Skátablaðið - 01.04.2002, Blaðsíða 13
Skótastarf á Islandi 90 ára
Hafnarfirði 22. febrúar. Kvenskátafélag stofnað í
Hafnarfirði.
1926
Sigurður Ágústsson fer með skátaflokk til
Ungverjalands (fyrsta utanlandsferð íslenskra
skáta). Haustleikamótið haldið í Hafnarfirði.
Skátafélagið Væringjar, Akranesi, stofnað 13.
maí. Væringjar Reykjavík gefa út blaðið „Liljan".
Skátafjöldi 397 (drengir).
1927
Fyrsti aðalfundur Bandalags islenskra skáta
haldinn 17. júní. Axel V. Tuliníus kjörinn skáta-
höfðingi og lög fyrir bandalagið eru samþykkt.
Þetta er í fyrsta skipti sem talað er um skáta-
höfðingja. Áður hafði verið talað um formann ská-
tanna, formann Bandalags íslenskra skáta.
Kvenskátafélag Reykjavíkur gengst fyrir lands-
móti kvenskáta í Hafnarskógi.
1928
2. landsmót skáta haldið í Laugardal.
Roverskátar hefja starf 23. nóvember.
Merkjasala, í fyrsta sinn og árlega síðan.
Skátafélagið Einherjar, ísafirði, stofnað 29.
febrúar. Kvenskátafélag Akraness stofnað 25.
mars. Kvenskátafélagið Valkyrjan, ísafirði, stofn-
að 17. maí. Ernir hefja útgáfu blaðsins „Skátinn".
Skátafélagið Smári starfar á Siglufirði. Fyrsta
hjálp í viðlögum námskeið fyrir skáta á ísafirði
haldið af Davíð Sch. Thorsteinssyni. Jakobína
Magnúsdóttir situr stofnfund WAGGGS,
alþjóðasambands kvenskáta.
1929
2. aðalfundur BÍS. Kvenskátafélagið Valkyrjur,
Siglufirði, stofnað 2. júní. Sigurður Ágústsson fer
Axel V. Tulinius (1865-1937), fyrsti skátahöfðingi íslands.
Hann var sæmdur Silfurúlfinum, ædsta virðingarmerki skáta-
hreyfingarinnar, 29. mars 1925.
Efri mynd: Tjaldbúðaskoðun. Ártal ekki kunnugt. Fremst á myndinni er verið að skoða hvort skátinn hafi þrifið sig fyrir skoðun,
og einkennilega margir virðast bera hönd upp að eyra, kannski til að nudda skítinn af? Neðri mynd: Fánaathöfn á Úlfljótsvatni.1
Ártal ekki kunnugt. Takið eftir flugnanetunum. Mýið er greinilega ekki nýtt fyrirbæri. Myndir: Vilbergur Júlíusson, Hafnarfirði.
í kennslu- og eftirlitsferð til félaganna á Vestur-
og Norðurlandi. Tekinn upp sami búningur fyrir öll
drengjafélög landsins. íslenskir skátar taka þátt í
Jamboree í Englandi. Skátafélagið Andvari,
Sauðárkróki, stofnað 22. mars. Einherjar, ísafirði,
reisa útileguskála sinn, Valhöll, í Tungudal.
Skátafjöldi 429 (drengir).
1930
3. landsmót skáta haldið á Þingvöllum. Skátar
veita mikilsverða aðstoð við framkvæmd
Alþingishátíðarinnar á Þingýöllum. BIS fær 500
kr. styrk frá Alþingi samkvæmt umsókn. BÍS gefur
út Skátabókina. Einherjar gefa út blaðið
„Varðeldar". Valkyrjur, ísafirði, hefja byggingu úti-
leguskála síns, Dyngju.
1931
3. aðalfundur BÍS. Skátaheimili reist á
Akranesi og fyrsti ylfingahópurinn þar tekur til
starfa. Foringi Björgvin Jörgenson. íslenskir skát-
ar sækja mót að Kullen í Svíþjóð. Skátafélög
stofnuð á Seyðisfirði og Norðfirði. Hendrik
Thorarensen sækir alþjóðaráðstefnu í Vínarborg.
1932
Kvenskátafélagið Valkyrjan, Akureyri, endur-
reist 20. júní. Ríkisstyrkurinn lækkaður í 100 kr.
vegna kreppu í landinu. Skipunarbréf gefin út í
fyrsta sinn. íslenskir skátar sækja mót að Mandal
í Noregi. Rekkasveitin Fálkar stofnuð á Akureyri
17. mars og reisir útleguskála, Fálkafell.
Skátafélagið Fálkar, Akureyri, gefur út blað,
„Akurliljuna". Kvenskátafélag Reykjavíkur stendur
fyrir landsmóti kvenskáta við Langá á Mýrum í
tilefni af 10 ára afmæli félagisins.
1933
4. aðalfundur BÍS. 22 íslenskir skátar sækja
Jamboree í Ungverjalandi. Enskur skátaforingi,
Mr. Reynolds, kemur til íslands og kennir undir
Gilwell próf. Skátafélagið Völsungar, Sandi,
stofnað. Skátafélagið Samherjar, Eskifirði,
stofnað 31. október.
1934
Aukaaðalfundur BÍS um ný lög. 5. aðalfundur
BÍS haldinn strax á eftir. íslenskir skátar sækja
mót að Vermalandi í Svíþjóð. Kvenskátafélagið
Liljan, Hafnarfirði, stofnað. Skátafélagið Útherjar
á Þingeyri stofnað 14. febrúar. Skátafélagið
Valur, Borgarnesi, stofnað 18. mars. Skátasveitin
Fálkar, Akureyri, stofnuð 21. maí. BÍS efnir til
samkeppni skáta í stundvísi. Verðlaun, kr. 50.00,-
ætluð til áhaldakaupa. Væringjar halda skátamót
í Þjórsárdal. 14 norskir skátar heimsækja ísfirska
skáta og ferðast um landið. Skátafélagið
Andvarar, Sauðárkróki, hefur útgáfu hins fjölrit-
aða Skátablaðs. Ritstjóri er Franc Michelsen. 1.
hefti af Ylfingabókinni eftir Baden-Powell gefið út
af BÍS og Barnavinafélaginu Sumargjöf.
Skátafélagið Andvarar, Sauðárkróki, stofnar
fyrstu skátasveit á íslandi sem hefur aðsetur í
sveit og nefnist hún Skátasveit Staðarhrepps.
Tilkynningablað BÍS kemur út fjölritað. Skátafjöldi
419 (drengir).
1935
4. landsmót skáta haldið á Akureyri og
nágrenni. Skátablaðið byrjar að koma út á vegum
BÍS. Söngbók skáta kemur út. Skátafélagið
Fylkir, Siglufirði, stofnað 22. janúar.
Kvenskátafélagið Ásynjur, Sauðárkróki, stofnað
1. júlí. Skátafélagið Framherjar, Flateyri, stofnað
17. febrúar. Skátar á ísafirði aðstoða við að
SKÁTABLAÐIÐ
13