Skátablaðið


Skátablaðið - 01.07.1960, Blaðsíða 21

Skátablaðið - 01.07.1960, Blaðsíða 21
Panama, önnur frá Kóreu og sú þriðja frá Monaco. Allar voru þær ágætar, en afar ólíkar, og átti ég eftir að eiga skemmtilegar stundir með þeim. Morguninn eftir, þann 9. maí, stóðu allir full- trúar tilbúnir fyrir framan hótelið. Nú átti að aka inn til Aþenu, því að hin opinbera setn- ingarhátíð átti að hefjast á Pnykix-kletti undir Akropolishæð kl. 11, — þeim hinum sama kletti, sem þjóðþing Grikkja var haldið á til íorna, — en þangað er þriggja stundarfjórðunga akstur frá Hotel Kastri. Þegar þangað kom, var þar fyr- ir múgur og margmenni, og skátar og ljósálfar svo hundruðum skipti. Þær mynduðu heiðurs- vörð og kölluðu „kallihara, kallihara", sem þýð- ir verið velkomnar. Ljósálfar héldu á ýmsum þjóðfánum, og þegar ég gekk frarn hjá um 20 grískum ljósálfum, sem allar héldu á litlum, ís- lenzkum flöggum, vöknaði mér um augun af einskærri gleði. Þarna uppi hafði verið komið fyrir fjöldan- urn öllum af stólum og þarna voru fyrir allmarg- ir boðsgestir, m. a. sendiherrar erlenclra ríkja, formenn ýmissa samtaka í Aþenu o. fl. Veður var mjög gott, 24° hiti og sterkt sólskin. En hvað var þetta? Allir gestirnir voru seztir, en ekki hófst athöfnin? Eg tók eftir því, að sumir grísku kvenskátanna voru farnir að ókyrrast og litu einkennilega oft til himins. Það fóru fleiri að þeirra dæmi og þá sáum við hvers kyns var. Svört ský nálguðust óðfluga, en allir voru í sínu fínasta pússi. En af hverju var ekki hægt að byrja? Skýringin kom fljótlega. Friðrika Grikkja- drottning var ókomin, en hún er heiðursforseti grískra kvenskáta og ætlaði hún að bjóða okkur velkomnar. Loksins kom drottningin ásamt dætr- um sínum tveimur, Soffíu og Irenu, en þær eru báðar starfandi skátar í Aþenu. Sérstaklega mun önnur þeirra hafa áhuga fyrir skátastarfi bækl- aðra. Fánar 43 þjóða blöktu við liún, lilið við hlið, í þessu fornfræga umhverfi. Fyrstur tók til máls menntamálaráðherra Grikkja, G. Vayatzis. Hann mælti m. a. á þessa leið: „Þið fulltrúar, hvaðan- æfa að úr heiminum, þið eruð gestir í landi Seifs og standið nú á þeim sama kletti, sem Páll postuli boðaði Aþenubúum trúna á guð og elsku til náungans. Þið skuluð vita, að öll gríska þjóðin stendur einhuga með grisku kvenskátun- um, því þeirra starf er þjóðinni nauðsyn.“ Næst talaði forseti kvenskátabandalags Grikk- lands, Irene Tsimbouki. Hún þakkaði konungs- „Humm, humm, hann er horfinn?“ fjölskyldu, kirkju- og skólamönnum fyrir mikla aðstoð við grísku kvenskátana. Síðan sagði hún, að þær hefðu valið þennan göfuga stað fyrir opnunarhátíð 17. Alþjóðaþings kvenskáta, vegna fegurðar hans og táknar um forna menningu eins og hún getur verið á hæstu stigi. Hún sagði: „Skátasystur, víðsvegar að úr heiminum, þið, sem vinnið að sameiginlegu markmiði æskunni til heilla, við skulum vona að bergmál frá stein- um Akropolishæðar hjálpi okkur til þess að muna, að endur fyrir löngu fæddist hér nýr andi hugrekkis og trúar, sem réði um aldir ríkj- um í heiminum." Og að síðustu sagði hún: „Aþena í allri sinni dýrð býður ykkur hjartan- lega velkomnar." Lady Baden-Powell þakkaði fyrir hönd gesta og sagðist hlakka til að dvelja í þessu sólbjarta landi. Að lokum talaði drottn- ingin og mælti mörg hlýleg orð til okkar og vonaðist til, að við ættum í vændum marga góða daga í landi hennar. Þá var þessi hátíðlega stund liðin og gestir fóru að búa sig til heimferðar. Þegar við nálg- uðumst hótelið, steyptist rigningin niður. Aldrei hafði ég séð þvílíka rigningu áður, og urðum við nær gegndrepa frá bílunum inn í anddyrið á liótelinu. Lady B.-P. sagði við mig á leiðinni inn og kímdi um leið: „Ef drottningin hefði ekki verið svona óþekk, að láta bíða eftir sér, þá hefðum við sloppið við alla rigningu." — Rigningunni slotaði fljótt. Mér varð litið út um gluggann, og mér fannst ég geta verið stödd á SKATABLAÐIÐ 59

x

Skátablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skátablaðið
https://timarit.is/publication/801

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.