Skátablaðið


Skátablaðið - 01.04.2002, Blaðsíða 14

Skátablaðið - 01.04.2002, Blaðsíða 14
Skátastaif á íslandi 90 ára bjarga hesti úr vök. Skátar á Siglufirði aðstoða við að bjarga hesti úr ógöngum. II. hefti af Ylfingabókinni eftir Baden-Powell gefið út af BÍS og Barnavinafélaginu Sumargjöf. Stjórn BÍS staðfestir klútaliti skátafélaganna. Litir skátaklúta eftirtalinna félaga skulu vera: Andvarar Sauðárkróki grár, Einherjar ísafirði brúnn, Ernir Reykjavík blár, Skátafélag Hafnarfjarðar rauður, Væringjar Reykjavík dökkgrænn, Framherjar Flateyri fjólublár, Fálkar Akureyri Ijósblár. 1936 5. landsmót skáta haldið á Þingvöllum. Fyrsta skátamót Vestfjarða haldið í Súgandafirði. 6. aðaifundur BÍS. Kosinn varaskátahöfðingi, Steingrímur Arason. Skátafélagið Útherjar, Þingeyri, stofnað 14. febrúar. Kvenskátafélag stofnað á Þingeyri. Skátafélagið Glaðherjar, Suðureyri, stofnað 28. mars. Skátafélagið Drengir, Akureyri, stofnað. Hjálpræðisherinn í Reykjavík stofnar flokk herskáta. Skátafélagið Svanir stofnað á Stokkseyri. Skátasveit stofnuð í Barnaskóla Akureyrar og nefnist Skátafélag Akureyrar. Félagsforingi er Hans Jörgenson. 3. Væringjadeild efnir til reiðhjóiakeppni frá Kolviðarhóli að Sundlauginni í Reykjavík. Sigurvegari er Sigurður Þorgrímsson. Ernir efna til reiðhjólakeppni frá Kolviðarhóli að Vatnsþró í Reykjavík. Sigurvegari er Sigurður Ágústsson. Skátafjöldi 667 (drengir). 1937 33 íslenskir skátar sækja Jamboree I Hollandi. Skátafélagið Víkingur, Vík, stofnaö. Skátafélagið Heiðabúar, Keflavík, stofnað 15. september. Skátafélag Hafnarfjarðar stofnað 2. febrúar. Nafninu síðar breytt I Hraunbúar (1945). Skátar í Reykjavík aðstoða vegna inflúensufaraldurs. 25 ára afmæli skátahreyfingarinnar á íslandi minnst með samsæti á Hótel Borg, þar sem viðstaddir voru 450 skátar og gestir þeirra. 2. skátamót Vestfjarða haldið í Dýrafirði. Skátafélagið Fjallbúar stofnað á Hofsósi. Hópsblaðið, síðar Ylfingablaðið, kemur út I Reykjavík. BÍS tekur að sér blaðið Skátinn og byrjar að gefa það út sem foringja- og rekkablað. Landsmót kvenskáta á Þingvölium. Rotaryklúbburinn í Reykjavík veitir tveimur reykvískum skátum ókeypis Jamboreeferð. Axel V. Tuliníus skátahöfðingi andast 8. desember. 20 félög innan BÍS. Skátafjöldi 768 (drengir). 1938 7. aðalfundur BÍS. Helgi Tómasson kosinn skátahöfðingi og Henrik Thorarensen varaskáta- höfðingi. 6. landsmót skáta haldið á Þingvöllum m.a. með allmörgum erlendum þátttakendum. Baden-Powell og Lady Baden-Powell koma til íslands á Skátaskipinu Orduna. Skátafélag Reykjavíkur stofnað 18. september við sameiningu Væringja og Arna. Skátafélag Akureyrar stofnað á annan jóladag við sameiningu skátafélaganna Fálkar, Drengir, Skátasveitar Akureyrar og Skátasveitar Barnaskóla Akureyrar (stofnuð 26. nóvember). Skátafélagið Stafnverjar, Sandgerði, stofnað. Skátafélagið Hólmverjar, Stykkishólmi, stofnað 6. október. Skátafélagið Völsungar, Reykjavík, stofnað 22. febrúar. Skátafélagið Faxi, Vestmannaeyjum, stofnað 22. febrúar. Skátafélagið Birnir, Blönduósi, stofnað 8. ágúst. Kvenskátafélagið Stjarnan, Borgarnesi, stofnað 27. október. Væringjar gefa út veglegt afmælisrit. 