Sameiningin - 01.01.1911, Page 11
327
var vitnisburði þeirra tafarlaust andmælt. Síðarmeir
var hæðzt að framburði þeirra. Voru þó auðvitað svo
snemma á tímum nœg tœkifcori til að komast að hinu
sanna. Þetta er sterk bending í þá átt, að munnmælin
sé sönn.
2. freneus segir í bók þeirri, er eg hefi oft áðr vitn-
að í: „Söfnuðrinn í Efesus, sem Páll stofnsetti og Jó-
hannes dvaldi hjá um langan tíma, fram á daga Trajans
(keisara), en sannort vitni um það, sem eftir postulun-
um er haft.'*1) Nú var Trajan við völd frá 98—117 e.
Kr. Einnig segir íreneus oss frá því, að Jóhannes hafi
hrópað upp, er liann var staddr í baðhúsi einu í Efes-
us: „Flýjum héðan, svo húsið hrynji ekki, því Cerin-
þus, óvinr sannleikans, er hér inni.“2) Þetta er haft
eftir Polykarp, sem var samtíðarmaðr Jóliannesar
postula um 20—25 ár, var lærisveinn lians og síðar
biskup í Smyrna, borg, sem er um 40 mílur frá Efesus.
Einnig nefnir íreneus sérstaklega rit þeirra Matte-
usar, Markúsar og Lúkasar, og minnist einnig um leið
á rit þeirra Páls og Pétrs. Síðan segir hann: „Síðan
samdi Jóhannes, lærisveinn drottins, sem hvíldist við
brjóst hans, gud'spjall, meðan hann dvaldi í Efesus í
Asíu.“3)
3. Evsebíus sagnaritari laefir það eftir Apollóníus
nokkrum, sem var uppi um lok annarrar aldar, að „Jó-
hannes, sem reit Opinberunarbókina, hafi lífgað dauðan
mann í Efesus, fyrir kraft drottins.“* 4). En allir kann-
ast við það, að fornkirkjan áleit, að höfundr guðspjalls-
ins og- Opinberunarbókarinnar væri einn og sami maðr.
Þetta bendir því á, að Jóhannes postuli hafi átt heima
í Efesus.
4. Polykrates nokkur, sem var uppi um 190 e. Kr.,
segir í bréfi, er liann reit til Viktors biskups í Róm, að
Jóhannes, sem hvíldist við brjóst drottins, sé grafinn í
Efesus. Nú átti Polykrates heima í þeirri borg, er
liann reit bréfið. Má því ætla, að hann hafi aðeins sagt
i) Adv. Haer. 3, 3. 2) Adv. Haer. 3, 4. 3) Adv. Haer 3, 1.
4) Hist. Eccl. 5, 18.