Sameiningin

Årgang

Sameiningin - 01.09.1910, Side 3

Sameiningin - 01.09.1910, Side 3
195 þarf. Ef vér eigum nokkurn tíma að verða gagnlegir menn, þá verðum vér að vera það meðan vér enn erum ófullkomnir. Boðorðið er ekki: ‘Sá, sem fullkominn er, kjálpi hinuin, sem ófullkominn er’—, heldr: ‘Sá, sem meiri kefir máttinn, hjálpi hinum, sem veikari er’. Öll áreynsla af vorri hálfu öðrum til kjálpar styrkir oss. Sögu einnar minnist eg, sem eg heyrði í œsku, um tvo menn, er voru á ferð á f jöllum uppi. Annar þeirra varð yfirkominn af kulda og hné niðr örmagna; félagi hans vildi ekki láta hann þar eftir dauðvona, heldr nam stað- ar, tók að núa hann og leitaðist með því móti við að halda lífi í honum. Sú tilraun hélt lífi þeirra beggja við þangað til hjálp kom. Eins em eg þess fullvís, að við verkið, sem vér gjörum útí lieimi, kemr oss auldnn máttr til verksins, sem fyrir oss liggr heima, og að sann- anir þær, sem kristniboðarnir fœra oss um sigrför krist- inómsins í þeim löndum, verða oss guðleg hvöt til auk- innar starfsemi bæði heima lijá oss og í útlöndum. Kvartað er um það af sumum, að kristniboðunum verði lítið ágengt með að snúa lieiðingjum til kristni. Því er miðr, að framför í þeim efnum er ekki fljótari en sýnir sig í reyndinni; hins vegar er þó engin ástœða út af því til að hætta við starfið. Framför kristninnar er hvergi svo fljót sem vér vildum að væri. Það er meira en lielmingr fullorðinna karlmanna í Bandaríkjun- um, sem enga kirkju sœkir, og það í handi þar sem vér liöf- um hvervetna fyrir augum verklegar sannanir fyrir því, hve mikið gott land vort hefir haft af kristindóminum. Úr því að svo margir haldast utan kirkju, þar sem þeir þó hafa svo margt og mikið allt í kringum sig, það er hvetr fólk til að leita inn í kirkjuna, þá á oss ekki að þykja neitt undarlegt, þótt jafnvel enn seinna gangi með útbreiðslu trúarbragða vorra meðal heiðingja. þar sem þeir, er fylgja vilja frelsara vorum Jesú Kristi, verða oft að yfirgefa heimili sín og vini sína, verða eins- og brennimerktir í áliti almennings og mega engin mök eiga við eigið fólk sitt. Þrátt fyrir allar mótspvrnur, sem kristniboðarnir verða fyrir, er kristnin þó að breiðast út. Yöxtr kristn-

x

Sameiningin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.