Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.01.1911, Blaðsíða 7

Sameiningin - 01.01.1911, Blaðsíða 7
323 blæs. Fagnaðarboðska.pr kristindómsins lireinn og ó- mengaðr samþýðist hugsunum almennings betr en sumra skólamanna. Sú mun reyndin verða, að alþýða hlustar framvegis á boðskap þann, er hefir biblíuna fyrir sig að bera, en lætr þær kirkjur tómar, þar sem rœður presta eru þrungnar af vísdómi ‘nýju guðfrœð- innar’. Um mótmælin (gegn þeim kenningum), sem komið hafa fram samfara heiðingjatrúboðs-hreyfing- unni, tölum vér síðar. (Úr ritstjórnargrein í Tlie Lutheran frá 12. Jan.) Bréf frá dr. Torrey til fólks, sem nýlega hefir snúið sér til guðs. Kæru vinir! Oft og einatt hugsa eg til þeirra, sem á síðastliðnu ári liafa, á ýmsum stöðum, er vér höfum heimsókt, játað trú á Krist sem frelsara þeirra, meistara og droth in. Sum yðar hafið nú verið á veginum svo mánuðum skiftir. Sum yðar eruð ef til vill; í þann veginn að missa móðinn og láta freistast til að dragast aftrúr. En enginn þarf að dragast aftrúr, því guð hefir í orði sínu heitið því, að láta yðr ekki freistast yfir megn fram, lieldr muni liann ásamt freistingunni einnig láta endalokin verða svo, að þér fáið staðizt (1. Kor. 10, 13). Leyndardómr fagnaðar, styrkleika, sigrs og þrosk- unar er æfinlega sá, að hafa augun stöðugt á Jesú. Látið þessi þrjú orð þrengja sér innst í hjörtu yðar: „Lít til Jesú.“ Ef yðar hefir verið freistað og þér hafið hrasað, þá horfiðí á Jesúm á krossinum, og verið þess vís, að synd yðar er afplánuð þar og að þér þurfið alls ekki að missa móðinn, heldr getið risið á fœtr og haldið beina leið áfram. Ef þér viljið játa syndir yðar, þá verða þær um leið fyrirgefnar (1. Jóh. 1, 9). Ef þér eruð að berjast við einhverja freisting, sem virðist ætla að verða yðr ofrefli, þá munið eftir því, að Jesús er upprisinn og að hann er nú lifandi og biðr fyrir yðr

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.