Skátablaðið - 01.04.2002, Blaðsíða 5
Dróftskátar
íshœk 2002
Hvað gerir fólk um páskana? Jú, það f-w
fer á skíði og verður brúnt og fallegt.
Þetta var einmitt það sem nokkrir skátar
frá Akureyri og af höfuðborgarsvæðinu ákváðu
að gera þessa páska. Alls voru þetta rúmlega tut-
tugu skátar sem söfnuðust saman í skátaheimil-
inu Hvammi á Akureyri að kveldi hins 22. mars
síðastliðins. Halda átti í íshæk, 5 daga göngu-
skíðaferð sem skátar frá Akureyri hafa farið í
síðustu 20 árin. Að þessu sinn iá leið íshæksfara
um hraunin norður af Kröflu og
allt til Húsavíkur.
Lagt var í hann snemma á
laugardagsmorgni og keyrt sem
leið lá austur til Kröfluvirkjunnar.
Þar var ekki mikið að gera
annað en að þramma af stað, og
það gerðum við að sjálfsögðu.
Þrömmuðum við nú lengi dags
eða allt þar til mannskapurinn fór
að finna til svengdar og heimta matarpásu.
Gerðum við því stutta pásu til þess að nærast og
voru margir sem enduðu ofan í hraungjótum
þegar þeir reyndu að grafa sér eldhús. Allir
komust upp aftur heilir og hélt hópurinn áfram
ferðinni. Hópurinn hélt meira að segja svo vel
áfram að dagleiðin lengdist úr ca.10 km í ca.15
og má þar bæði þakka hagstæðu hvassviðri og
spanbrjáluðum sunnanmönnum. Fundum við
okkur svo tjaldstað undir fjallinu Einbúa og hófum
byggingar á miklum snjóvirkjum til þess að hlífa
okkur fyrir sunnanrokinu og rigningunni (sem
Sunnlendingum var að sjálfsögðu kennt um að
hafa komið með í bakpokunum). Höfðu menn
misjafna löngun til að byggja. Þarna voru veggir
frá hálfum metra og upp í tveggja metra háir.
Ekki voru allir á því að tjalda og vildu frekar
liggja í snjóhúsi.
Morguninn eftir varð Ijóst að ekki höfðu allir
sömu skoðanir á tilgangi ferðarinnar. Sumir virt-
ust alltaf vera að flýta sér og
voru í stöðugu kapphlaupi við
klukkuna og kílómetratölur á
meðan aðrir voru bara að
„chilla" og höfðu engar áhyggj-
ur af hvað tímanum leið eða
hversu langt við vorum komin.
Vegna hagstæðrar lengingar á
fyrri dagleið ákváðu farar-
stjórar í samráði við hópinn að
ganga að Víti og skoða það stórmerka náttúru-
fyrirbrigði. Þar höfðum við hádegispásu og eftir
að hafa fórnað smá skátakakói í Littla-víti hætti
að rigna á okkur og sólin fór að skína (var þvi nú
haldið fram að Norðlendingar hefðu haft hana
með sér í sínum bakpokum). Ekki mátti staldra
við of lengi á þessum fagra stað og var því fljótt
haldið áfram í Þeistareykjaskála, þar átti einmitt
að eyða næstu tveimur nóttum. Þegar í skálann
var komið upphófst mikil barátta um kojur og
staði við matarborðið. Að sjálfsögðu vildu allir
vera nálægt fararstjórunum því að það er vel
þekkt að mútur eru stór partur af skíðakeppni
Skíðasambands Skáta sem fer
fram á hvíldardegi íshæks en
fararstjóranir dæma hana. Ekki
gerðist mikið meira þennan
daginn og ætla ég því að vinda
mér í að segja ykkur frá næsta
degi, hvildardeginum.
Framhald á bls. 10
Fjölbreytl dagskrá
lyrir dróllskóla
Sem aldrei fyrr geta dróttskátar farið að
hlakka til sumarstarfsins. Auk sérstakrar
dróttskátadagskrár á Landsmóti verður
sérstakt dróttskátamót í Skaftafelli í júní.
Boðið verður upp á miskrefjandi ferðir um
þjóðgarðinn og nágrenni, s.s. jöklaskoðun í
Morsárdal, fjallgöngur á Hvannadalshnjúk,
Hrútafjallstinda og Kristínartinda, klettaklifur
á Hnappavöllum og Þumli. Undirbúningur
mótsins er í höndum Ds. Fenris og er
ánægjulegt að sjá dróttskátasveitir taka
virkan þátt í að bjóða upp á fjölbreytta
dagskrá fyrir sinn aldurshóp. Þetta mót
verður ein allsherjar upplifun og allir sem eru
að spá í að vera sófa-dýr þessa helgi ættu
að hugsa sig aftur um. Fylgist með á
www.scout.is þegar nær dregur.
Forsetamerkið
Eins og oft áður munu duglegir og kraft-
miklir dróttskátar taka við forsetamerkinu,
lokaáfanga dróttskátadagskrárinnar Skátinn
á ferð Norður, í vor.
Athöfnin fer fram á Bessastöðum þann 27.
apríl nk. og það er forseti íslands, Hr. Ólafur
Ragnar Grímsson, sem afhendir dróttskátum
merkið.
-íforystu á nýrri öld!
www.hekla.is
Það borgar sig acf nota það besta
SACHS Þegar gera á bílinn betrí
KUPLINGAR — **
Veríð framsýn!
veljið öryggi og endingu
Þekking Reynsla Þjónusta
FÁLKINN
Suðurlandsbraut 8 • 108 Reykjavík
Sími: 540 7000 *Fax: 540 7001
Upprunahlutir i mörgum helstu bílategundum heims
8
U
f
2
Z
SKÁTABLAÐIÐ
5