Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.09.1910, Síða 7

Sameiningin - 01.09.1910, Síða 7
199 maðr hefir drottin guð að upphafi hugsunar siuuar. Leyndarmál sköpunarinnar skýrist ekki neitt við það, þótt að því sé gengið sem vísu, að efni og afl sé eilíft; kristinn maðr hefir það að undirstöðu hugsunar sinnar, að guð sé eilífr; í því er meira vit. Örðugt er að skiJja, hvernig til geti verið almáttugr, alvitr guð, fullr kærleika — skapari allrla hluta—, en enn örðugra er að skilja, hvernig til getr verið heirnr einsog sá, sem vér sjáum umhverfis oss, án slíkrar œðstu veru, sem verið hefir frá eilífð, hefir skapað heiminn og stjórnar honum. Mannlegri hugsan veitir hœgra að trúa á slíkan guð en að trúa einliverri annarri sköpunar-tilgátu; og því er það, að trúin á skaparann er til nálega lijá öllum mönnum. „Himnarnir segja frá dýrð guðs, og festingin kunngjörir verkin hans handa.“ Máttr hans, vísdómr og kærleikr er öllum augljós af því, livernig liann hefir séð fyrir velferð barna sinna. Og live algjörlega vér erum uppá hann komnir! „Gef oss í dag vort daglegt brauð‘ ‘ er ekki bœn aðeins í orði kveðnu. Ef liann léti af því að safna saman gufunni frá liafinu og mynda úr henni ský, þá myndi allt líf hverfa af jörðinni; en vér höfum fyrirlieit hans um vor- regnið og liaustregnið, um sáðtíð og uppskeru. Varpaði hann blæju á milli vor og sólarinnar, þá myndi nóttin hafa í för með sér svefn þann, sem enginn myndi af vakna; en oss er á degi hverjum úthlutað ljósi og hita eftir því, sem vér þörfnumst, og jafn-örlátlega veit- ir liann gjafir þær mesta smælingja einsog mesta stór- menni. Það er því engin furða, þótt hann sé nefndr faðir, faðir allra, hvort sem þeir kannast við það, sem þeir eiga honum að þakka, eða ekki. Kristr lýsir föður-umhyggju guðs með lifandi dráttum, er hann segir oss, að jafnvel hárin á höfðmn vorum sé talin, og hve mikil kærleiksviðkvæmni og huggun birtist í þeirri yfirlýsing hans, að guð sé enn fúsari en nokkur jarðneskr faðir til að veita börnum sínum góðar gjafir! Samband það, sem maðrinn lætr verða. milli sín og guðs, hefir í för með sér mikilvægustu áhrifin, sem

x

Sameiningin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.