1068 skátar, ylfingar og rekkar á íslandi. 1939 Kvenskátasamband íslands stofnað 23. mars að frumkvæði Olave Baden-Powell. Meðal stofn- félaga eru Kvenskátafélag Reykjavíkur, Kvenskátafélagið Valkyrjan Akureyri, Kven- skátafélagið Völvur Suðureyri, Kvenskátafélagið Svölur Laugarnesskóla og Kvenskátafélag Borgarness. Stofnfélagar eru um 450. Jakobína Magnúsdóttir var kjörin fyrsti aðalforingi íslenskra kvenskáta. Hennar hátign, Ingrid krónprinsessa Danmerkur og íslands, gerist verndari íslenskra kvenskáta. Skátafélagið Hólmverjar, Hólmavlk, stofnað 10. febrúar. Kvenskátafélagið Skjaldmeyjar, Stykkishólmi, stofnað 20. apríl. Skátafélagið ísland stofnað í Kaupmannahöfn 27. ágúst. Valkyrjur, ísafirði, standa fyrir kvenskáta- móti í Tungudal. Skáli SFR við Hafravatn reistur (síðar eign KSFR). íslenskir skátar sækja Þessi mynd birtist í umfjöllun frá skátamóti á Þingvöllum 1938. Textinn með myndinni er einfaldlega „Skátastúlkurnar fjórar að matseld“. Myndin er fengin úr úrklippusafni Osvalds Kratsch. skátamót til Danmerkur og Skotlands. Skátafélag Akureyrar gefur út blaðið „Skólaskátinn". Skátafjöldi 1164 (drengir). Vormót Hraunbúa í Hafnarfirði haldið í fyrsta skipti, og hafa þau verið haldin síðan og sett mikinn svip á starf Hraunbúa. 1940 8. aðalfundur BÍS. Skátafélagið Fálkar, Staðarhreppi, stofnað 31. júlí. Skátafélag Húsavíkur stofnað. Kvenskátafélag Húsavíkur stofnað 13. mars. Birkibeinar, Eyrarbakka, endur- reistir. Skátafell, útileguskáli Akranesskáta, tekinn í notkun. SFR gengst fyrir viku útilegu við Þingvallavatn. Sjóskátaflokkur stofnaður í Reykjavík. Kvenskátasamband íslands og Kvenskátafélag Reykjavíkur gefa út blaðið „Skátakveðjan". Ylfingadeild stofnuð innan Skátafélags Akureyrar. Ylfingaforingi Tryggvi Þorsteinsson. Skátafjöldi 752 (drengir). 1941 Bandalag íslenskra skáta fær ábúðarrétt á jörðinni Úlfljótsvatni I Grafningi. Skátaskóli starf- ræktur þar um sumarið og stöðugt síðan. BÍS heldur námskeið I Reykjavík fyrir skátaforingja víðs vegar af landinu. Kvenskátafélagið Birnur, Blönduósi, stofnað 1. desember. Skátafélagið Útherjar, Þingeyri, kaupir hús undir starfsemi sína. 1942 9. aðalfundur BÍS. 30 ára afmæli skáta- hreyfingarinnar á íslandi minnst með samsæti í Oddfellowhöllinni í Reykjavík 2. nóvember. Skátafélagið Samherjar, Patreksfirði, stofnað 22. júní. Kvenskátaskóli stofnaður á Úlfljótsvatni. Skálinn á Úlfljótsvatni reistur. Skátamót fyrir drengjaskáta haldið á Úlfljótsvatni. Húsavíkur- skátar reisa sér útileguskála. R.S. skátar reisa sér útileguskálann Þrymheim á Hellisheiði. Skátafjöldi 1012 (drengir). Skátafélagið Væringjar í Stykkishólmi 1916. Þriðja skátafélagið sem stofnað var á íslandi. 14 SKÁTABLAÐIÐ

x

Skátablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skátablaðið
https://timarit.is/publication/801

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.