Sameiningin - 01.09.1910, Side 2
194
1 fyrsta lagi er komið með þá röksemd, að vér þörfn-
umst fjárins, sem til þessa gengr, heima hjá oss, og
höfum ekki ráð að senda það burt. Eg er sannfœrðr
um, að mótbára þessi er óvit. Prestar þeir, sem hér eru
saman komnir, munu geta um það borið með mér, að fé
það, sem fram er lagt til kristniboðs meðal lieiðingja,
er ekki tekið af fénu, sem fyrir höndum er til heima-
trúboðs. Kristniboði í heiðingjalöndum er jafnaðar-
lega lialdið uppi, að því er til kostnaðar kemr, af þeim
mönnum, sem mestan hafa áhuga á trúboði heima fyrir.
Þeir, sem fœrast undan því, að leggja fram fé til stuðn-
ings heiðingjatrúboði, og bera það fyrir, að þeir þurfi
þess fjár til heimatrúboðs, finna oftast einliverja á-
stœðu fyrir því, að halda peningum sínum hjá
sér, einnig þá er frá þeim er tillaga leitað til
eflingar kristniboðinu heima fyrir. Af áhuga þeim,
sem vaknar við starf í öðrum löndum, fœrist
hluttekningarsemi kristinna manna svo út, að
fyrir þá sök er af hálfu þeirra heimatrúboðs-starfið
betr stutt en verða myndi, ef liætt væri við starfið út á
meðal heiðnu þjóðanna.
Skyld fyrstu mótbárunni er sú önnur, að vér ættum
að bœta úr bölinu heima áðr en vér förum nokkuð að
fást við að veita fólki í öðrum löndum frœðslu. Enginn
mun því neita, að vér höfum mikið að gjöra heima fyrir;
en lengi yrðum vér víst að bíða með að liðsinna öðrum,
ef vér ættum að láta það vera þangað til vér erum orðn-
ir fullkomnir. Skorist sá eða sá einstaklingr undan því
að veita öðrum heilræði, eða liðsinna þeim til að laga
líf sitt, þangað til hann hefir sjálfr náð stigi fullkomn-
unarinnar, þá verðr hann aldrei öðrum að gagni, því
enginn af oss er maðr fullkominn. Sama er um þjóð
vora í heild sinni að segja: Bíði hún með að koma öðr-
um þjóðum til hjálpar þar til öllum þörfum heima fyrir
hefir verið fullnœgt, þá má hún bíða. til eilífðar. Hversu
miklum framförum sem vér tökum, þá eigum vér þó á-
vallt langt í land til fullkomnunar; því hærra sem vér
lyftumst upp, því lengra fœrist sjóndeildarhringr vor
út, því meira og fleira komum vér auga á, sem gjöra