Sameiningin - 01.01.1911, Blaðsíða 13
329
spjallið. Að g'uðspj. sé eftir Jóhannes stendr í hverju
einasta grísku afriti þess og hverri einustu þýðing.
Hví skyldi svo hljóðandi fyrirsögn koma fyrir jafnvel
í elztu afritum, ef Jóhannes liefði ekki ritað guðspjallið!
Um getgátu þá, að einhver annar Jóhannes, sam-
tíðarmaðr Jóhannesar postula, hafi ritað guðspjallið
(sem nú er lialdið fram af sumuin), skal eg vera fáorðr.
1 mínum augum er hún sprottin af þeirri löngun til að
vefengja, sem svo oft fer út fyrir öll skvnsamleg tak-
mörk. Það, að eg hefi ekkert fundið því til sönnunar,
að þessi annar Jóhannes liafi nokkurn tíma verið til,
nema ágizkun eina í sögu Evsebíusar, munnmælasögu
um tvær grafir í Efesus, og það, með hve óákveðnum
oi’ðum sumir kirkjufeðrnir (t. d. Papías) minnast á
Jóhannes, en að liinu leytinu eins skýlaust álit forn-
kirkjunnar á þessu atriði einsog að framan hefir verið
bent á, er mér nœg ástœða til að sannfœrast um það
af sögulegum rökmn, að Jóh. post. liafi ritað guðspjall-
ið. Ilvort um sig af þessum atriðum mætti, ef til vill,
draga í efa; en vitnisburð svo margra samhljóða votta
frá annarri öld fæ eg með engu móti efazt um, einkum
þar sem allar tilraunir manna, innan kirkju og utan, til
að eigna guðspjallið einhverjum öðrum, enda á spurn-
ingarmerki. En það að eigna guðspjallið einhverjum
öðrum Jóhannesi, sem hafi ritað frásögn Jóhannesar
postula og undir áhrifum hans, virðist barnaleg löng-
un til að bera brigð á það að postuli hafi ritað guð-
spjallið, sem þó alls ekki næði tilgangi sínum, því þá
væri þó við það kannazt, að efni guðspjallsins sé frá
Jóhannesi postula.
Eg hygg, að það, sem nú liefir verið sett fram í
þeim þáttum ritgjörðar þessarrar, sem hér hafa farið
á undan, bendi skýrt á það, að Jóhannes postuli hafi
ritað guðspjallið. Eftir er að benda á vitnisburð guð-
spjallsins sjálfs, um þetta atriði, og vil eg leitast við
að gjöra það í næstu þáttum.