Sameiningin - 01.01.1911, Blaðsíða 8
324
(Hebr. 7, 25), og að lionum er gefið allt vald bæðí á
himni og jörð (Matt. 28, 18). Freistingarnar geta ver-
ið áleitnar og óvinrinn sterkr, en Jesús er þó sterkari.
Hann verðr aldrei máttvana. Hann getr gefið sigr
yfir freistingum, ástríðum og synd. YSr er lagt í
skaut að vinna sigr á hverjum degi og á hverri stundu,
ef þér haldið áfram að líta til Jesú. Biðjið hann og
treystið honum einnig, að gefa yðr anda sinn, um leið
og þér, að yðar leyti, gefið heilögum anda full yfírráð
yfir lífi yðar. í þessu er fólginn sá leyndardómr að
líkjast Kristi (Gal. 5, 22. 23; Róm. 8, 2. 3)* Til þess
að vita á öllum stundum lífsins, livað gjöra á, þá haldið
áfram að „líta til Jesú“ og fylgja honum (Jóh. 8, 12).
Gleymið ekki að nota hvert tœkifœri, sem gefst, til
að játa Krist fyrir heiminum, bæði á almennum sami-
komum og í persónulegri xungengni yðar með öðrum
mönnum. Ef vér könnumst við hann, kannast hann við
oss (Matt. 10, 32), og er hann kannast við oss, þá gefr
guð oss ríkulega heilagan anda sinn. Ef þér viljið
mikla Krist, þá gjörir hann mikiÖ úr yðr; en ef þér
gjörið lítið úr Kristi, þá gjörir hann lítið úr yðr.
Eg treysti því, að þér haldiÖ áfram að 'liafa guðs
orð daglega um hönd. IJversu önnum kafin sem þér
svo kunnið að vera, þá megið þér með engu móti við
því, að láta nokkurn dag líða svo, að þér lmfið ekki
varið að minnsta kosti einum fimmtán mínútum til þess
með trúmennsku, guðrœkilegri umhugsun og bœn, að
lesa orð hans, svo þér fáið vaxiÖ (1. Pét. 2, 2). Það er
fyrir lestr orðsins, að Jesús dvelr meir og meir hjá
yðr (Jóli. J5,7), og það er fyrir orðið, að heilagr andi
vinnr náðarverk sín (Efes. ö, 17).
Takið yðr nœgilegan tíma til bœna. Byrjið hvern
dag með guði. Talið við bann áðr en þér rísið úr
rekkju. Krjúpið á kné eftir að þér eruð klaédd, og talið
við hann áðr en þér taliÖ við nokkra mannlega veru.
Tjáið honum allt, sem yðr bvr í brjósti, allt, sem þér
óttizt, alla erviðleika og raunir og allt, sem yðr hefir
mistekizt. Munið, að guð er faðir, og að þér getið enn
betr opnað hjörtu yðar fyrir honum og treyst honum