Skátablaðið


Skátablaðið - 01.07.1960, Blaðsíða 9

Skátablaðið - 01.07.1960, Blaðsíða 9
megin frá, og Óli fór yfir á hina hlið rjóð- ursins í sama tilgangi, meðan við hinir læddumst að tjaldinu og tókum til við ætl- unarverk okkar. Tomrni fór strax að leita að flokksfánanum, en Palli dreifði eldi- viðnum um allt og fleygði síðan öllum skóm, sem hann fann, í ruslagryfjuna. Við Siggi tókum til við að flytja tjaldið, og okkur tókst að fella það og slá því upp aftur við hliðina á þeim stað, sem það hafði staðið áður, án þess að liinir steinsofandi íbúar þess tækju eftir nokkru óvenjulegu. „Það held ég gangi nú eitthvað á í fyrra- málið, þegar þeir vakna og sjá, að þeir liggja við hliðina á tjaldinu,“ sagði Siggi og átti erfitt með að halda niðri í sér lrlátr- inunr. En varla höfðum við rekið seinasta hæl- inn niður, þegar við heyrðum eitthvert væl, sem minnti óneitanlega dálítið á ugluskræk, frá norðurenda rjóðursins. Óli feiti hafði aldrei getað lært að skrækja eins og ugla. Við gripum í flýti það sem hendi var næst af útbúnaði tjaldbúanna, og hurfunr svo hljóðlaust sömu leið og við höfðum komið. Kalli var kyrr á sínum stað, en örlítið lengra inni í skóginum mættum við Óla feita, sem gekk upp og niður af mæði. „Það var eitthvað, — sem hljóp yfir stíg- inn, — og svo kallaði ég — og hljóp svo,“ stundi hann upp á milli þess sem hann reyndi að ná andanum. Við söfnuðum nú ránsfengnum saman. Hann samanstóð hvorki meira né minna en af þremur pottum, einni steikarpönnu, einni öxi, sex tjaldhælum og tveimur ull- arsokkum. Tommi hafði ekki getað fundið flokksfánann þeirra, en í staðinn hafði hann gripið með sér stórt, rauðköflótt hand- klæði. Sigri hrósandi héldum við heim á leið og lögðumst dauðþreyttir til svefns. Næsta morgun kom flokksforingi Vepju- flokksins í heimsókn til okkar. „Þið komuð þá ekki eftir allt sanran," sagði hann, „við vorum alltaf að búast við ykkur og héldum vörð þangað til í morgun.“ „Nú,“ sagði Siggi rogginn. „Það var gott, að við trufluðum ykkur ekki. En ef þið kynnuð að sakna nokkurra potta eða ein- hvers annars smáræðis, þá getið þið bara sótt þá til okkar.“ „Hvað er þetta,“ sagði flokksforinginn, J)egar hann hafði litið á ránsfenginn, „hvar hafið þið stolið þessu? Við eigum ekkert af þessu.“ „Nú, þekkir þii ekki einu sinni ykkar eig- in farangur?“ „Nei, ég get lagt eið út á það, að ég hef aldrei séð þetta fyrr.“ „Nú.“ Sigga var bersýnilega hætt að standa á sama. Svo varð hann allt í einu grimmur á svipinn. „Kalli, hvar er hann Kalli? Halló, grípið þið þrjótinn.“ Jæja, í stuttu máli sagt, þá varð okkur það nú Ijóst, að við höfðum framið hið herfilegasta glappaskot. Kalli hafði eftir allt saman ekki þekkt staðinn aftur í myrkr- inu, og þegar svona var komið, var ekki nema um eitt að gera. Um hábjartan daginn leit skógurinn allt öðruvísi út en um nóttina, og ekki leið á löngu þar til við íundum staðinn, þar sem við höfðum gert herhlaupið nóttina áður. Fórnarlömb okkar reyndust vera ung lijón, senr höfðu slegið hér tjaldi, og ætluðu að eyða sumarleyfinu úti í guðsgrænni náttúr- unni. Nei, þau liöfðu ekki saknað neins, því að þau voru nýkomin á fætur, en þau höfðu samt nuddað á sér augun, þegar þau vöknuðu öfugu megin við tjaldskörina. Til allrar hamingju sáu þau spaugilegu hlið- ina á þessu öllu og skemmtu sér konung- lega yfir sögunni, þegar við höfðum skilað ránsfengnum aftur og Siggi hafði beðið þau afsökunar og útskýrt málið fyrir þeim. En Kalli fékk aldeilis fyrir ferðina. Það SKATABLAÐIÐ 47

x

Skátablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skátablaðið
https://timarit.is/publication/801

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.