Sameiningin

Ukioqatigiit

Sameiningin - 01.09.1910, Qupperneq 14

Sameiningin - 01.09.1910, Qupperneq 14
2QÖ tilfinninguna til nýs lífs og’ gefið henni nýjan þrótt; liafi gefið þjóð sinni og öllmn heimi ómetanlega lær- dóma nm stjórnmál, mannréttindi, þjóðrœkni, setta fram á einföldn máli, en mikilfenglegu, þróttmiklu og skil- merkilegu. Það sýnist því ekki óþarfi nú á dögum, þegar liver andlegr uppskafningr þykist þess um kominn að hæðast að kristinni trú og hafna kenningum lieilagrar ritning- ar — í nafni skynsemi sinnar — og lítr með sjálfsþótta niðr á fáráðlingana, sem trúa, — það virðist ekki óþarfi nú á dögum að rifja upp fvrir sér triiarjátning Daníels Webster’s. 0g því þarfara má það virðast, þar sem hann var eflaust einhver með djúpsæjustu vitmönnum síðustu aldar, og nafntogaðr einmitt fyrir glögga dómgreind. Trúarjátning Wehster’s í hans eigin orðum hljóðar á þessa leið: Eg trúi því, að til sé almáttugr guð, sem allt hefir skapað og öllu stjórnar. Þennan sannleik hafa verk náttúrunnar og orð ritningarinnar kennt mér. Eg trúi því, að guð sé einn, í þremr persónum. Ekki hnekldr það trú minni, þótt eg fái ekki skilið, livernig einn getr verið þrennt eða þrír eitt. Eg tel mig skyldan til að trúa — ekki því, sem eg skil eða get gjört mér grein fyrir, heldr því, sem meistari minn kennir mér í orði sínu. Eg trúi því, að ritningar gamla og nýja testament- isins sé guðs orð. Eg trúi því, að Jesús Kristr sé guðs son. Krafta- verkin, sem hann gjörði, fœra mér heim sanninn um persónulegt vald hans, og gjöra mér skylt að trúa því, sem hann staðhœfir. Eg trúi því öilum staðhœfingum hans — jafnt þá er hann vitnar um sjálfan sig, að hann sé guðs sonr, og þá er hann staðhœfir eitthvað annað; og eg trúi því, að ekki sé til neinn annar vegr til sálu- hjálpar en friðþæging sú, er hann ávann oss. Eg trúi því, að allt, sem var og er og verðr, sé alla- jafna í huga guðdómsins; að hjá honum sé ekki tími, sem líðr, né liu.gmyndir, sem koma og hverfa hver eftir aðra; að afstöðuorðin fortíð, nútíð og framtíð, einsog

x

Sameiningin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.