Skátablaðið


Skátablaðið - 01.04.2002, Síða 10

Skátablaðið - 01.04.2002, Síða 10
Eift og annað ÍSHÆK 2002 FRAMHALD AF BLS. 5 Hvíldardagurinn var vissulega notaður í hvíld, alla vega fyrir hádegi. Fólk lá í koju og spjallaði saman. Eftir hádegið fóru fararstjórar út ásamt hjálparliði til að undirbúa áðurnefnda skíðakeppni og skömmu seinna voru þátttakendur kallaðir til keppni. Keppnisgreinar voru fjölmargar, stökk, gjörningur, telemark, þrautabraut og svo mátti fá aukastig fyrir Ijóðagerð, velvild við dómara og svo var að sjálfsögðu tekið tillit til mórals keppenda gagnvart öllu og öllum. Gjörningarnir voru stór- glæsilegir að vanda, t.d. flugeldasýning, fim- leikasýning, styttugerð og ofbeldi. Þegar allt var tekið saman og dómnefndin hafði ákveðið sig var það Fjóla Dröfn Guðmundsdóttir (17) frá Akureyri sem stóð uppi sem sigurvegari og er henni hér með enn og aftur óskað til hamingju með það. Að kveldi hvíldardags var hátíðarmatur, skinka með öllu hugsanlegu meðlæti, gosi og eftirrétt. Eftir matinn var kvöldvaka með söng og skemmti- atriðum langt fram eftir nóttu. Þó ekki of lengi því að morguninn eftir þurfti að leggja snemma af stað. Það var vaknað snemma, skálinn þrifinn, pakkað ofan í pokana og skíðunum smellt á fætur. Þegar skíðin voru að smella á sinn stað fóru að koma í Ijós afleiðingar stökkkeppninnar, tvenn skíði höfðu ekki þolað illa meðferð og klof- nað örlítið en með smá teipi og góðum vilja var þetta lagað og við gátum lagt af stað. Þegar leið á daginn fór veðrið batnandi og eftir hádegis- matinn var fólk farið að ganga klætt í lítið annað en uppbrettar buxur, skó, sólgleraugu og bakpo- ka. Veðrið hélst gott allan daginn og það var ekki fyrr en hópurinn kom að brekku einni mikilli að spjarirnar fóru að tínast á fólk, því einhverjir efuðust um getu sína til að komast niður hana standandi. Þegar niður brekkuna var komið vorum við svo gott sem komin á náttstað og var strax hafist handa við að reisa tjaldbúð. Hún var samt ekki eins glæsileg og sú fyrri því að nokkur hraustmenni ákváðu að bjóða náttúrunni byrginn með því að sleppa tjöldunum og sofa undir berum himni. Eithvað var fólkið orðið þreytt eftir fjóra daga því að fljótlega komst kyrrð yfir búðirnar fyrir utan einstaka hrotur og uml úr harðjöxlunum sem sváfu utan nælonveggja. Síðasta daginn var lagt af stað til Húsavíkur um klukkan ellefu og gengið sem leið lá að Botnsvatni I frekar leiðinlegu veðri, roki og skafrenningi. Það skipti þó litlu máli því að meiri- partur leiðarinnar var niður í móti og nokkuð auð- farinn. Það var rétt eftir klukkan tvö að Húsvíkingar fengu að sjá leiðangurmenn renna sér á skíðum inn í bæinn eins langt og snjór náði. Síðan var haldið í sundlaugina og fimm daga ferðaskíturinn, skeggið og bringuhárin skafin af við mikinn fögnuð allra. Þar með lauk íshæki 2002 og vona ég að allir hafi verið jafn sáttir við ferðina og ég. Finnbogi Jónasson Námskeið DS Vetrarlíf «crj' menn urðu sterkl- ega varir við kraft fimbulvetrarins og Dróttskátanámskeiðið DS Vetrarlíf var haldið hel- gina 8.-10. febrúar sl. Stjórnandi námskeiðsins var Sigurður Tómas Þórisson (Vífill/Klakkur) en honum til dyggrar aðstoðar voru "mömmurnar" Jens, Gummi Freyr, Davíð og Einar (Klakkur) ásamt Bjössa og Þresti (HSSG). Áhuginn á námskeiðinu var mikill og endanlegur fjöldi þátttakenda var framar vonum, eða 27. Námskeiðið var haldið í Bláfjöllum og var sá staður fyrst og fremst valinn sökum snjóleysis á öðrum stöðum á suðvesturhorninu. Snjórinn á staðnum var þó með minnsta móti fyrir svona námskeið en við leystum það myndarlega að dróttskátasið. Eitt kvöldið í vikunni fyrir námskeiðið var haldinn undirbúningsfundur í Vífilsheimilinu þar sem farið var rækilega yfir útbúnaðarkröfur, skipt niður í hópa og farið yfir helstu áhersluatriði helg- arinnar. Mæltum við okkur mót á BSÍ og í Garðabæ á föstu- dagskvöldinu tilbúin til rútuferðar upp í fjöllin bláu. Eftir að mætt var upp í Gilitrutt var spjallað lítillega um fyrirkomulagið og eitt nett eyðimerkur "survivor" verkefni lagt fyrir hópinn, eins hjákátlegt og það kann að hljóma við íslenskar vetraraðstæður. Eftir að verkefninu var lokið fóru mömmurnar yfir helstu atriði hvað varðar búnað og fleira að vetri. Að aflokinni dagskrá fór drjúgur hluti skátanna út undir beran himinn til að gista undir stjörnunum í skaf- renningi. Morguninn eftir var svo farið út og ýmislegt gert yfir daginn. Settum við af stað lítið snjóflóð, gerðum snjóflóðapróf, æfðum ísaxarbremsu og fleira auk þess sem grundvallaratriðin i tjaldbúðavinnu að vetri voru kynnt. Flestir hóparnir tjölduðu tjöldum á hjarn- inu í hrauninu en einn hópurinn gisti í myndarlegu snjóhúsi í Djúpahelli. Veður var eins og best verður á kosið 10-15°C í mínus og hvasst að norðan svo skemmst er frá því að segja að flestum varð kalt eins og lofað hafði verið. Flestir hörkuðu það þó af sér og lærðu smám saman aðferðir til að halda á sér hita, bæði með hreyfingu og mataræði. Allir nema nokkrir veikir skátar gistu svo úti um nóttina og var frábær stemmning í tjaldbúðinni í logni, hörkufrosti og norðurljósadýrð. Morguninn beit næturgesti hressilega í bítið en það hressti menn sennilega bara við. Á heildina litið getum við sagt að námskeiðið hafi tekist ákaflega vel og virtust allir vera á einu máli um að þetta hefði verið mjög vel heppnað og verið mikil upplifun fyrir þátttakendur og einnig leiðbein- endur. Fh. DS Vetarlífs Mömmurnar 10 SKÁTABLAÐIÐ

x

Skátablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skátablaðið
https://timarit.is/publication/801

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.