Skátablaðið


Skátablaðið - 01.07.1960, Blaðsíða 17

Skátablaðið - 01.07.1960, Blaðsíða 17
55. SÍÐAN Áhrifarik aðferð. Sölumaður nokkur ók eftir afskekktum vegi. Skyndilega stöðvaðist vél bifreiðarinnar og liann fór út og opnaði vélarhúsið. Meðan hann var að athuga vélina, heyrði hann sagt fyrir aftan sig dimmum rómi: „Það er karbúratorinn, sem er bilaður.“ Hann reis upp og litaðist um, en það eina lifandi, sem hann sá, var gamall liestur, sem stóð innan við girðingu við veginn og horfði háðslega á hann, að honum fannst. Við þetta varð sölumaðurinn svo skelkaður, að hann tók á sprett niður veginn, og linnti ekki hlaupun- um, fyrr en hann kom að bifreiðaverkstæði, sem var alllangt frá. Þegar hann loks náði andanum eftir sprettinn, skýrði hann afgreiðslumanninum frá því, sem komið hafði fyrir. „Og þú segist engan hafa séð nálægt bílnum nema hestinn?“ spyr afgreiðslumaðurinn. „Nei, engan,“ svaraði sölumaðurinn. „Var það gamall, brúnn hestur með slapandi eyru?“ „Já, það held ég.“ „Blessaður taktu ekkert mark á lionum," seg- ir afgreiðslumaðurinn. „Hann hefur ekki hunds- vit á vélum.“ Kennarinn var vel gefinn náungi. Tvær rúð- ur höfðu verið brotnar í skólahúsinu og nú vildi hann komast að því hver væri sökudólgur- inn. „Veizt þú hver gerði það?“ spurði hann Pétur. „Já, sagði Pétur, „en ég hef lofað að segja það ekki.“ „Já, þú veizt það, Pétur minn, að maður á alltaf að halda heit sín. — Og hverjum gafstu svo þetta loforð?“ „Honum Óla.“ Kona nonkkur á Akureyri ætlaði að hringja í sláturhúsið, en svo meinlega vildi til að hún fékk samband við sjúkrahúsið. Konan: „Ætilð þið að slátra í dag?“ Guðm. Karl: „Það getur nú verið.“ Konan: Ætli það væri hægt að fá svona eins og 15 slátur?“ G. K.: Það verður nú varla svo mikið.“ Konan: „Hvað, er þetta ekki í sláturhúsinu?" G. K.: „Nei, þetta er á sjúkrahúsinu." SKATABLAÐIÐ 55

x

Skátablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skátablaðið
https://timarit.is/publication/801

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.