Skátablaðið


Skátablaðið - 01.04.2002, Blaðsíða 12

Skátablaðið - 01.04.2002, Blaðsíða 12
Skátastarf á íslandi 90 ára Á þessu ári fagna skátar á íslandi merkum tímamótum, 90 ára starfsafmœli. Það þarf enginn að efast um að sitthvað hefur gerst á þessum árum og eitt og annað breyst. I þessu tölublaði, og nœstu tveimur, birtist því annáll skátastarfs á íslandi, frá upphafi til dagsins í dag. Fyrsti hluti annálsins er unninn upp úr Skátabókinni sem kom út árið 1 974 en Hörður Zóphaníasson yfirfór og tók saman viðbœtur. I breraur hlutum. 1. hluti: 1912-1942 (1911) Ingvar Ólafsson, síðar verslunarstjóri Duusverslunarinnar, hafði kynnst skátastarfi í Danmörku. Hann stofnaði og stjórnaði skátaflokki í Reykjavík árið 1911. Þessir fyrstu skátar gengu m.a. í fylkingu um bæinn undir stjórn Ingvars, sem gaf fyrirskipanir til göngumanna á dönsku. í þessum skátaflokki Ingvars voru m.a. Magnús Pétursson bankaritari, Pétur Hoffmann banka- ritari og Teodor Siemens kaupmaður, sem aliir voru lifandi 1962 þegar skátahreyfingin á íslandi fagnaði 50 ára afmæli. 1912 Skátafélag íslands stofnað 2. nóvember. Formaður var Sigurjón Pétursson. Nafni félagsins var síðar breytt í Skátafélag Reykjavíkur (hið eldra) og starfaði það til 1917. Jafnan hefur verið miðað við að skipulegt skátastarf hefjist á íslandi 2. nóvember 1912. Þegar skátastarfið hófst vantaði mjög islenskt orð fyrir danska orðið spejder og enska orðið scout. Var þá gjarnan talað um spæjara eða njósnara. Þessi orð vöktu oft spott og spé sem viðkomandi þótti ekki gott að búa undir. Helgi Tómasson, síðar skátahöfðingi, snéri sér þá til Pálma Péturssonar mennta- skólakennara og bað hann um eitthvað annað orð yfir íslenska lærisveina Baden-Powells. Hann stakk upp á orðinu skáti sem festist samstundis í málinu, enda þjált í munni og féll vel að íslensk- um beygingum og orðasamsetningum. 1913 Væringjar stofnaðir innan KFUM í Reykjavík 23. apríl (sumardaginn fyrsta). Axel. V. Tuliníus var kosinn fyrsti formaður félagsins. Hópur danskra skáta kemur til íslands og ferðast um landið. 1914 Skátafélag Reykjavíkur gefur út blaðið "Skátinn". 1916 Væringjar gefa út blaðið "Liljan". Skátafélagið Væringjar stofnað í Stykkishólmi. Skátafjöldi á landinu 80 (drengir). Væringjar á tröppum „Menntabúrsins“ í Reykjavík 1913. Myndin birtist ífyrsta tölublaöi Liljunnar sem kom út íjanúar 1916. „Mjög er skemmtilegt að vera í þessum flokki fyrir þá, sem vilja verða að manni,“ ritar síra Friðrik Friðriksson í inngangi. Mynd: Vilbergur Júlíusson 1917 Skátasveit Akureyrar stofnuð 22. maí. 1919 ÍSÍ gefur út „Handbók fyrir skátaforingja". Akureyrarskátar gefa út blaðið „Sumarliljan". 1920 Skátafélagið Birkibeinar á Eyrarbakka stofnað. Skátafélag stofnað á Seyðisfirði. 1921 Væringjar taka Lækjarbotnaskálann (gamla) í notkun. Skátasveitin ísbirnir stofnuð á Akureyri. 1922 Níu stúlkur stofna Kvenskátafélag Reykjavíkur 7. júlí. Foringi þeirra er Jakobína Magnúsdóttir. 1923 Kvenskátafélagið Valkyrjan, Akureyri, stofnað 2. apríl. 1924 Skátafélagið Ernir, Reykjavík, stofnað. íslensk- ur skáti, Sigurður Ágústsson, tekur þátt í Jamboree í Danmörku. Skátafélögin Væringjar og Ernir í Reykjavík, ásamt Birkibeinum á Eyrarbakka, stofna Bandalag ísienskra skáta þann 6. júní. í fyrstu stjórn voru: Axel V. Tuliníus formaður, Ársæll Gunnarsson fyrir Væringja og Hendrik Thorarenssen fyrir Erni. Bandalag íslenskra skáta var viðurkennt af Aiþjóða- bandalagi skáta sama ár. 1925 1. landsmót skáta haldið í Þrastaskógi. Ylfingastarfsemi byrjar. Haustleikamót skáta haldið í Reykjavík. Skátafélag stofnað í 12 SKÁTABLAÐIÐ

x

Skátablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skátablaðið
https://timarit.is/publication/801

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.