Sameiningin - 01.09.1910, Síða 11
203
Kristin mikilmenni.
Eftir séra Guttorm Guttormsson.
I. Daníel Webster.
Vantrúarmalðrinn Thomas Paine spáði því fyrir
rúmri öld, að eftir hundrað ár myndi menn verða hættir
að iesa biblíuna — nema þá fáeinir sérfrœðingar, er
legði stund á bókmenntir Semíta. Svo heimskulegt og
haldlaust fannst honum trúarberfið kristna, sem byggt
er á kenningum þeirrar bókar. En nú eru þessi hundr-
að ár iiðin, og meira til, en ])ó eru þeir enn í dag fleiri,
sern lesa heilaga ritning en lnnir, sem lesa bœkr Paine’s.
Og rneira að segja, biblían er enn í dag sú bók, sem
lang-mesta sölu hefir af öllum bókum.
Og þó var Paine óefað fremr skarpskyggn maðr.
En hann var vantrúarmaðr, þekkti ekki kraft kristinn-
ar trúar af eigin reynslu. Því var það, að honum
skjátlaðist. 0g hann sannaði orð ritningarinnar sjálfr-
ar með þessum spádómi sínum: „Náttúrlegr maðr veit-
ir ekki viðtöku því. sem guðs anda er, því að honum er
það heimska, og hann getr ekki skilið það, því það
dœmist andlega'‘ (]. Kor. 2, 14). Og þetta er einmitt
grunntónninn í öJlum óvingjörnum dómum um megin-
mál kristinnar trúar, að það sé heimslca, sem enginn
skynberandi maðr geti látið sér detta í hug að trúa,
nema þá með því að draga svart strik yfir meira en
helming þess. Að postullegr kristindómr sé fásinna
ein, samsafn af hugsunarvillum og hindrvitnum, mót-
sögnum—, fásinna, sem Jifað hafi á lirœsni, hleypidóm-
um, og umfram allt á þekkingarskorti, — fásinna, sem
nú sé komin á vonarvöl, verði nú að víkja fyrir vaxandi
menntun og þekking. Þannig hugsuðu andmælendr
kristindómsins þegar á dögum Páls postula; þannig
hugsuðu þeir á dögum Celsusar; þannig hugsuðu þeir á
dögum Thomasar Paine’s; þannig hugsa þeir enn í dag.
Og samt lifir kristin trú og þróast, tekr framförum,
þrátt fyrir allar hrakspár.