Sameiningin

Volume

Sameiningin - 01.01.1911, Page 18

Sameiningin - 01.01.1911, Page 18
334 lega íklæðist ódauðleikanum’, er það, sem sáð er í mynd náttúrlegs líkama, rís upp (og verðr) andlegr líkami,— hún er eldii dularfyllri en lífið nýja, er sprettr uppaf frækorninu, sem ekfd verðr lífgað nema það deyi’. Hafi frjóangi lífsins í hveitikonninu í sér mátt til að gjöra sér nýjan líkama, svo líkan gamla líkamanum, að vér þekkjum þá líkami ekki að, — geti frjóangi lífsins í hveitikorninu óskaddaðr farið gegnum margar upprisn ur, þá mun eg ekkert um það efast, að andi minn er þess um kominn að íklæðast líkama, sem á við hina nýju tilveru hans, þá er sá líkami, sem eg nú ber, er orðinn að dufti. Og víst fær enginn mælt huggun þá, sem fyrir þessa ódauðleika-trú hefir streymt inní syrgj- andi mannshjörtu. Berum það, sem kristin trú sér í tilverunni á himn- um, saman við það, er kennendr annarra trúarbragða halda fram um samskonar efni. Konfúcíus sneiddi alveg lijá því máli — málinu um ódauðleikann; Kristr aftr á móti gekk svo frá því efni, að þar þarf enginn að vaða í villu og svíma. Myndin, sem í kóraninum (trúarbók Múhamedsmanna) er dregin upp af sælustaðn- um í öðrum heimi, hlæs engum guðlegri hugsan í brjóst, enda vekr ekki heldr neina helga þrá; biblían liinsvegar sýnir himininn svo, að liugr vor lyftist upp við þá sýning, hvatir vorar hreinsast og lífið göfgast. f Búdda-trú er litið á lífið, sem sé það í sjálfu sér böl, enda losna menn samkvæmt kenningum þeirrar trúar við það á þann hátt, að þeir hætta að vera til sem einstaklingar; kristindómrinn aftr á móti frœðír oss um það, að með lífinu sé oss veitt tœkifœri til meiri og meiri fullkomnunar, — tœkifœri til undirbúníngs undir enn œðra líf í öðrum lieimi, sem veit af tilveru sinni og gjörþekkir einsog vér erum gjörþekktir; það eru Laun- in, sem drottinn veitir þjónum sínum. Trú á ódauðleik er meira en huggun; með því afli er girndunum einnig haldið í skefjum. ódauðleika- trúin miðar að ])ví að koma hér á réttlæti og góðvild til undirstöðu bróðurhuga manna á milli. Sá, sem býst við að lifa eftir dauðann og að sjá augliti til auglitis,

x

Sameiningin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.