Sameiningin

Ukioqatigiit

Sameiningin - 01.01.1911, Qupperneq 12

Sameiningin - 01.01.1911, Qupperneq 12
328 það, sem hann vissi í þessu efni, eða að minnsta kosti það, sem var samhljóða áliti samtíðarmanna hans um þetta atriði. 5. Jústín Martýr átti í kapprœðu við Tryphó Gyðing' í Efesus, og frásögn um þá kapprœðu skrásetr liann í riti því, sem áðr hefir verið minnzt á í ritgjöi'ð þessarri. Þar farast honum svo orð: „Maðr vor á meðal, einn af postulum Krists, liefir spáð, í Opinberun þeirri, er honum var veitt.;< Og ekki þurfum vér að efa, að liér er átt við Jóhannes, því fornkirkjan eignaði honurn Opinberunarbókina nærri undantekningarlaust. Til sönnunar þessarri staðhœfing er nóg að benda á þessi orð freneusar: „Þessi tala (666) stendr í öllum viðrkenndum afritum [Opinberunarbókarinnar], og þeir menn, er sáu Jóhannes augliti til auglitis, votta það.“6) Fleiri vitni má leiða fram til að sanna, að Jóhannes hafi átt heima í Efesus síðustu ár æfi sinnar. 6. Um það, hvenær Jóhannes hafi dáið. ber mönn- um ekki saman. Híeronymus kirkjufaðir segir, að hann hafi lifað 68 ár eftir dauða Jesú, og því verið um 100 ára, er hann lézt. Ireneus segir, að hann hafi verið á lífi, þá er Trajan keisari kom til valda (98 e. Kr.); enn aðrir lialda því fram, að hann hafi verið á lífi allt að 120 e. Kr. En um það ber öllum saman, að hann hafi verið á lífi um byrjun annarrar aldar. Alls ekkert gat þeim höfundum gengið til að koma með staðhœfing þessa annað en það að segja sannleikann. 7. íreneus segir: „Guðspjall [Jóhannesar]........ segir: 1 upphafi var Orðið, og Orðið var hjá guði og Orðið var guð.“ Hér er ekki um það að villast, að átt er við fjórða guðspjallið í nýja testamentinu. 8. Handritsbrot það, sem kennt er við Muratori (og ritað um 170?), segir: „Fjórða guðspjallið ritaði einn af lærisveinunum, Jóhannes að nafni.“ Þetta eina vitni ætti að nœgja. 9. Vert er einnig að gefa því gætr, að nafn guð- spjallsins er einn vottr þess, að Jóliannes hafi ritað guð- 6) Adv. Haer. 3, 30.

x

Sameiningin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.