Skátablaðið


Skátablaðið - 01.04.2002, Blaðsíða 15

Skátablaðið - 01.04.2002, Blaðsíða 15
Ferðasaga Snædís, íris og Sigurlín. ísinn á vatninu var um 50 cm þykkur og því öruggur yfirferðar. Þegar að skálanum var komið voru skátarnir settir í hlutverkin sín og heragi settur á. Engin fékk að fara inn fyrr en allur snjór hafði verið mokaður af pallinum í kringum skálann og pail- urinn sópaður, gerð vök í ísinn til að komast að vatni og sagaður eldiviður fyrir kvöldið og nóttina, en þau þurftu reyndar að byrja á að grafa eldiviðinn upþ úr snjónum. Á laugardeginum byrjaði síðan herþjálfunin fyrir alvöru. Fyrir utan hin hefðbundnu og nauðsynlegu störf eins og eldiviðarsögun, vatns- burð og uppvask þá voru skátarnir látnir reisa þrautabraut úr trönum sem fallið hafa til við grisjun í skóginum. Þessi þrautabraut var notuð síðar um daginn til að þjálfa þau í hinum ýmsu hernaðarlistum. Seinnipart dagsins voru skátarnir sendir til að rekja dýraspor sem eru út um allt í snjónum á þessum árstíma. Kvöldmaturinn var með nokkuð öðru sniði en foringjar Hólmverja hafa átt að venjast þar sem þeim var þjónað til borðs af hinum óbreyttu her- mönnum. Nokkuð gott fyrirkomulag, fannst þeim (foringjunum), og ætla þær að innleiða það í allar útilegur hér eftir. Kvöldvökunni seinkaði aðeins þar sem einn „Drekinn" þurfti að fara heim að loknum kvöldmat og treysti sér ekki að fara einn yfir vatnið og heimtaði „herfylgd". Þegar kvöldvökunni var að Ijúka hringdi „Jack Rogers“ frá CIA með verkefni hermannanna fyrir nóttina. Einhverjar efasemdir voru upþi í hóþnum um trúverðugleika þessarar símhringingar. En þegar einn af foringjunum fór út í skóg og sótti skrifleg skilaboð sem hún las fyrir skátana, jókst spennan og voru allir fljótir í útifötin. Myndir: Ingibjörg Ágústsdóttir Verkefnið fólst í því að finna eina af talstöðvum hins ævagamla nasistanjósnara Henrich Schmith sem hann átti að hafa falið einhversstaðar í skóginum. Með þessari talstöð áttu þau síðan að ná sambandi við hryðjuverkamennina og telja þeim trú um að þeir væru að tala við Henrich Schmith, og með því koma í veg fyrir að þeir næðu leyndarmálinu. Spennan jókst hins vegar þegar Henrich Schmith kom sjálfur á línuna og jafnvel menn úr bandaríska hernum sem voru alveg að ná hryðju- verkamönnunum. Skátarnir voru því sendir hingað og þangað um skóginn í myrkrinu en að lokum tókst þeim að finna gullið sem hryðju- verkamennirnir ætluðu nota til að borga fyrir hernaðarleyndarmálið svo ekkert varð úr þeim viðskiþtum og heiminum því borgið í bili. Það var farið snemma heim á sunnudeginum og tíminn um morguninn því notaður við tiltekt í skálanum og einnig við að taka niður þrauta- brautina og ganga frá öllu efni. Nægur eldiviður var skilinn eftir í skálanum fyrir næsta flokk, allavega nóg til að hlýja þeim fyrstu nóttina. Áður en við lögðum af stað yfir ísinn prufuðum við nýja tegund af íshokký, aðallega ætluð þeim sem hvorki kunna leikreglurnar eða hafa æski- legan búnað sem notaður er við íshokký. Útilegunni var slitið þegar komið var yfir vatnið og þaðan voru allir keyrðir heim í Hólm. Góð helgi á góðum stað. Skilið var við allt eins og það var þegar við komum, jafnvel betur. Það eina sem við tókum með okkur til baka voru myndir og góðar minningar, ó jú, og allt rusl. Með skátakveðju frá Sæljónum, Drekum og Skessum úr Hólmverjum. A slodum njósnara og hryöiuverko Helgina 8. til 10. mars sl. fóru tveir flokkar úr Hólmverjum í sérstakan leiðangur í skála einn, sem stendur í Sauraskógi um 10 km frá Stykkishólmi. Félagið hefur oft notað þennan skála áður fyrir flokksútilegur og jafnvel fyrir foringjanámskeið. Þetta var meira en venjuleg flokksútilega, tilgangurinn var að stöðva viðskipti á milli njósnara (Henrich Schmith) sem staðsettur hefur verið í Sauraskógi frá síðari heimsstyrjöld og hóps af hryðjuverkamönnum sem ætlaði að kaupa hernaðarleyndarmál af njósnaranum. Sérstakt þema er valið fyrir allar útilegur Hólmverja og að þessu sinni var ákveðið að herinn og heragi yrðu þemað. Það voru 7 skátar úr flokkunum Sæljón og Drekar sem fóru í þessa útilegu ásamt 3 Skessum (foringjaflokkur Hólmverja) Lagt var af stað frá Stykkishólmi akandi kl. 18:00 föstudagskvöldið 8. mars, og keyrt eins nálægt skálanum og hægt var að komast á þess- um árstíma. Stöðuvatnið (Sauravatn) fyrir framan skálann var frosið svo auðveldast var að fara yfir það. Mikil frost hafa verið hér að undanförnu svo SKÁTABLAÐIÐ 15

x

Skátablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skátablaðið
https://timarit.is/publication/801

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.