Sameiningin - 01.01.1911, Page 21
337
menn sér til fylgdar og þeir taka því boði. Hópr ann-
arra tólf myndast. Og það, sem gjörðist í landinu
lielga fyrir nítján öldum, endrtekst á vorum dögum og
í eigin augsýn vorri.‘ ‘
KveSjuorð til fólksins í Nýja Islandi.
Guð blessi Nýja Island. I fátœkt mikilli var það
landnám stofnað. Við ýmsar hörmungar hefir fólk
þar átt að stríða; söguríkari eru þó þær stöðvar en
nokkrar aðrar Islendinga-stöðvar í Ameríku. Og vænt
hefir þeim þótt um átthaga sína, sem þar hafa búið. Frá
því fyrst, er eg var, drengr og sá Nýja ísland vorið 1884,
hefir enginn staðr verið mér kærri. Þegar eg byrjaði
að þjóna landsvæði þessu sem prestr fyrir nærri því tíu
árum, langaði mig til að verða fólkinu þar í einhverjum
skilningi að notum. Nú er eg hefi lagt niðr starf í því
byggðarlagi, finn eg, að eg sakna margs; því sælustund
marga hafði eg í Nýja Islandi þessi tíu ár. Að flytja
fólki þessu orð drottins, einsog því var víða veitt góð
viðtaka, var yndi. Hátíðlegastar voru mér fermingar-
og altarisgöngu-stundirnar. Með fám undantekningum,
voru þær mér sæluríkar fram yfir það, sem eg get lýst.
Nálega allr ungmennahóprinn, sem eg leiðbeindi til
fermingar, var mér frábærlega góðr. Sum þeirra ung-
menna hafa reyndar, því miðr, grætt mig með fráhvarfi
sínu síðan, en fleiri hafa þó orðið mér til gleði. Og
fólkið. Eg fór um byggðina fram og aftr, og varla
getr talizt, að eg liitti nokkursstaðar annað en ein-
læga vini, er veittu mér alla þá gestrisni, sem heimili
þeirra gátu í té látið. Fyrir tíu ára samvinnu, fyrir
tíu ára kærleik þakka eg. 0g eg þakka fyrir konuna
mína og börnin mín. Guð blessi yðr, Ný-lslendingar!
og gefi yðr þyrstum að drekka hið lifanda vatn, sem er
Jesús Kristr, lífsbjörg mannkjmsins.
Rúnólfr Marteinsson.
Kveðjuorð þessi áttu að koma í Desember-blaðinu,
en urðu fyrir vangá ritstjóra að bíða.