar lítum til baka til þess- ara erfiðu daga og minnumst starfsins, sem skát- arnir og aðrir leystu af hendi, getum við ekki varizt því, að bera virðingu fyrir þeirri hre’/f- ingu, sem vill fyrst af öllu gera menn að nýtum borgurum, því að heimurinn í dag þarfnast vissulega slíkra manna. SKRÝTLA Dómarinn: „Þér fullyrðið, að ákærði hafi kall- að yður naut?“ Kcearndi: „Ekki beinlínis, herra dómari, en hann sagði, að dóttir mín liti út eins og ali- kálfur!“ 56 SKATABLAÐIÐ

x

Skátablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skátablaðið
https://timarit.is/publication/801

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.